Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 10
Samkeppnisstaða íslenskra fyrir-
tækja mun skerðast miðað við það
sem tíðkast í nágrannalöndunum
ef tillögur nefndar viðskiptaráð-
herra um íslenskt viðskiptaum-
hverfi verða að lögum. Þetta er
mat Þórdísar J. Sigurðardóttur,
eins nefndarmanna og fram-
kvæmdastjóra Stjórnendaskóla
Háskólans í Reykjavík, Ara Ed-
wald, framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífsins, Þórs Sigfús-
sonar, framkvæmdastjóra Versl-
unarráðs, og Þórðar Friðjóns-
sonar, forstjóra Kauphallarinnar.
Í skýrslunni er lagt til að Sam-
keppnisstofnun verði veitt heim-
ild til þess að krefjast uppstokkun
á fyrirtækjum teljist þau „hafa
brotið gegn ákvæðum samkeppn-
islaga eða skapað aðstæður sem
hafi skaðleg áhrif á samkeppn-
ina“. Tekið er fram að tillagan sé í
samræmi við breytingar sem ný-
lega voru gerðar á samkeppnis-
reglum Evrópusambandsins og
norskum samkeppnislögum. Þá
segir að sambærilegar heimildir
sé að finna í fleiri löndum. Einnig
er bent á að Samkeppnisstofnun
hafi þegar heimild til þess að
beita ákvæði sem þessu varðandi
opinberar stofnanir sem stunda
samkeppnisrekstur.
Ekki leyft í öðrum löndum
Þórdís heldur því þó fram í sér-
áliti sínu í skýrslunni að heimild
ESB gildi einungis þegar um sé að
ræða viðskipti milli aðildarríkja
sambandsins. ESB hafi ekki rétt á
að fara inn í einstök ríki og krefjast
uppstokkunar á fyrirtækjum sem
starfi einungis á heimamarkaði.
Þórdís bendir á að Svíar og Finnar
hafi sérstaklega tekið þá ákvörðun
að færa þetta úrræði ekki í lög.
Samtök atvinnulífsins telja ekki
þörf fyrir heimild Samkeppnis-
stofnunar til að brjóta upp fyrir-
tæki, að sögn Ara Edwald. „Menn
hljóta að gjalda varhug við svo rót-
tækum heimildum. Þetta er ekki
nokkuð sem Norðurlöndin hafa
verið að taka upp í landslögum
sínum. Samkeppnisyfirvöld eiga að
bregðast við ólögmætu atferli en
ekki að ráðskast með uppbyggingu
atvinnulífsins. Þau eiga að bregðast
við framgöngu en ekki stærð,“ segir
Ari.
Þór Sigfússon segir að í Noregi
sé ekki sátt um hvernig túlka eigi
þetta nýja ákvæði í samkeppnislög-
unum þar. „Það er hins vegar aug-
ljóst að reglur ESB túlkast þannig
að um sé að ræða fyrirtæki sem eru
að misnota markaðsaðstöðu á
stærri fjölþjóðlegum mörkuðum og
eiga þær því ekki við um Ísland,“
segir Þór.
Þórður Friðjónsson segir að með
heimildinni kunni að vera gengið
lengra en önnur lönd hafa gert. „Við
þurfum að hugsa okkur um tvisvar
ef tillögur og hugmyndir nefndar-
innar skerði samkeppnisaðstöðu ís-
lenskra fyrirtækja. Það er brýnt að
koma í veg fyrir að við tökum hér
upp reglur sem ganga lengra en
annars staðar er gert,“ segir hann.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segir að þess-
ar áhyggjur séu byggðar á misskiln-
ingi. „Tillögur nefndarinnar eru í
samræmi við það sem tíðkast í lönd-
unum í kringum okkur og Evrópu-
sambandið hefur þennan rétt.
Ákvæðið verður tekið inn í EES-
samninginn og því mun Eftirlits-
stofnun EFTA, ESA, fylgjast með
því að þessu verði framfylgt á EES-
svæðinu. Það verður að setja þetta í
íslensk lög svo hægt verði að setja
þetta inn í íslenskan rétt en Norð-
menn hafa þegar gert það. Nefndin
er fyrst og fremst að setja fram
þessar tillögur svo regluverkið
verði í samræmi við viðskiptalönd
10 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR
FLÓÐ Í RÉNUN
Flóðin sem kostuðu á þriðja þúsund
manns lífið í Indlandi, Bangladess og ná-
grannalöndum er í rénun þótt enn sé
vatnsmagnið mun meira en fólk á að venj-
ast utan regntímans. Líf fólks er þó smám
saman að komast í samt lag eftir erfiðleika
síðustu vikna.
Óánægja með úthlutun parhúsalóða í Kópavogi:
Yfir 100 sóttu um en einn fékk tvær
HÚSNÆÐISMÁL Einn aðili fékk
tveimur samliggjandi parhúsalóð-
um í Kópavogi úthlutað nú ný-
verið, en umsækjendur voru vel á
annað hundrað talsins. Mikillar
óánægju hefur gætt meðal þeirra
umsækjenda sem ekkert fengu og
gagnrýna þeir harðlega, að bæjar-
ráð skyldi úthluta einum manni
tveimur lóðum, þegar ásókn í þær
var svo mikil sem raun bar vitni.
Flosi Eiríksson, sem sæti á í
bæjarráði, sagði að á milli 130 og
140 umsóknir hefðu borist um lóð-
irnar sem voru átján talsins. Flosi
kvaðst hafa staðið að þeim
ákvörðun um úthlutanir sem
teknar hefðu verið á fundinum,
þar á meðal að Bragi Michaelsson
fengi tvær lóðir.
„Bæjarráð taldi, eftir að hafa
farið yfir allar umsóknirnar, að
það væri skynsamlegt að úthluta
þeim með þessum hætti,“ sagði
Flosi. „Þá taka menn mið af
reglum sem liggja fyrir í tíu
liðum. Þar kveður á um fjölskyldu-
aðstæður, fjármálagetu, hvað menn
hafi sótt um og svo framvegis.
Ég hefði viljað standa að þessu
með öðrum hætti en þetta var til-
laga meirihlutans. Það hefur ekki
verið venja í þessum lóðaúthlut-
unum að láta bóka andmæli
heldur hafa menn reynt að ná
samstöðu.“ ■
KÓPAVOGUR
Megn óánægja er meðal tuga umsækjenda um parhúsalóðir í Kópavogi, sem höfðu
ekkert nema fyrirhöfnina upp úr krafsinu, meðan einn aðili fékk úthlutað tveimur lóðum.
Heimild til uppstokkunar
heftir íslensk fyrirtæki
Einn nefndarmanna auk fulltrúa atvinnulífsins og Kauphallarinnar segja samkeppnisstöðu íslenskra
fyrirtækja skerðast verði sett lög sem heimili Samkeppnisstofnun að stokka upp fyrirtæki brjóti þau
gegn samkeppnislögum. Viðskiptaráðherra segir þessar áhyggjur byggðar á misskilningi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
OLÍULEIÐSLA Í LJÓSUM LOGUM
Uppreisnarmenn hafa sprengt upp olíu-
leiðslur í suðurhluta landsins.
Olíuleiðslur sprengdar:
Lokað fyrir
útflutning
ÍRAK, AP Uppreisnarmönnum í Írak
hefur tekist að loka fyrir alla olíu-
flutninga frá Írak, í það minnsta
út vikuna. Uppreisnarmenn hafa
sprengt upp olíuleiðslur í suður-
hluta landsins og þannig komið í
veg fyrir að hægt sé að flytja olíu
úr landinu á markaði erlendis.
Þetta er mikið áfall fyrir stjórn
landsins og bágborinn efnahag.
Um 90 prósent alls olíuútflutn-
ings Íraka er af olíulindum í suður-
hluta landsins. Þar eru allar leiðir
lokaðar og sömu sögu er að segja í
norðurhluta landsins. Þar liggur ol-
íuútflutningur til tyrknesku hafn-
arinnar Ceyhan niðri. ■
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
SKÝRSLA VIÐSKIPTARÁÐ-
HERRA UM ÍSLENSKT VIÐ-
SKIPTAUMHVERFI
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR AÐ LOKNUM RÍKISSTJÓRNARFUNDI Í GÆR
Skýrsla viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær.
Í henni er lagt til að breytingar verði gerðar á Samkeppnisstofnun og hún efld. Stofnunin fái
heimild til að stokka upp fyrirtæki brjóti þau gegn samkeppnislögum. Þá er gert ráð fyrir að
Samkeppnisráð verði lagt niður en Samkeppnisstofnun fari með núverandi hlutverk þess.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.