Fréttablaðið - 08.09.2004, Side 18

Fréttablaðið - 08.09.2004, Side 18
„Hér starfa sérfræðingar á öll- um sviðum og okkur langaði til þess að miðla þekkingu þeirra til almennings,“ segir Hrefna Guð- mundsdóttir, fræðslu- og upplýs- ingafulltrúi Umhverfisstofnun- ar. Á þriðjudag í næstu viku hefst fyrirlestraröð stofnunarinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar á ýmsum sviðum taka þar fyrir ýmis málefni sem tengjast sviði Umhverfisstofnunar, á sviði matvæla, efnavara, dýravernd- unarmála, mengunarmála og náttúruverndar. „Fyrirlestrarnir verða á léttu og aðgengilegu formi,“ segir Hrefna. „Umhverf- isstofnun er tveggja ára gömul stofnun, hér er mikil þekking til staðar sem við viljum gefa al- menningi kost á að njóta.“ Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur Umhverfisstofn- unar, og Ólafur Árnason, sér- fræðingur á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnun- ar, ríða á vaðið á þriðjudaginn með erindi sem þeir nefna „Akst- ur utan vega“. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 15. Aðgangur er öllum ókeypis. Fyrirlestrarnir fara fram í húsakynnum Um- hverfisstofnunar, Suðurlands- braut 24. Fyrirlestrarnir verða aðra hverja viku og lýkur röðinni 7. desember. ■ Minnisbók í vasa þar sem hægt er að nálgast hana öllum stundum get- ur haldið lífi í góðum hugmyndum. Hægt er að punkta í hana allt sem viðkemur þeim verkefnum sem tekist er á við í náminu. Um leið og maður man eittthvað mikilvægt eða dettur eitthvað í hug er ráð að rita það strax í bókina og þannig gleymist það ekki. ENSKA ER OKKAR MÁL • Talnámskeið - 7 vikur • Viðskiptanámskeið • Einkatímar • Enskunám erlendis • Kennt á mismunandi stigum • Barnanámskeið (5-15 ára) • Málfræði og skrift • Þjóðfélagsleg umræða • Kvikmyndaumræða • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Skráning í síma 891 7667 (Bjarni) og 896 1248 (Þuríður). Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal. Næsta námskeið 25. september Barnatímar kl.17.00 Byrjendur fullorðnir kl. 18.00 Framhaldstímar kl. 19.00 REIÐSKÓLINN ÞYRILL Uppl. og skráning í síma 588 7887 og 899 4600 „Þetta er nítjánda eða tuttugasta árið sem við erum með prjónanámskeið,“ segir Malín Örlygsdóttir, eig- andi garnverslunarinnar Storksins í Kjörgarði. „Nú er þetta eiginlega orðinn handavinnuskóli,“ segir hún og hlær, og það eru orð að sönnu því í haust verða haldin þar fjögur prjónanámskeið, fimm búta- saumsnámskeið og þrjú heklnámskeið en bæði búta- saumurinn og heklið eru nýjungar. Malín segir konurnar sem koma á námskeiðin vera afar misjafnlega á vegi staddar og í raun sé um einstaklingskennslu að ræða enda hóparnir fámenn- ir. „Konurnar kynnast líka innbyrðis og stundum hafa orðið til saumaklúbbar upp úr námskeiðunum hjá okkur.“ Malín segir kennsluna á prjónanámskeiðunum byggja á prufum. „Ef maður rekst á eitthvað erfitt í blöðunum, eitthvað rætið og andstyggilegt, þá hugs- ar maður strax að þetta sé upplagt viðfangsefni á prjónanámskeiðinu.“ Kaffe Fasset, sem er aðalhönnuðurinn í Rowan- garninu, gaf út fyrstu bútasaumsbókina sína fyrir nokkrum árum. Fljótlega fór hann svo að hanna öll sín efni sjálfur. „Kaffe Fasset fer aldrei troðnar slóð- ir og hikaði til dæmis ekki við að nota 40 til 50 liti í peysu. Hann er alger litasnillingur og efnin hans eru ótrúlega falleg í litunum. Svo hreinlega spýtir hann þeim út.“ Bútasaumsnámskeiðin miðast við efni Kaffe Fasset og eru sett upp utan um ákveðin verk- efni sem gert er ráð fyrir að lokið sé við á námskeið- inu. Þess vegna líða tvær vikur á milli skipta á þess- um námskeiðum. „Fátt er jafn svekkjandi og hálf- kláruð verkefni af handavinnunámskeiðum sem daga uppi í plastpokum inni í skáp.“ Heklið er vinsælt um þessar mundir en sjálf segist Malín hafa hafið handavinnuferil sinn á hekli. „Það er svo einfalt að hekla og maður er í raun miklu frjálsari með heklunál en prjóna.“ Á heklnámskeiðinu verður tekist á við grunnatriði í hekli. Heklaðar eru dúllur sem heklaðar eru saman ásamt mörgu öðru. „Handavinna er svo skapandi og skemmtileg,“ segir Malín. „Það er verst að karlarnir skuli ekki vera í þessu líka, fyrir þá.“ ■ Handavinnuskóli í Storkinum: Skapað úr garni og efnum Malín Örlygsdóttir tók við rekstir Storksins af móður sinni fyrir um 20 áru og byrjaði þá að halda prjónanámskeið. Prjónanámskeið 6 skipti 4 kennslu- stundir í senn, einu sinni í viku. Heklnámskeið 3 skipti 4 kennslu- stundir í senn, einu sinni í viku. Bútasaums- námskeið 2 til 3 skipti (eftir viðfangsefnum), á tveggja vikna fresti. Fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar: Vísindin gerð aðgengileg Dagskrá haustið 2004 14. sept.: Akstur utan vega 28. sept.: Samsetning og öryggi skóla- máltíða 5. okt.: Varnir gegn mengun sjávar og stranda 26. okt.: Meindýravarnir 9. nóv.: Vefgátt fyrir landupplýsingar 23. nóv.: Erfðabreytt matvæli 7. des.: Svanurinn - leið til betri heilsu Hrefna Guðmundsdóttir segir mikilvægt að miðla þekkingu Umhverfisstofnunar til almennings. Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.