Tíminn - 09.06.1973, Qupperneq 29

Tíminn - 09.06.1973, Qupperneq 29
Laugardagur 9. júni 1973. TÍMINN 29 AAarilyn Monroe fannst nakin í rúmi sínu, með höndina kreppta um símtólið, kl. 3,30 f.h. á sunnudegi í ágúst Marilyn og J.F.K. Bók eftir Norman AAailer, sem mun koma öllum til að blöskra NOHMA JEAN BAKER, sem liaffti hafizt upp af engu til þess aö verða mesta kyntákn eftirstriös- áranna, var dáin. Á dánarvottorði frá lögreglunni stóð, að dánarorsökin hafi verið „liklega sjálfsmorö” og krufningsskýrsla sýndi, að hún hafi tekið of stóran skammt af barbiturtöflum. í margar vikur gekk ekki á öðru en feikna heilabrotum um raun- verulega orsök að dauða Marilyn og um kringumstæðurnar. Núna, meira en áratug seinna, er þetta aftur orðið eitt mesta hitamál i blaðaheiminum. Norman Mailer, ákafasti kross- ferðarriddari Ameriku, vakti þessar nýju ritdeilur, en hann hefur hingað til verið meir kenndur við pólitisk mál, en málefni skemmtanaiðnaðarins. En nýjasta verk Mailers þessa og það, sem öruggt er, að muni gera hann að einum af mest um- töluðu mönnum i heiminum, er 95.000 orða ritgerð, sem nefnist „Marilyn Monroe — þjóðsögnin og sannleikurinn”. Hann er sagður hafa heillazt svo af verkefni sinu, að einn vinur hans hefur látið þau orð falla, að hann sé orðinn ástfanginn af minningu Marilynar. En eftir þvi, sem sagt er i New York, hefur Mailer gert meira en það. Hann hefur kannað tvær óvæntar kenningar um siðustu ævidaga Marilynar. Sú fyrri er, að aðdáandi hennar og elskhugi i Kennedyættinnin hafa ekki verið Robert Kennedy, eins og margir höfðu getað sér til, heldur bróðir hans, Jack, þáver- andi forseti Bandarikjanna. Seinni kenningin hljóðar svo, að dauði Marilynar kunni eftir allt saman ekki að vera af völdum sjálfsmorðs, heldur hafi hún verið myrt af launmorðingjum i undar- legu samsæri. Heimildir herma, að dauði hennar kunni að hafa fylgt á eftir ótrúlegum kafla atburða, þar sem Marilyn hafi verið notuð af mönn- um, hliðhollum erlendu veldi. Þeir hafi komizt að ástarævintýri hennar og forsetans, og að þeir hafi gert sér fulla grein fyrir þeirri geysilegu klipu, sem hótun um uppljóstrun gæti komið Hvita húsinu i. Sagan segir, að Bobby Kenn- edy, sem þá var rikissaksóknari, hafi einnig heyrt um, að Marilyn væri óvitað flækt i málið. Hann heimsótti hana jafnvel skömmu fyrir dauða hennar og talaði um fyrir henni, þar sem hann varaði hana við hættunni af minnstu óvarkárni, sem hún kynni að hafa i frammi við vini sina. En aðrir aðilar innan leyniþjónustunnar höfðu einnig heyrt um bendingu i þessa átt. öryggi forsetans Og þar sem öryggi forsetans og þjóðarinnar var i veði, nægðu þeim ekki fortölur. Það er gefið i skyn, að dauða Marilynar hafi verið komið i kring svo litið bar á og með góðum árangri seint á laugar- dagskvöldið þriðja ágúst, þegar hún kom ekki i pókerboð til Peter Lawford. Vafalaust hefur Mailer hugleitt lengi möguleikana á þessum kenningum. Reyndar segir einka- ritari hans : „Hann er ennþá að endurskoða lokauppkastið að handriti sinu”. Það eru vissulega þættir i Monroe-skýrslunni, sem benda til að Marilyn kunni ekki að hafa átt sök á dauða sinum. Það hefði ekki verið erfitt fyrir náinn vin, sem hún hafði reynt að þvi að vera ráðhollan, að koma dauða hennar þannig fyrir, að hann liti út sem sjálfsmorð. Það var vitað að hún átti vanda til að nota svefnpillur vegna þess, hve hún var þunglynd. Þegar hjúkrunarkona Marilyn- ar fann hana um siðir látna, var siminn ekki á, en hönd hennar krepptist utan um hann. Það hefurverið ætlað, að siðasta sim- talið hafi verið við Peter Law- ford. Samkvæmt bók eftir dálka- höfundinn, Earl Wilson, sagði Marilyn: „Skilaðu kveðju til Pat, skilaðu kveðju til forsetans og ég bið að heilsa þér sjálfum þvi að þú ert viðkunnanlgur náungi. Lawford brá við þessi tiðindi, vildi fara strax heim til hennar, en umboðsmaður hans, Milt Ebb- ins, dró úr honum kjark til þess og bar þvi við, að hann væri mágur forseta Bandarikjanna og að kon- an hans væri að heiman. „Láttu mig hafa samband við lögfræðing hennar eða lækni,” sagði Ebbings. Var simtalið við Lawford i raun og veru hið siðasta? Nuddlæknir hennar, Ralph Roberts, telur af og frá, að um verkun af of mörg- um svefnpillum hafi verið að ræða. Eftir á sagði hann, aö kona,sem hafi talað mjög undar- lega, hafi hringt i simastúlku hans þetta kvöld. Hann hélt, að það hafi verið Marilyn. Fjörráð Annar maður , sem var trúnaðarvinur hennar, sagðist lika hafa talað við hana og hélt þvi fram, að hún hafi verið að reyna aö ná sambandi við þjóð- fræga persónu af viðkunnri ætt, rétt áður en hún dó. Var hún að reyna af öllum mætti að segja Bobby Kennedy — eða jafnvel forsetanum — frá banatilræði við sig? Það var yitað, að hún var náin vinkona Bobby. Hún hafði komizt i kunningsskap við Kennedy-fólk- ið vegna vináttu sinnar við Law- ford. Hver var aðdáandinn En var hin raunverulega vin- átta bundin Bobby? Margir halda, að svo hafi ekki verið. Heldur hafi hennar raunverulegi og langtum varkárari aðdáandi verið forsetinn sjálfur. Henni var boðið til að syngja „Happy birthday” i afmælisveizlu John F. Kennedy i Marlyn Monroe. Fórnarlamb pólitisks samsæris? Madison Square Garden 1962,.og lék svo hlýlega, að einn viðstadd- ur lýsti söngnum svo, að hann hafi verið eins og faðmlag. Kennedy sagði á eftir: „Nú get Jackie Kenncdy. Var forsetinn leynilegur elskhugi hennar? ég dregið mig i hlé frá stjórnmál- um, eftir að „Happy birthday” hefur verið sungið fyrir mig af svona indælli stúlku. Framhald á bls. 39. Électronic Strauvél sem pressar einnig. Búin fullkomnustu svissneskri tækni. ■ Rafeindarofi hindrar t. d. að þvott- ur sviðni þótt gleymist að opna pressuna. ■ Einangrun á jöðrum pressujárnsins fyrirbyggir að þér brennið fing- urna. BHún er fyrirferðarlítil, létt og auðveld í flutningi, svo fleiri fjölskyldur geti átt hana saman, ef þær vilja. Fljótvirk er hún. Hve fljótvirk er betra að sýna yður, en segja. Kvíðið engu þótt Elnapress Electronic kosti sitt. Greiðsluskilmálar okkar hjálpa í því efni. Þér getið gengið að Elnapress Electronic í verzlunum okkar í Austurstræti og Glæsibæ, skoðað hana og reynt. JUUeUZUdL Pat Newcomb. Er skoöun hennar hin rétta? Norman Mailer. Maöurinn, sem leitar að svari.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.