Fréttablaðið - 20.08.2004, Page 56

Fréttablaðið - 20.08.2004, Page 56
Á laugardaginn verður glatt á hjalla hjá danstónlistarunnendum því húsplötusnúðar á De Palace færa sig út fyrir dyr og spila teknó og sígilda dansslagara á Lækjar- torgi. Dansveislan hefst kl. 17 en að sögn dj Adda, annars plötusnúð- anna, er slíkt eðlilegasta mál í út- löndum og tíðkast víða um Evrópu. „Hér á landi hefur teknóið aðeins fengið að hljóma inni á myrkum næturklúbbum. Á Menningarnótt færum við almenningi úti á götu danstónlistina og höldum partíinu gangandi langt fram á kvöld.“ Inni á De Palace leika svo tólf íslenskar rokkhljómsveitir til fjögur um nótt- ina. Einnig stíga dj Extreme og dj Devious á stokk og leika fyrir dansi en skemmtunin er öllum að kostn- aðarlausu jafnt úti sem inni. ■ 48 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Föstudagur ÁGÚST Afhending stundarskrár stendur yfir alla virka daga frá kl.13:00 - 19:00 á skrifstofu skólans Kennsla hefst fyrir framhladsskólanemendur ( 1. ár - 3. ár) mánudaginn 23. ágúst samkvæmt stundarskrá. Kennsla hefst fyrir grunnskóla nemendur (forsk. - 6. flokk) mánudaginn 30. ágúst samkvæmt stundarskrá Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Listdansskólans kl. 09:00 - 19:00 alla virka daga. Skólastjóri Allsérstæð sýning var opnuð í gær í Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem Sigurbjörg Gísladóttir sýnir listsaumsmyndir sínar. Sigur- björg, sem fædd er árið 1913, fluttist til Reykjavíkur 19 ára og sótti námskeið í útsaumi hjá Brimnessystrum og síðar hjá Júlíönu Jónsdóttur sem kenndi kúnstbróderí í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur Sigurbjörg átt í samstarfi við dóttur sína, Margréti Friðbergs- dóttur myndlistarkennara, í verk- um sínum. Margrét teiknar mynstrið fyrir móður sína en Sigurbjörg saumar út. Fjölbreyti- legar litasamsetningar eru megin- viðfangsefnið og miðast mynstrin við það. Útsaumurinn sjálfur er af þremur gerðum; Kontórstingur eða þráðleggur sem er í öllum lín- um, flatsaumur í litlum flötum og augnspor sem notað er til að fylla stærri fleti. Sýningin stendur til 21. september. ■ Fjölbreytilegar litasamsetningar SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR Sýnir listsaumsmyndir á Hrafnistu í Hafnarfirði. ■ MYNDLIST DJ ADDI OG DJ ÞÓRHALLUR Plötusnúðarnir leika danstónlist á Lækjartorgi á Menn- ingarnótt. ■ MENNINGARNÓTT ■ ■ FYRIRLESTRAR  18.00 Katrín Sigurðardóttir segir frá ferli sínum og ræðir um verk sín við Gregory Volk á lista- mannsspjalli í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi. ■ ■ MARKAÐIR  14.00 Garðsala á Laugarvegi 52. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. Tríó Gorki Park mun halda tón- leika í Ketilhúsinu á Akureyri í dag klukkan 12. Tríóið skipa þær Freyja Gunnlaugsdóttir klar- inettuleikari, Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari og Birna Helga- dóttir píanóleikari. „Við höfum spilað saman í tæp tvö ár,“ segir Freyja. „Við búum ekki í sama landi, ég og Una erum í Berlín að klára tónlistarháskólann og Birna var að klára sitt nám í Helsinki. Þegar við komum saman æfum við svo stíft.“ Þegar tríóið hélt tónleika í fyrra spiluðu þær rússneska tón- list en Freyja segir að í ár hafi þær valið verk sem passi vel sam- an, þótt ekki sé bein tenging þar á milli. „Þetta eru allt mjög áhrifa- rík stemningsverk. Af því að þetta er óvenjuleg hljóðfæraskipan í tríóinu verðum við að velja verkin eftir því. Við höfum aðallega ver- ið að spila verk sem eru skrifuð fyrir þessi hljóðfæri.“ Að þessu sinni mun tríóið leika verkið Contrasts eftir Béla Bartók, Impulse eftir Luca Francesconi, Tríó eftir Vytautas Barkauskas og Atlantic Trio eftir Joan Albert Amargós. ■ ■ TÓNLEIKAR UNA SVEINBJARNARDÓTTIR, BIRNA HELGADÓTTIR OG FREYJA GUNNLAUGSDÓTTIR Saman munu þær halda tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri klukkan 12 í dag. Óvanalegt tríó á Akureyri Dansveisla á Lækjartorgi 5. sýning: sun. 22. ágúst kl. 20.00 6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00 7. sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00 Síðasta sýning 56-57 (48-49) Slangan 19.8.2004 21:29 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.