Fréttablaðið - 20.08.2004, Side 10

Fréttablaðið - 20.08.2004, Side 10
20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR KHARTÚM, AP Fólki á vergangi hef- ur fjölgað um 200 þúsund í Darf- ur-héraði í Súdan á síðastliðnum mánuði að mati hjálparstofnana. Fyrir mánuði síðan var ætlað að um milljón manns væri á hrakhól- um vegna átakanna sem geisað hafa í héraðinu í hálft annað ár, en nú er talið að 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín. Til viðbótar þurfa um 270 þús- und manns á brýnni aðstoð að halda. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna segir að nauðsynlegt sé að koma vistum eins hratt og hægt er til landsins vegna kom- andi regntíðar. Ítalir sendu í gær af stað vistir til aðstoðar stríðs- hrjáðum íbúum Darfur. ■ Hitamet féllu í hundraðatali Í hitabylgjunni sem fór yfir landið í ágúst féllu hitamet á rúmlega 130 stöðum á landinu samkvæmt bráðabirgðatölum Veðurstofu Íslands. Landshitamet standa þó óhögguð enn. VEÐURFAR Hitabylgjan í ágúst er í hópi þeirra almestu sem komið hafa síðan mælingar hófust hér á landi og voru hitamet slegin víðast hvar á landinu nema á Norðaustur- og Austurlandi. Landshitamet standa þó enn óhögguð sem og hitamet á Akur- eyri og Seyðisfirði úr hitabylgj- unni miklu árið 1911. Veðurstofa Íslands hefur tek- ið saman yfirlit yfir hitastig á landinu þegar hitabylgjan stóð sem hæst í mánuðinum. Alls féllu hitamet á rúmlega 130 stöðum vítt og breitt um landið. Á Ströndum urðu metin einna mest afgerandi þegar til lengri tíma er litið. Afar sjaldgæft er að hitastig fari þar yfir 20 gráð- ur en við Litlu-Ávík fór hann hæst í 26 gráður. Óvenjulegt þykir hversu marga daga í röð hitabylgjan stóð yfir. Fjóra daga í röð fór hitinn á höfuðborgarsvæðinu yfir 20 stig og er það einsdæmi. Fyrra met sem voru þrír dagar í röð var yfir hundrað ára gamalt. Um bráðabirgðatölur er að ræða og þess vegna gætir ósam- ræmis í hitatölum á nokkrum stöðum, Þannig fór hitinn hæst í 25,5 gráður á Ísafirði þegar hæst lét en fór aldrei yfir 20 stig í nágrannabænum Súðavík. Á Egilsstöðum fór hitinn í 28,8 gráður en samkvæmt sjálfvirk- um mæli á sama stað varð hitinn mestur 29,2 gráður. Hlýindin í ágúst hafa lítil áhrif haft á vatnabúskap Lands- virkjunar. Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi stofnun- arinnar, segir það helgast af því að öll lón landsins hafi verið orð- in full strax í vor enda síðasti vetur einnig verið mildur. „Árið í ár er metár í vatnabúskap Landsvirkjunar og síðasta ár var það einnig. Það þýðir í raun að rennsli í ám nú er það sama og það væri ef ekki væru stíflur fyrir hendi.“ Þorsteinn segir stöðu Íslands frábrugðna vatnabúskap ann- arra þjóða að því leyti að jöklar landsins tryggi alltaf rennsli í flestum ám ólíkt öðrum sem verða að reiða sig að miklu leyti á úrkomu og almennt veðurfar. „Við lendum ekki í vandræðum nema í framtíðinni ef jöklarnir okkar bráðna alveg, það er ekk- ert slíkt á næsta leiti.“ albert@frettabladid.is Umferðartafir á Spáni: Bílstjórar í verkfalli MADRÍD, AP Dráttarbílstjórar á Spáni sameinuðust í Baskahéruðum og keyra þar lúshægt og valda umferð- artöfum. Þetta er liður í verkfalli dráttar- bílstjóra sem hefur staðið undan- farnar fjórar vikur. Bílstjórarnir krefjast þess að tryggingarfélög tvöfaldi þóknun sína fyrir hvern bíl sem þarf á aðstoð dráttarbíls að halda. Þóknunin er nú rúmar 2.000 krónur fyrir hvern bíl. Spænskir fjölmiðlar segja að minnsta kosti 4.000 bíla vera yfir- gefna út við vegkant víðsvegar um landið. Yfirvöld óttast að verkfallið eigi eftir að breiðast út. ■ HITAMET SLEGIN Ágúst Hæst 2004 áður Hella 27.0 25.2 Bolungarvík 24.3 21.0 Reykjavík 24.8 24.7 Þingvellir 29.0 25.8 Ólafsvík 23.6 19.6 Bíldudalur 23.7 22.8 Mývatn 28.3 25.6 FLÓTTAKONA FRÁ DARFUR Þessi kona grét þegar hún var komin í flóttamannabúðir í Tsjad. Ástandið versnar í Darfur: Fólki á vergangi fjölgar ÍSLAND TÍUNDA ÁGÚST Þokubakki sést fyrir norðan land en að öðru leyti var heiðskírt allan daginn og hitamet féllu víða. Met var sett um þetta leyti í Reykjavík þegar hitastig fór yfir 20 stig fjóra daga í röð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S AM SE TT M YN D /V EÐ U R ST O FA ÍS LA N D S 10-11 19.8.2004 18:43 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.