Tíminn - 09.06.1973, Side 21

Tíminn - 09.06.1973, Side 21
Laugardagur 9. júnl 1973. TÍMINN 21 NGARRÍKT {RSTARF fiynd Gunnar. eöa óreglulegt I formi, getur verið betra að teikna beint á hlutinn sjálfan en að reyna að gera sér grein fyrir þessu á flötu blaði. Þaö er ekki neitt vandamál aö teikna á blað og kalkira svo eða flytja yfir á sléttan flöt, en sé gripurinn sivalur eða snúinn i laginu, getur verið ákaflega erfitt að vinna þetta ööru visi en að teikna mynstrið beint á efnið og skera svo út. Yfirleitt byggist allur útskurður mjög mikið á teikningunni. Maður verður aö geta teiknað þau verkefni sem unniö er að. — Með hvers konar tækjum er bezt að vinna þetta? — Þau heita einu nafni út- skurðarjárn, og þau eru til af margvislegum stærðum og gerð- um, allt frá litlum járnum til stórra. Sum eru bein, en önnur ihvolf, jafnvel eins og stafurinn u eða v þegar sér framan á eggina. — Fást pau hér i verzlunum? — Margt af þessu hefur verið hægt að kaupa hér, en ef maður ætlar að kaupa heilar samstæður, mismunandi breiddir og gerðir, hefur þurft að panta það frá út- löndum. Hitt kemur lika fyrir, að maður gripur til hnifsins, eins og gömlu mennirnir, sem skáru allt með hnifi eða járnum, sem þeir höfðu sjálfir smiðað handa sér. — Hefur þú smiðað verkfæri i hendurnar á þér? — Nei, það hef ég nú ekki gert, en aftur á móti hef ég stundum breytt áhöldum og slipað þau til, eftir þvi sem mér hefur þótt þurfa. Það er svo mikið vanda- verk að ná réttri herzlu á útskurð- arjárnum, að það borgar sig blátt áfram ekki að leggja i það tima og vinnu. — Rætt við Svein Ólafsson, myndskera — Það kom fram áðan, að fólk bæði um margs konar gripi. Eru ákveðnir hlutir, sem þú hefur smiðað oftar en aðra? — Þetta hef ég ekki athugað. Vindlakassar eru að visu mjög al- gengir, en þeir eru ákaflega mis- munandi að stærð, gerð og öllu út- liti, svo að eiginlega eiga þeir ekki saman nema nafnið. Fund- arhamrar koma alltaf annað veif- ið, einkum i sambandi við afmæli félagssamtaka. Myndir af mönn- um og dýrum eru lika algengar, og vissuíega er alltaf gaman að búa slikt til, en annars eru það viðskiptavinirnir, en ekki maður sjálfur, sem ráða þvi, hvað fram- leitt er. Oftast vinn ég eftir pönt- un, og þá verður útkoman eðli- lega sú, að framleiðslan verður öðru visi en þegar maður smiðar eftir eigin höfði. — Er ekki löngu liðin sú tið, að menn skreyti rúmfjalir sinar og rúmgafla? — Ég hef ekki skreytt rúmfjal- ir mjög lengi, og ég held, að það sé orðið fágætt. En á timabili var sett skreyting á rúmgafla, ekki kannski að það væri endilega skorið i sjálfan viðinn, heldur var skreytingin limd utan á hann. Þetta hefur ekki verið algengt á siðariárum, enmaður veit aldrei, hvað verða kann. Áhugi á út- skurði og skreytingu húsganga virðist fara vaxandi, en hversu viötækur hann verður, er ekki hægt aö segja um enn sem komiö er. Ljósmyndun — En svo að maður viki að öðru: Hvað gerir þú, þegar þú ert ekki að skera út? — Mér þykir ákaflega gaman að komast eitthvaö út I náttúruna. Sjálfur er ég sveitabarn að upp- runa og hef alltaf haft gaman af ferðalögum, en þau getur maður lifað upp aftur og aftur, ef maður hefur tekið myndir i ferðinní. Eg hef tekið lit-skuggamyndir á ferð- um minum siðustu tólf eða fjórtán árin, hvenær sem svo vel hefur viðrað, þar sem ég hef verið, að slikt væri hægt. En auk þess hef ég tekið myndir i sambandi við mina vinnu. — Myndar þú smiðisgripi þina og útskurð? — Já. Þeirhlutir, sem ég bý til, hverfa mér, jafnóðum og þeir eru tilbúnir. Eina ráðið er þvi að taka af þeim myndir, ef maður vill geyma þá eitthvað lengur i huga sér. — Attu stórt safn mynda af þessu tagi? — Ég hef ekki myndað nærri alla hluti, sem ég hef smiðað eða skreytt, en þó á ég orðið allstórt myndasafn. Björgunarstarf, en ekki tímasóun — Færðu ekki stundum gamla hluti til viðgerðar? — Jú, ég er ákaflega oft beðinn að gera við gamla hluti. Það hefur brotnað renndur fótur undan uppáhaldsstól, gamli rokkurinn er allur af sér genginn og svo framvegis. Það verður ekki annað séð, en ég hef ekki get- að fengið mig til þess að neita um slikt, allra sizt þegar i hlut á fólk, sem ég hef unnið fyrir og þekki. — Er þaö samt ekki hálfgerð sóun á tima aö gera við gamlan rokk i stað þess að búa til nýjan listmun? — Auðvitað getur maður ekki gert margt i einu. En hvort er rétthærra, gamlir hlutir, sem eiga sér sögu, eða nýsmiði? Mér fyrir mitt leyti finnst það vera björgunarstarfsemi aö hjálpa fólki til þess að geyma og eiga húsmuni sina i stað þess að henda þeim, þegar þeir slitna, eins og gert var lengi vel. Þess verður lika greinilega vart, aö áhugi fólks til þess að varöveita gamla og góða hluti, fer hraðvaxandi. Þarhefur mikil breyting á orðið á siöari árum. Fólki er farið að Myndskerinn snyrtir skegg hetjunnar. Tímamynd. Gunnar. skiljast, að gamlir hlutir hafa sitt gildi, og að þeir gera sitt til þess aö setja heimilislegan svip á stof- una eöa hornið, þar sem þeir eru látnir standa. — Ég mætti þá kannski að lok- um bera fram þá fávislegu spurn- ingu, hvort þykir þér ekki starf þitt skemmtilegt? — Jú, sannarlega þykir mér það. Myndskurður —eins og þessi iön heitir — er ákaflega f jölbreytt og lifandi starf. Verkefnin streyma að, einn þarf að láta gera þetta, annar hitt, og oft eru skipt- in svo ör, að maður getur gengiö að nýju verkefni með hverri nýrri viku. Það þarf enginn að láta sér leið- ast, sem stundar útskurö. —VS. Askurinn, algengasta matarilát forfeðra Kertastjaki og helgimynd. vorra. Ljósm. Sveinn Ólafss. Ljósm. Sveinn Ólafsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.