Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 11

Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 11
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN n Svartbakager á Akranesi. sézt örn i þrjátiu ár, þá muni hann fara að drepast vestur við Breiða- fjörð”. — Það má ekki nota stryknin lengur, sem var notað til að eitra fyrir tófur. Það hélt varginum dá- litið i skefjum, sérstaklega hrafni. Nú hefur hann magnazt upp, alveg geysilega, siðan hætt var að nota stryknin, og auðvitað svartbakurinn lika. Nýja svæfingalyfið reyndist ákaflega illa Bændur hafa fengið nýtt svæfingarlyf til að nota i varp- löndunum, en Arni kvað óskapleg mistök hafa orðið með það. Stjórnskipuð nefnd, er átti að hafa það hlutverk að stuðla að viðgangi æðarvarps og fækkun á vargfugli i varplöndum, hefði i vetur gert tilraunir á Keldum með nokkur svæfingarlyf og kom- ið sér að lokum saman um eina tegund, svonefnt tribrometano. Voru sett ákvæði um, að þetta lyf væri aðeins fáanlegt handa varpeigendum til að setja i egg i varplöndum. Hins vegar höfðu tilraunirnar á Keldum leitt i ljós, þar sem þeir höfðu svartbak i búrum, að ekki gafst vel að setja lyfiöiegg. Vildi fuglinn spilla nið- ur úr eggunum, svo þeir hættu við þá aðferð. Þá fundu þeir upp á þvi að setja lyfið i „gelatin-hylki” (matarlims-belgi), sem þeir sið- an tróðu i loönu. Svartbakurinn át siðan loðnuna, sofnaði og dó. — Þeir virðast hafa haldið, að allt væri I lagi að láta bændurna fá lyfið til að setja eingöngu i egg, enda þótt það hefði ekki blessazt i tilraunum hjá þeim, sagði Árni. — Siðan vorum við i æðarræktar- félaginu búnir að skrifa varp- bændum út um allt land og mæla með þessu ágæta lyfi, sem væri miklu hagkvæmara en það lyf (fenemal), sem notað hefur verið 2-3 siðustu ár. — Brátt fóru svo kvartanir að berast frá bændum, sem keypt höfðu þetta nýja lyf, sem var miklu dýrara en fyrri lyf. Gafst það mjög illa. Rannsóknanefndin haföi sagt okkur, að þetta væri mjög auðleysanlegt lyf. Hins veg- ar kom það á daginn, að það leystist alls ekki vel uppi eggi. (Bændurnir setja duftið i eggið meö þvi að brjóta gat á hlið þess). Settist það yfirleitt á botn eggsins eins og illa uppleystur sykur i kaffibolla- Svartbakurinn drakk svo bara eggið ofan af. Ég hitti að visu bónda, sem sagðist hafa hrært i fimm minúturi eggi, og þá ekki orðið var við botnfall! En.... „Þetta er ,,dóp”! — Svo að reynslan af þessu nýja lyfi var vægast sagt ákaflega lé- leg almennt, sagði Arni. — Og bændur mjög reiðir yfir þvi að hafa verið gabbaðir til að kaupa rándýrt lyf, sem gaf svo tak- markaðan árangur. En varga- gangur var mjög mikill i vor, ýmist drukkið úr eggjum eða þau hurfu. Hrafninn tók mörg. I ein- staka tilfellum töldu bændur, að vargurinn hefði fælzt varpið Glava glerullar- hólkar Hlýindinaf góðri hitaeinangrun vara lengur en ánægjan af "lágu'verði Svartbaksungi: Er hann ■ vinalaus? Nei, ekki alveg. vegna eitrunarinnar i eggjunum. En sumir sögðu, að hann hefði bara orðið brattari yfir og sótt kannski enn þá gráðugar i þau, en þetta er eins konar fiknilyf. Þetta er „dóp”. —Stp AUKIN AFKOST MEÐ Bifreiða- viðgerðir Fljótt og vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bifreiðastillingin Grensásvegi 11, simi 81330. (Timamyndir: Gunnar). VATNS- HITA- lagnir og síminn er 2-67-48 Brotið er gat á eggið og svæfingarlyfinu, f duftformi, komið þannig inn f eggið. En það vili ekki leysast upp Hundruð þúsund bænda um heim allan hafa náð framúrskarandi árangri með þessum heyvinnuvélum. Þér getið einnig orðið reynslunni rikari! ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR heldur scztá botninn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.