Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2004, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 20.08.2004, Qupperneq 52
Nú eru þrjátíu ár síðan hipphopp- ið varð til í Bandaríkjunum en tónlistin byrjaði ekki að festa ræt- ur sínar á Íslandi fyrr en 1994 með útvarpsþættinum Kronik. Unnendur tónlistarstefnunnar fagna nú tíu ára afmæli hipphoppsins hér og að því tilefni standa yfir fjögurra daga hátíðar- höld. Í Hinu húsinu var hátíðin formlega sett í gær með opnun sýningar á grafittíverkum eftir framtaksömustu grafittílista- menn landsins. TFA eða Tími fyr- ir aðgerðir er félag sem lagt hefur áherslu á jákvæða uppbyggingu hipphoppsins á Íslandi og stuðlað að eflingu íslenskrar tungu í laga- textum, en félagið er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Framkvæmdastjóri félagsins er Ómar Ómar en hann kallar sig því nafni til að komast hjá því að nota viðurnefni. Að hans sögn er mikil- vægt að hipphopparar tileinki sér íslensk orð yfir það slangur sem almennt tíðkast svo hipphoppsen- an hér á landi verði enn betri. Í dag fara fram tónleikar á Loftinu í Hinu húsinu þar sem fjöldi taktsmiða láta sjá sig og að dagskránni lokinni opnar hljóð- neminn fyrir aðra sem vilja láta í sér heyra. Á Menningarnótt nær hátíðin hámarki í Hinu húsinu sem verð- ur öllum opið. Boðið verður upp á hipphoppnámskeið, plötusnúðar spila í portinu og þekktustu hipphopptónlistamenn landsins koma fram á tónleikum um kvöld- ið. Maximum, Sesar A, Mezzías MC, Hinir Dæmalausu, Bjartur boli og margir fleiri eru meðal þeirra sem troða upp. Dagskrá hipphopphelgarinnar lýkur svo á sunnudag með kvikmyndasýningu á Loftinu þar sem sýndar verða ís- lenskar upptökur í bland við þekktar erlendar hipphopphljóm- sveitir. ■ 44 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Hljómsveitin Isidor hefur verið starfandi í þrjú ár og er þetta frumraun hennar. Lýsa má tónlist- inni sem instrúmental-rokki í hrárri kantinum. Mjög lítill söngur er á plötunni, þess í stað er áherslan lögð á góða keyrslu með skemmtilegum kaflaskiptum. Hér er ekki beint um síðrokk að ræða því tónlistin er heldur hressilegri en svo og fjölbreyttari, þótt á einstaka stað heyrist slíkir taktar. Ekki fer á milli mála að Isidor hefur notað árin þrjú í bílskúrnum vel því hún er mjög þétt og vel spilandi. Víða er gaman er að heyra í gítarnum, til að mynda í Scorpions og Ógleði og trommuleikurinn er einnig prýðilegur út í gegn. Erfitt er að tína út lög sem báru af en hin djössuðu Klakar & krabbar og Minningar frá 17. borði voru í hvað mestu uppá- haldi. Auk þeirra voru Röntgen- kona, Angistaraugu slátrarans og Undanrenna í góðu lagi. Betty Takes a Ride er skemmti- leg plata og ein af þeim betri sem ég hef heyrt á árinu frá íslenskum flytjanda. Helstu einkenni eru mikil spilagleði og fjölbreytni, þar sem maður veit sjaldnast hvað gerist næst. Freyr Bjarnason Fjölbreytt og skemmtilegt ISIDOR: BETTY TAKES A RIDE FRIÐRIK WEISSHAPPEL Athafnamaðurinn opnaði þvottahús og kaffibar í miðbæ Kaupmannahafnar á dögunum. Þvottahús Frikka Aldrei þessu vant lauk vinnu- degi hér í Aþenu fyrir miðnætti á laugardaginn. Eitthvað varð að gera til þess að fylla upp í tím- ann sem maður var vanur að eyða í vinnu og því ákvað ég að uppfylla gamlan draum og fór að horfa á bandaríska draumaliðið spila við Púertó Ríkó. Ég hafði aldrei séð NBA- leikmenn spila og hlakkaði því mikið til. Ég meina, þarna voru Duncan, Iverson og LeBron James. Sagði við Teit ljósmynd- ara að þetta yrði algjör snilld. Þeir væru nú bara að spila við Púerto Ríkó þannig að þetta yrði veisla. Flottar körfur og taktar í anda Harlem Globetrotters. „Þú getur pottþétt tekið geðveikar myndir,“ sagði ég. Seint hefði mig grunað að ég væri að fara að upplifa einhver óvæntustu úrslit í sögu ólympíuleikanna. Það var litla þjóðin sem sá um öll flottu tilþrifin því þessar of- borguðu prímadonnur voru með allt lóðrétt niður um sig og töp- uðu að lokum stórt. Þeirra fyrsta tap á ÓL síðan 1988. Þess- ir gaukar töluðu ekki saman, höfðu engan áhuga á verkefn- inu, voru bara svalir og héldu að hlutirnir gerðust af sjálfu sér. Aldrei hef ég séð annan eins hóp af karakterlausum hrokagikk- um sem greinilega ætluðu að vinna gull með því að einu að mæta á svæðið. Ég byrjaði því fljótt að halda með Púerto Ríkó og fagnaði sigri þeirra. Lét mig ekki vanta á viðtalasvæðið eftir leikinn sem og á blaðamanna- fund skömmu síðar. Segi ykkur betur frá því á morgun. ■ SJÖUNDI Í ÓLYMPÍULEIKUM HENRY BIRGIR GUNNARSSON BLOGGAR FRÁ AÞENU Dream team, my ass! LÉTTUR LEIKUR FYRIR HVERJA? Púertó Ríkó lék sér að stjörnuprýddu körfuboltaliði Bandaríkjanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Afmæli hipphoppsins Athafnamaðurinn Friðrik Weiss- happel hefur komið sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn þar sem hann opnaði nýlega The Laundromat Cafe ásamt þremur vinum í einu vinsælasta hverfi borgarinnar. Staðurinn er full- kominn fyrir ungu kynslóðina, þvottaaðstaða og kaffihús undir sama þaki í hliðargötu Nörrebro- gade. Yfir fjögur þúsund gamlar bækur eru á staðnum sem hægt er að glugga í á meðan þvottavélarn- ar vinna. Ef einhver skyldi vilja eignast bókina er fljótgert að skreppa yfir í antíkverslunina á móti og kaupa hana á klink. Land- romat er opið frá átta á morgnana fram til miðnættis virka daga og lengur um helgar. Ítalska eldhúsið býður upp á allt frá fiskisúpu og pasta að grillaðri steik en einnig er fjölbreytt úrval kaffidrykkja og sætinda á boðstólum. Friðrik átti hugmyndina að staðnum og hannaði innrétting- arnar sjálfur. Veggir, gólf og borð eru úr eik en þvottavélarnar fjór- ar, þurrkarinn og ljósin í blóð- rauðu. Verð fyrir einn þvott er rúmlega þrjú hundruð krónur en þvottaefnið fylgir með. Seinnipart dags skín sólin á Frið- rik Weisshappel og þá gefst gest- um færi á að sitja úti. Dönsk tímarit hafa þegar sýnt staðnum athygli og birt umfjallanir um eigandann. ■ ÓMAR ÓMAR Framkvæmdastjóri TFA er einn af skipu- leggjendum hipphopphátíðarinnar sem nú stendur yfir. Hátíðarhöld standa yfir í fjóra daga vegna tíu ára afmæli hipphopps á Íslandi. ■ TÓNLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 52-53 (44-45) FÓLK 19.8.2004 21:01 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.