Fréttablaðið - 20.08.2004, Page 17

Fréttablaðið - 20.08.2004, Page 17
17FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 44.950 krónur DSC-P73 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 39.950 krónur DSC-P43 4.1 milljón pixlar 3 x stafrænn aðdráttur MPEG Movie VX með hljóði 29.950 krónur Opið alla helgina Glæsilegur aukahlutapakki með Sony myndavélum*. Pakkinn inniheldur tösku utan um vélina, hleðslurafhlöður og hleðslutæki sem tekur fjórar rafhlöður í einu. Þessi pakki kostar venjulega 9.995 en er á tilboði með myndavél- unum á aðeins 1.995,- *Fylgir með DSC-P43, DSC-P73, DSC-P93á 1.995 krónur Aukahlutapakki á tilboði! RENNBLAUTUR KEPPANDI Vatnið gekk yfir Pierpaolo Ferrazzi þegar hann keppti í forkeppni kajakkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu. Ólympíuleikarnir í Aþenu: Metfjöldi Akurnesinga ÞÁTTTAKA Því er haldið fram á fréttavef Akraneskaupstaðar að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir Skagamenn verið í lykil- hlutverki á ólympíuleikum og í ár. Bent er á að sundkonan Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir sé í góð- um félagsskap Akurnesinganna Gunnars Viðarssonar hand- knattleiksdómara og Kristins Reimarssonar, sviðsstjóra af- rekssviðs hjá ÍSÍ og aðstoðar- fararstjóra íslenska hópsins. „Ef miðað er við hina marg- frægu höfðatölu má auðveldlega draga það í efa að margir bæir í heiminum eigi jafn marga full- trúa á þessum stærsta íþrótta- viðburði okkar tíma,“ segir á vefnum. ■ Olíuverð: Nálgast 50 dali á tunnuna SINGAPÚR, AP Verð á hráolíu náði enn nýju meti á mörkuðum í gær og fór hæst í 47,5 Banda- ríkjadali á tunnuna. Fjárfestar telja að nái verðið fimmtíu döl- um kunni það að hafa mikil efnahagsleg áhrif en ekki síður sálræn áhrif á aðila markaðar- ins. Olíuverð er nú um fimmtíu prósent hærra en fyrir ári síðan og hefur hækkað um þrjátíu prósent á síðustu sex vikum. Verðhækkunin síðustu daga er meðal annars vegna mikillar eftirspurnar í Kína og nýrra upplýsinga um stöðu varaforða olíu í Bandaríkjunum. Þá veldur óvissa um útflutning olíu frá Yukos í Rússlandi enn titringi á mörkuðum. ■ Vernd heimildarmanna: Fimm blaðamenn sektaðir BANDARÍKIN, AP Bandarískur dóm- ari hefur dæmt fimm blaða- menn í rúmlega 35 þúsund króna dagsektir hvern þar til þeir greina frá heimildamönn- um sínum vegna máls kjarn- orkuvísindamanns sem var sak- aður um njósnir fyrir Kínverja. Maðurinn var ákærður en aldrei fundinn sekur um njósnir. Þetta er í annað skipti í sum- ar sem bandarískum blaða- mönnum er refsað fyrir að greina ekki frá heimildamönn- um. Fyrir nokkru fann dómari blaðamann sekan um óvirðingu við réttinn fyrir að upplýsa ekki um heimildarmann sinn sem upplýsti um njósnara CIA. ■ Landsleikurinn á miðvikudag: Margir fóru sökum troðnings KNATTSPYRNA „Þetta var alveg á grensunni hjá okkur, ég efast um að við förum aftur í svona fram- kvæmdir á næstunni,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um áhorfendafjöldann á landsleik Íslands og Ítalíu á miðvikudags- kvöld. Rúmlega tuttugu þúsund manns sóttu leikinn, sem er met, en margir kusu að hverfa frá sök- um troðnings. Að sögn Eggerts Magnússon- ar, formanns KSÍ, höfðu um nítján þúsund miðar selst klukk- an fjögur á miðvikudag, svo ljóst var að metið frá 1968 myndi falla. Til að mæta eftirspurn var ákveðið að selja þúsund miða til viðbótar. Troðningurinn í stæðum varð slíkur að gripið var til þess ráðs að leyfa börnum að horfa á leikinn frá hlaupabrautinni umhverfis völlinn. Þetta mun hafa skapað eitthvað svigrúm í stæðum, en mannþröng þar var samt sem áður mikil. Geir segir að nokkrir hafi sett sig í samband við KSÍ og lýst yfir óánægju sinni. Þeir munu hafa fengið endurgreitt. Unnið er að því að stækka áhorfendastæði við Laugardalsvöll. ■ FRÁ LANDSLEIKNUM Margir kusu að hverfa frá vegna troðnings og hafa sumir fengið endurgreitt. 16-17 19.8.2004 18:25 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.