Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 6
VERKFALL Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjár- hagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. „Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng,“ seg- ir Árni. Vandinn sé byggður á vax- andi verkefnum sveitarfélaganna. „Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum,“ segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgar- sjóðs hafi aukist síðustu ár. Borg- in geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: „Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna.“ Árni segir að þrátt fyrir fjár- hagsvanda borgarinnar og ann- arra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara um- fram launahækkanir annarra. „Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttar- félag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra,“ seg- ir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: „Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitar- félaganna sem kosin er á landsþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert.“ gag@frettabladid.is 6 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Borgin mun ekki grípa inn í deiluna Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er slæm eins og annarra sveitarfélaga, að sögn forseta borgarstjórnar. Hann segir að borgin grípi ekki inn í samningaviðræður kennara og launanefndar sveitarfélaganna. VEISTU SVARIÐ? 1Hver er stærsti einstaki hluthafinn íÍslandsbanka? 2Hver var skipaður dómari við Hæsta-rétt í fyrradag 3Hvað heitir fráfarandi landsliðsþjálf-ari í handbolta? Svörin eru á bls. 50 Staða fjölskyldna fatlaðra barna skelfileg: Skaðleg áhrif á fötluð börn til frambúðar VERKFALL Verði lengra rof á skóla- göngu fatlaðra barna getur það haft varanleg áhrif á færni þeirra, segir Tryggvi Sigurðs- son, sviðstjóri á Greiningarstöð ríkisins og doktor í sálfræði; sér- fræðingur í fötlun barna. „Í sumum tilfellum er líklegt að áhrifin séu óveruleg en í mörgum tilfellum tel ég að verk- fallið geti haft skaðleg áhrif og það til frambúðar,“ segir Tryggvi Sigurðsson. Hann segir rangt að öll börnin vinni upp missinn með tímanum og mikil- vægt sé að þau komist sem fyrst í skóla. „Rof á meðferð einhverfra barna getur til dæmis haft þær afleiðingar að erfitt verði að ná upp fyrri færni barnanna, hvað þá að bæta við hana,“ segir Tryggvi. Hann segir ekki síður geta orðið erfitt að bæta það gríðarlega álag sem verði á fjölskyldur fatlaðra barna við hið óvænta rof í skólagöngu barnanna. „Eftir því sem álagið er meira á fjölskyldurnar verður hegðun barnanna erfiðari,“ segir Tryggvi. Kjaradeila kennara og sveit- arfélaga bitni mest á fjölskyld- um fatlaðra barna. „Staða fjöl- skyldnanna er vægast sagt skelfileg í verkfalli kennara. Börnin fara ekki að vinna. Ekki er hægt að setja þau í pössun til ættingja eða skilja þau ein eftir heima,“ segir Tryggvi Sigurðsson. Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hyggst hittast í dag og fara yfir nýja umsókn sem barst, eina endurnýjaða og fjórar sem frestað var á síðasta fundi. ■ TRYGGVI SIGURÐSSON Segir verkfall kennara skapa mikla spennu í samskiptum foreldra fatlaðra barna og barnanna sjálfra. Ellefti dagur verkfalls: Mikið á milli VERKFALL Ljóst er að menn verða að snúa sjónarmiðum sínum til ef þeir ætla að ná saman, segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Fundur stóð í sjö og hálfa klukku- stund í Karphúsinu í gær. „Í samningalotunni allri er búið að fara nánast yfir allar mögulegar hugmyndir og því erfitt að finna nokkuð sem menn hafa ekki talað um áður,“ segir Ásmundur: „Það er jákvætt að menn tala saman en mér er ljóst að mikið bil er á milli deilenda.“ ■ FRAM HJÁ STJÓRNARRÁÐINU Kennarar gengu fylktu liði í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÓLAFUR LOFTSSON Segir almennt talað um, meðal kennara, að furðulegt sé að þeir sem beri ábyrgð á menntamálum hjá borginni og ríkinu skuli vera svo lengi í útlöndum þegar verkfall sé í landinu. Kennarar í verkfalli: Fá enga svörun VERKFALL Um eitt þúsund kennarar mættu við húsakynni ríkissátta- semjara við upphaf fundar samn- inganefnda kennara og sveitar- félaga. Þeir komu til að lýsa yfir stuðningi við samninganefnd sína á tíunda degi verkfalls. Kennarar fóru víðar um bæinn. Þeir hópuðust saman í Ráðhúsinu þar sem þeir vildu kynna borgar- stjóra sjónarmið sín og gengu fylktu liði í menntamálaráðu- neytið í sömu erindagjörðum. Hvorki borgarstjóri né mennta- málaráðherra voru á landinu. Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir kröfu kennara að pólitískt kjörnir fulltrúar hætti að skýla sig á bak við launanefnd sveitarfélaga. „Það eru einfaldar spurningar sem brenna á kennurum og enginn tjáir sig um málið aðrir en launa- nefndin. Það er ósköp þægileg staða þegar pólitískt kjörinn maður þarf ekki að taka afstöðu til slíkra mála,“ segir Ólafur. Hann segist ekki átta sig ekki á því hvort áhugaleysi sveitarstjórnamanna sé svona mikið, hvort um hollustu við samninganefndina sé að ræða eða hræðslu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VIÐ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Árni Þór Sig- urðsson segja að þó sveitarfélögin ættu nægilegt fé til að ganga að kröfum kenn- ara yrði það ekki gert. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.