Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 16

Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 16
16 TÍMINÍV ííáugardagur 4. ig’ú’st" 1973. LlP-úraverksmiðjan í Frakklandi er sú elzta þar í landi. Er nú alveg í höndum starfs* manna, eftir að Starfsmennirnir settu gjaldþrota fyrir eigendurnir höfðu lýst hana gjaldþrota með milljóna halla. Frakkland með allar sínar blóðugu byltingar að baki fékk nú loks eina mjög friðsama. Er þetta fyrsta fyrir tækið í Frakklandi, sem algerlega er í höndum starfs- monna. AAargt bendir til, að fleiri fylgi í kjölfarið. Eigendurnir hafa tilkynnt, að engin óbyrgð fylgi úrunum, sem nú séu seld. tæki aftur í gang Á þingi Franska sósi- alistaflokksins iGrenoble fyrir skömmu mátti sjá þingfulltrúa hópum saman kaupa úr af gerð- inni LIP, fá samnefndri verksmiðju i bænum Besan^on i Júrafjöllum i Frakklandi, i grennd við svissnesku landamærin (eplin falla ekki langt frá eikinni!). Að undan- förnu hafa pantanir streymt til verksmiðj- unnar hvaðanæva úr Frakklandi. Hver er svo ástæöa fyrir þessari velgengrii fyrirtækisins, sem fyrir nokkru var lýst gjaldþrota? Jú, hér er um stuðning fólks við nú- verandi skipulag fyrirtækisins og stjórn að ræða. Þannig standa málin, að er eig- endur LlP-verksmiðjunnar lýstu sig gjaldþrota á dögunum, lokuðu verksmiðjunni, lýstu yfir 360 milljón króna (isl.) halla og að einn milljarð þyrfti til að koma verksmiðjunni af stað, fóru starfsmenn hennar, 1.300 að tölu, á stúfana, tóku alla stjórnina i sinar hendur og komu fyrirtækinu af stað aftur! Þetta var friðsöm bylting án lögregluafskipta (Fá- gætt i Frakklandi, sé litið á sög- una!). Starfsmennirnir settu sjálfa sig i trúnaðarstöður, — æðstu stjórn, stjórn framleiðslu og sölu o.s.frv. Fyrirtækiö er nú alveg i þeirra höndum. LIP er elzta klukkuverksmiðja Frakklands. Hafði fyrirtækið ætið veriö rekið á mjög hefðbundin hátt, en vegnað illa siðustu árin, með fyrrgreindum afleiöingum. Salan gengur nú mjög vel eins og áður sagði. Fyrirtækið á nú samúð allra ibúa Besancon og almennings um allt Frakkland aö þvi er virðist. Hin nýja stjórn fyrirtækisins lagði hald á 65.000 úr og klukkur, er voru á lager. Mun hún halda þessum birgðum og selja þær smám saman, eftir þvi sem eftirspurn krefst, á 42% lægra verði en áður var á þessum hlutum. Dagsframleiðslan er 2.000 úr og telur stjórn fyrirtækis- ins söluna trygga. Ekki er þó gott að segja, hver framtið fyrirtækisins verður, en þaö er algjörlega i höndum starfsmanna sjálfra. En af þessu kunna að skapast mikil vandamál fyrir eigendurna (m.a. vegna þess, að um 40% hlutafjárins er i svissneskum höndum), verkamenn og verka- lýðsfélög, stéttarfélög og yfir- völd. Forsætisráðherra Frakka, Messmer, kveðst ætla að kanna málið, en hann er vissulega i mik- illi klemmu. Ihaldssemi er mikil meðal franskra þingmanna, en sjálf er franska þjóðin blóðheit og „fljótað gripa”. Þannig er ekki ó- liklegt, að fleiri starfsmenn freisti þess að fara sömu leið og þeirhjá LIP, og kynni þá að koma til blóðugra átaka. Raunar bendir margt til þess, að senn verði farið sömu leið með vefnaðarvöru- verksmiðju i Lorient, sem lokað hefur verið vegna fjárhagsörðug- leika. Stjórnmálaflokkarnir i Frakk- landi, ekki sizt sósialistar og kommúnistar, dylja ekki samúð sina með hinu „mannlega” i að- gerðum LlP-manna. Starfsmenn- irnir þrettán hundruð hefðu jú ella búið við atvinnuleysi. En að öðru leyti vita stjórnmálaflokk- arnirekkienn, hvaða afstöðu þeir eiga að taka. Það er því allt á huldu með framtið fyrirtækisins. Eigendurnir láta tal starfs- mannanna um atvinnuleysi sem vind um eyru þjóta, en lýsa yfir- töku þeirra á fyrirtækinu full- komlega ólöglega. Oralagernum sé hreint og beint stolið. Kveða þeir svo fast að orði að segja, að þeir, sem kaupi LlP-úr og -klukk- ur eftir umskiptin, geri sig seka um þátttöku i glæp. Margir eru þeir Frakkar, sem þá hafa gerzt lagabrjótar aö und- anförnu! Jafnvel þingmenn. Hvað sem framtið LlP-fyrir- tækisins liður og hver sem áhrif þess verða á önnur fyrirtæki i Frakklandi, er atvinnu 1.300 manns bjargað i bili a.m.k. Grunnlaun hvers starfsmanns á mánuði i LIP er nú 24 þúsund krónur. (Stp tók saman) LARSEN VARÐ AAEISTARI DANSKI stórmeistarinn Bent Larsen tryggði sér sigur á Norður- iandamótinu I skák í gær, með sigri sinum yfir finnska alþjóða- meistaranum Heikke Westerinnen. t biðskák sinni gerði Larsen jafntefli við landa sinn Jakobsen. Larsen hlaut 9 vinninga á mótinu og tapaði engri skák. Það voru Norðmennirnir Terje Vibe og Leif östgaard, sem urðu jafn- ir i öðru sæti með átta vinninga hvor, eftir að hafa gert jafntefli i siðustu umferðinni. Lestur © en mér lá ekki neitt á, svo að ég fór að tina steinana af veginum, þar sem þeir voru öllum til óþurftar. Þá fór ég, eins og óaf- vitandi, að segja við sjálfan mig: Sjálfsagt fækka mundu mein, meira ljós af degi, ef við tækum alltaf stein annars manns úr vegi. Vlsunni var „hnuplað” frá mér, það er að segja, hún var lærð, og hún lenti til Vilhjálms Þ. Gisla- sonar, en veturinn eftir var hann einmitt að tala um alþýðukveð- skap f útvarpinu. Hann brýndi þá oft fyrir mönnum að leggja þetta ekki á hilluna, af þvi að það sýndi svo vel hugsunarhátt þjóðarinnar á hverjum tima. Hann fór svo með þessa visu mlna, lauk á hana lofsorði, og sagði um hana og tvær aðrar, sem hann fór með, að ef til vill hlustuðu höfundar þeirra á sig, og ef til vill væru þeir dánir. Hann vissi ekki hvort var, en visurnar vildi hann að geymdust. Það gerðist lika einu sinni, að ég heyrði Laufeyju Valdimars- dóttur tala I útvarp um starfsemi Mæörastyrksnefndar. Þá varð til hjá mér kvæðiskorn. Það endar á þessum linum: Guð hefur allt af vilja veitt og vist er hann öllum góður. Þó gefur hann ekkert og engum neitt eins ágætt og göfuga móður. — Þú sagðir áðan, að þú hefðir verið að fást við yrkingar allt fram á þennan dag. Kanntu ekki eitthvað frá þessum efri árum? — Getur verið. Þegar ég varð sjötugur, orti ég visu sem hljóðar svo: Heltist ég til hlaupanna. Hvert eitt brek er farið. Legg ég þá upp laupana og lóna i næsta varið. Með þessari ferhendu ljúkum við Jón Sigurðsson spjallinu. Ég stend upp, kveð gamla manninn og þakka honum stundina. -VS. Rannsókn í Skotlandi: 68% sóknarpresta óttu við geðræn vandamól að stríða Nýlega fréttist um athyglis- verða rannsókn, sem gerð hafði veriðinnan skozku kirkjunnar, og sem búast má við, að valdi miklu fjaðrafoki i Skotlandi. Þessi rannsókn beindist að and- legri og likamlegri heilbrigði presta kirkjunnar. Athyglisverð- asta niðurstaðan var sú, að rúm- lega tveir þriðju hlutar þeirra presta kirkjunnar, sem þátt tóku i rannsókninni, hafa átt við geðræn vandamál að striða frá þvi þeir voru vigðir til prests. Að sögn brezka blaðsins Sunday Times var rannsókn þessi framkvæmd af Dr. Hugh Eadie, sem er sjálfur prestvigður, en starfar fyrst og fremst að rannsóknarstörfum. Voru 85 prestar skozku kirkjunnar i þvi úrtaki, sem rannsakað var og sem átti að sýna þverskurð af þeim 1827 sóknarprestum, sem starfa á vegum kirkjunnar. Jafnframt hafði Dr. Eadie að- gang að læknaskýrslum um þessa sóknarpresta. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú, að þótt likamleg heilsa prestanna væri yfirleitt betri en almennt gerist, þá höfðu 68% átt við einhvers konar geðræn vandamál að etja slðan þeir voru vlgðir. Meðal þeirra presta, sem voru 45 ára eða eldri, var þessi tala enn hærri, eða 75%. Veruleg- ur hluti, eða 18% höfðu fengið taugaáfall, en 15% höfðu átt við enn alvarlegri geðræn vandamál að striða. Um orsakir þessara vandræða segir i skýrslu um rannsóknina, að þær séu fyrst og fremst miklar og stöðugar kröfur, sem gerðar eru til sóknarprestanna, og hið al- menna sinnuleysi sóknarbarn- anna. Prestarnir tækju þessi vandamál nærri sér, og sannfærðust oft um það, að orsök þeirra væri mistök hjá þeim sjálf- um. Þessi tilfinning sektar og ófullkomnunar væri ein megin- orsök þeirra geðrænu vanda- mála, sem skozku sóknar- prestarnir ættu við að striða. — EJ. HELGI Jónsson (Flugskóli Helga Jónssonar) hefur nýlega fengiö nýja fjögurra sæta flugvél af gerðinni Piper Cherokee 180. Véfin verður notuð tii leigu-, kennslu- og æfingaflugs. Þetta er fimmta vél Helga og á myndinni er það hann sjálfur, sem stendur við nef hennar. —Tímamynd: Gunnar. Ný vél til Flugskóla Helga

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.