Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 56
Laugardalshöll víbraði af eftir- væntingu áður en stórstirnið Pink steig á svið og gerði hjómsveitin Í svörtum fötum biðina ögn bærilegri fyrir ungan aðdáendahópinn. Jónsi og félag- ar spiluðu sín bestu lög af mikl- um krafti og fengu verðskulduð fagnaðarlæti fyrir. Unglings- stelpur í sínu fínasta skarti voru í miklum meirihluta á tónleikun- um en inni á milli slæddust for- eldrar sem réttlættu viðveru sína með þeirri fullgildu afsökun að þurfa að fylgja börnum sínum á staðinn. Troðfull höllin beið titrandi eftir Pink í dágóða stund að upphitun lokinni. Meðalhæð tónleikagesta var í lægra lægi en lágvaxnir líkamar teygðu úr sér og skimuðu örvæntingafullir um sviðið, dauðhræddir um að missa af innkomu söngkonunnar. Um níuleytið kom hljómsveitin sér fyrir og loks birtist húfu- klæddur hvirfill Pink, sem ekki er ýkjahá í loftinu sjálf. Það dugði til að trylla líðinn. Þrátt fyrir skerandi skræki við- staddra náði söngkonan að yfir- gnæfa mannhafið með opnunar- laginu God Is a DJ. Stjarnan var með „töffið“ á hreinu og dillaði sér atvinnumannslega og takt- visst. „This place is fuckin awe- some, thank you for having me here!“ Næst á eftir fylgdu þrír góðir smellir, orkan í Pink smitaði áheyrendur og þegar hún flutti lag bestu vinkonu sinnar og söngkonu 4 Non Blondes, tryllt- ust gestirnir. Meira að segja for- eldrarnir sungu með What’s Up af mikilli innlifun. Á eftir fylgdu Family Portrait, Just like a Pill, Trouble og lagið sem gerði hana fræga af plötunni Can’t Take Me Home. Þá voru tónleikagestir orðnir svo ákafir og troðningur- inn við sviðið þvílíkur að Pink bað alla um að stíga skref aftur á bak. „They are dropping like flies here!“ Gestir hlýddu og við tók hátindur tónleikanna. Pink minntist sinnar uppáhaldssöng- konu, Janis Joplin, og flutti Peace of My Heart með aðstoð gítarleikarans. Með því hitti hún beint í mark, gæsahúðin breidd- ist út um salinn og krafturinn í rödd hennar lyfti þakinu af höll- inni. Sannfærðust þá nokkrir efasemdarmenn um ágæti Pink. Þó hefði keyrslan mátt vera meiri, lætin og dónaskapurinn sem einkennir söngkonuna voru ekki jafn mikil og blaðamaður hafði vonast til. Trouble olli von- brigðum og almennt var tón- leikadagskráin of róleg. Eftir sjötíu og fimm mínútna stans- laust spilerí hljópst Pink á brott án þess að gefa gestum tækifæri á að klappa hana upp. Tíminn var búinn, ljósin kveikt og gest- irnir gengu út með hálsríg og aumar tær. Þóra Tómasdóttir Pink tónleikar, Laugardalshöllin þriðjudaginn 10. ágúst. 40 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR í dag DV eltir Pink Fyllirí á Sirkus og slökun í Bláa lóninu Halldór Blöndal Hittir Arnold Schwarzenegger Ingibjörg Sólrún Finnur ekkert fyrir breytingaskeiðinu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, um- sjónarmaður þáttarins At, lagði í gær upp í hringferð um landið á nýjum Toyota Prius til að ahuga hve langt hann kemst á einum tanki. Bíllinn, sem er afar um- hverfisvænn, er búinn rafmótor auk hefðbundinnar bensínvélar. Áætlað er að hann komist allt að 1.100 kílómetra miðað við að meðaleyðslan sé 4,1 l á 100 km en örlitlar vonir standa þó til að bíll- inn komist allan hringinn, eða 1280 km. Sigrún var nýfarin fram hjá Varmalandi þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Þetta gengur bara mjög vel. Takmarkið er að fara hringinn og það væri skemmtilegt ef það tækist en það á eiginlega ekki að vera hægt,“ sagði Sigrún, sem reynir að spara orku eins mikið og hægt er. „Ég lulla upp allar brekkur á undir 50 km hraða og er örugglega vinsæl- asti ökumaðurinn á landinu núna.“ Sigrún, sem er Íslandsmeistari í sparakstri eftir keppni á vegum Landverndar í fyrra, sagðist ekki vera orðin þreytt á að sitja undir stýrinu. „Ég er alla vega ennþá nokkuð hress. Ég má reyndar ekki hafa kveikt á útvarpinu því það eyðir rafmagni. Í staðinn þá syng ég hástöfum og spjalla við strák- ana í talstöðinni.“ Stefnt var að því að hvíla á Egilsstöðum í gærkvöldi og leggja svo aftur í hann í morgun. Förinni lýkur síðan í dag. ■ ■ HRINGFERÐ VIÐ STAÐARSKÁLA Við Staðarskála í Hrútafirði. Frá vinstri: Eiríkur Einarsson tæknistjóri Toyota, Sigrún Ósk og Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá P. Samúelssyni. Á ekki að vera hægt Mögnuð en of róleg TRYLLT STEMNING Unglingsstúlkur voru í meirihluta á tónleikunum en svo mikill troðningur myndaðist fyrir framan sviðið að söngkonan þurfti margsinnis að biðja fólk um að færa sig aftar. PINK Í HÖLLINNI Tónleikadagskráin var í rólegri kantinum. [ TÓNLEIKAR ] UMSÖGN 56-57 (40-41) Folk 11.8.2004 21:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.