Tíminn - 04.08.1973, Page 4

Tíminn - 04.08.1973, Page 4
4 TÍMINN Laugardagur 4. ágúst 1973. Fótboltakarlar Tip og Tap heita þessir fótbolta- strákar, en þeir eru opinberir verndarvængir heimsmeistara- keppninnar i fótbolta, sem fram á að fara i Vestur-Þýzkalandi árið 1974. Þessir kátu karlar verða til sölu um allan heim. Þeir munu m.a. hanga á lykla- kippum eða vera seldir sem styttur og dúkkur. Stærðin verð- ur misjöfn, eftir þvi til hvers þeir verða ætlaðir, allt frá 2.5 cm 150 cm. Allir verða karlarnir úr plasti, plusi, efnum ýmiss konar eða málmi. Atómraforkustöð Allt er tilbúið til að fyrsti hluti atómrafstöövar (440.000 kw), sem verið er að byggja i ná- grenni Múrmansk, verði tekinn til notkunar. Mannvirki þetta er hið stærsta sinnar tegundar i Norður-Evrópu og með há- spennulinu verður raforkuverið tengtkerfinu, sem nær yfir Evr- ópuhluta Sovétrikjanna. ★ Verksmiðjur loka Stjórnin I Sovétlýðveldinu Azer- badsjan hefur ákveðið að loka oliuhreinsun og verksmiðju, sem gefur frá sér mikinn reyk og ryk. Bæði þessi fyrirtæki eru I höfuðborg lýðveldisins Bakú. Oliubryggjurnar i Bakú verða lagðar niöur og nýjar koma i 1 stað þeirra og eru þær staðsett- ar talsvert frá ibúðarhverfun- um á austurodda Apsjaron- skagans. Þar eiga tankbátarnir, sem koma með oliu frá Túrk- meniu og Kasakhstan, þvert yf- ir Kaspiahafiö, að losa oliuna og þar verður komið fyrir nýtizku hreinsitækjum. 1 tílkynningu frá Oliumálaráðuneyti Azerbajdsj- an er lögð áherzla á, aö lokun- inni og aðrar ráðstafanir muni ekki hafa i för með sér skaða fyrir framleiðsluna. Það gengur hratt og vel að endurnýja oliu- framleiðsluna og steinoliuiðn- aðinn og það er- áætlaö, að helm- ingur fyrirtækja haldi minnst sömu framleiöslu og áöur. Allir þeir, sem missa atvinnu, þegar endurbæturnar fara fram, fá aðra atvinnu með sömu launum og áður. ★

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.