Fréttablaðið - 20.08.2004, Síða 31

Fréttablaðið - 20.08.2004, Síða 31
Suður-afrísk vín hafa náð miklum vinsældum hérlendis undanfarin ár. Þau eru jafnan kraftmikil og bragðrík en meginástæðan fyrir vinsældunum er eflaust hagstætt verð. Finna má fjölmörg frambærileg vín undir 1100 krónum í Vínbúðum. Eitt af þeim er Nederburg Cabernet Sauvignon sem er gott vín ef menn vilja gróft og hefð- bundið cabernet sauvignon t.d. með rauðu kjöti, krydduðum pasta- og grillréttum sem og mismunandi ostum. Blærinn er djúprauður, keimurinn þægilegur, bragðið fyllt af þroskuðum ávöxtum og eftirbragðið er langt og þægilegt. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Nederburg Cabernet Sauvignon: Kraftmikið og bragðríkt Rauðvín vikunnar Nederburg er eitt stærsta vínhús Suður-Afríku og á sér yfir 200 ára sögu. Húsið var stofnað 1791 af þýskum innflytj- endum og þýsk áhrif hafa alla tíð einkennt víngerðina. Nederburg hefur hlotið fleiri alþjóðleg verðlaun en nokkur önnur víngerð í landinu og verið í fararbroddi í nýjungum. Hin hlýju og heillandi einkenni Chardonnay-þrúgunnar koma vel fram í þessu víni. Stíllinn er léttur í samanburði við önnur nýja-heims chardonnay-hvítvín þar sem blandað er saman nýrri eik og náttúrulegri sýru vínsins. Vegna góðr- ar sýru má nota það með flestum sósum. Gott með fiski og ljósu kjöti og sem sumarfordrykkur. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Nederburg Chardonnay: Mörg alþjóðleg verðlaun Hvítvín vikunnar 3FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 K R A F T A V E R K Helgartilboð! Að hvaða leiti er B-Súper frá Heilsu frábrugðið öðrum B-vítamínum? B-Súper inniheldur 11 náttúruleg B-vítamín í hámarksstyrkleika. Þessi vatnsleysanlegu vítamín hafa samverkandi hlutverkum að gegna í efnaskiptum líkamans, m. a. til að leysa orku úr fæðunni. Þau hjálpa ensímum líkamans til að breyta kolvetnum og annarri fæðu í glúkósa sem líkaminn brennir til að framleiða orku. B-vítamín eru einnig mikilvæg fyrir heilbrigða starfsemi taugakerfisins, húðarinnar, slímhimna og ýmissa líffæra, svo og fyrir heilbrigðan hárvöxt og til blóðmyndunar. Þegar þú kaupir glas af B-SÚPER færðu annað eins á hálvirði! Lífrænn og góður safi: Innihaldslýsing á íslensku Ávaxta- og grænmetissafi úr líf- rænt ræktuðum gulrótum og ný- uppteknum lífrænt ræktuðum eplum er nýkominn á markað. Innflytjandi þessara safa er Yggdrasill ehf. en athygli vekur að innihaldslýsing og næringar- efnataflan á flöskun- um er öll á íslensku. Það hefur ekki verið venjan á vörum frá Yggdrasil. Safinn er 33 prósenta gulrótar- safi og hundrað millilítrar gefa 32 prósent af ráðlögðum dag- skammti af A- v í t a m í n i . Safinn er ekki gerður úr þykkni heldur pressaður úr hráefninu nán- ast samdæg- urs og afurð- irnar koma ferskar frá bóndanum. S a f a r n i r eru í gler- flöskum og eru fáan- legir í 0,75 lítra og 0,2 lítra umbúðum. Í þessari línu er einnig f á a n - l e g u r hreinn gulrótarsafi, epla- og mangósafi og hreinsafablanda. Þessir safar fást í versluninni Ygg- drasil, Hagkaupa- verslunum, Fjarð- arkaupum, Blóma- vali, Melabúðinni, Nóatúni, Samkaup og Kaskó. ■ Kominn er á markaðinn nýr bjór, Lag- er frá Víking sem er einn ódýrasti bjór- inn sem boðið er upp á í Vínbúðum. Útlit bjórdósanna þykir nýstárlegt, en það er hannað af auglýsingastofunni Góðu Fólki McCann. Við útlitshönnun- ina voru hefðir varðandi litanotkun, let- urgerð og myndmál bjórumbúða látnar víkja fyrir nútímalegu og léttu útliti sem er í fullu samræmi við Lager-bjórinn. Um er að ræða hefðbundinn lagerbjór hliðstæðan þeim sem framleiddur er í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Lag- er, sem er 4,5% að styrkleika, er milli- sterkur bjór sem hefur mildan bitur- leika og örlítið sætt bragð. Í hann er notaður maís sem gerir hann minna saðsaman og „léttari“ en annan bjór. Lager hentar vel með öllum grillmat og er hressandi einn og sér. Hinn nýi Lager er bruggaður í brugghúsi Viking á Akur- eyri. Verð í Vínbúðum 156 krónur í 50 cl dós. Lager frá Víking: Nýr bjór á 156 kr. Nýtt í Vínbúðum Epla- og mangósafinn er einstaklega ljúffengur. Hreina safa-- blandan er meðal þeirra safa sem fást hjá Yggdrasil ehf. 30-31 (02-03) Allt-Matur 19.8.2004 15:49 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.