Fréttablaðið - 01.09.2004, Page 35

Fréttablaðið - 01.09.2004, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 1. september 2004 23 INGVAR MÁR GÍSLASON Tekur við starfi sem markaðsstjóri Norð- lenska matborðsins ehf. í dag. Hver? Ég er Akureyringur, frískur ungur piltur sem spila fótbolta með Magna á Grenivík. Ég sit í stjórn knattspyrnu- deildar KA, sem er besta fótboltalið landsins og starfa hjá Norðlenska sem er framsæknasta kjötvinnslufyrir- tæki landsins. Svo er ég mikill fjöl- skyldumaður og á stóra og góða fjöl- skyldu. Hvar? Ég er á Akureyri, paradís Íslands. Hvaðan? Ég er ættaður úr Þingeyjarsýslunum, að austan og úr Reykjavík. Hvað? Ég reyni að eyða tíma mínum með fjölskyldunni og spila fótbolta með Magna á Grenivík og sit í stjórn knatt- spyrnudeildar KA. Hvernig? Mér leið alveg frábærlega þegar ég heyrði að KA-menn væru búnir að skora í leiknum gegn Fylki á útivelli. Þeir eru algjörir snillingar. Með mikilli baráttu er allt hægt og við verðum án efa í efstu deildinni á næsta ári. Hvers vegna? Þeir hafa ekki fengið nógu góða bolta til að spila með fram að þessu og því hafa þeir ekki skorað svona lengi. Hvenær? Næstu mörk koma í næstu umferð þegar þeir skora líklega tvö eða þrjú mörk á KR-vellinum. Svo sigrum við FH í lokaumferðinni og verðum einu sinni enn örlagavaldur FH í baráttu þeirra að titlinum. PERSÓNAN Sælkerakvöldverður haldinn á Broadway Sælkerakvöld verður haldið á Broadway 3. september til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra, sem fagnar 25 ára afmæli á árinu, og þátttakenda sambandsins á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer á næstunni. Landslið matreiðslu- manna mun þar sjá um að elda kræsingar ofan í kvöldverðargesti. Þekktir skemmtikraftar munu koma fram eins og Steinn Ármann Magnússon og Stefán Karl Stefáns- son og mun hljómsveitin Mánar leika fyrir dansi að loknu borðhaldi. Þórarinn Guðlaugsson mat- reiðslumeistari er sá sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu kvöldverðarins ásamt góðum hópi manna. „Ég hef verið með Parkin- son-veikina síðastliðin tuttugu ár. Fyrir ári var ég orðinn það slæmur að ég átti erfitt með gang, var þvoglumæltur, bundinn hjólastól og hafði litla stjórn á hreyfingum lík- ama míns. Ég fór í aðgerð til Sví- þjóðar og hét því að ef ég fengi bata þá myndi ég nota þekkingu mína og krafta til að láta gott af mér leiða. Sá bati sem ég hef náð er líkastur kraftverki,“ segir Þórarinn. „Ólafur Ragnar ætlar að koma í kvöldverð- inn sem og Guðni Ágústsson og fleiri þingmenn,“ segir Þórarinn og kveðst mjög bjartsýnn á að fólk vilji koma í kvöldverðinn og styrkja um leið gott málefni. Miðapantanir eru á skemmtistaðnum Broadway í síma 533 110 eða á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 og 894 1305. ■ ÞÓRARINN GUÐLAUGSSON Fékk hug- myndina að kvöldverðinum og hefur haft veg og vanda af skipulagningunni. Þórar- inn hefur átt við erfið veikindi að stríða og er staðráðinn í að láta gott af sér leiða. LANDSLIÐIN Þátttakendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra, þau Kristín Rós Hákonardótt- ir, Jóhann Rúnar Kristjánsson og Jón Oddur Halldórsson, ásamt Landsliði Klúbbs mat- reiðslumeistara sem sjá um eldamennsku sælkerakvöldverðarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Út er komin hjá Máli og menningu barnabókin Nei! sagði litla skrímslið eftir Áslaugu Jóns- dóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, en þau síðarnefndu eru þekktir höfundar í heimalöndum sín- um; Svíþjóð og Fær- eyjum. Bókin er af- rakstur norræns námskeiðs fyrir rithöf- unda og myndskreyta og kemur sam- tímis út í fjórum löndum: Íslandi, Sví- þjóð, Færeyjum og Danmörku. Þegar stóra skrímslið ber að dyrum hjá litla skrímslinu og vill koma í heimsókn kemur bara eitt svar til greina: Nei! Það er ekki húsum hæft og ekki góður vin- ur. En stóra skrímslið lofar öllu fögru og litla skrímslið gefur því eitt tækifæri enn. Í bókinni er fjallað um vináttu, samskipti og kurteisi, og litla orðið Nei! sem stundum þarf að beita af hörku. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.