Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 40
28 1. október 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Bass Encounters á Hótel Sögu klukkan 20.30 í kvöld. Þar leiða saman hesta sína bassaleikararnir Árni Egilsson frá Íslandi, Wayne Darling sem býr og starfar í Austurríki og Niels-Henning Örsted Pedersen frá Danmörku. Á efnis- skránni verða verk eftir þremmning- ana í bland við klassísk djasslög og söngdansa. Jazzbandi Eyjólfs á Kaffi Reykjavík klukkan 22.30. Djassklúbbunum á Kaffi Reykjavík, Café Rosenberg og Póstbarnum frá klukkan 23.30 til 01.30. Vegna mikillar eftirspurnar hef- ur verið ákveðið að hafa örfáar aukasýningar á hinni rómuðu sýningu Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare í Borgar- leikhúsinu núna í október. Ást- ar- og örlagasaga frægasta pars allra tíma hefur nú verið á fjöl- unum í Borgarleikhúsinu öðru hverju í tvö ár og alltaf fyrir fullu húsi. Í millitíðinni fór sýn- ingin til Lundúna og var sýnd í leikhúsinu Young Vic í mánuð. Það eru sem fyrr Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Fil- ippusdóttir sem fara með hlut- verk elskendanna ungu. Leik- stjórar eru Agnar Jón Egilsson og Gísli Örn Garðarsson. Sýn- ingar hefjast að nýju laugar- dagskvöldið 2. október. menning@frettabladid.is Rómeó og Júlía enn á ný Stoppleikhópurinn hefur sviðsett Hrafnkels sögu Freysgoða. Sýningin er ætl- uð unglingum á grunn- og framhaldsskólastigi. Stoppleikhópurinn frumsýnir í dag í Tjarnarbíói nýtt íslenskt leikrit, ætlað unglingum á grunn- og framhaldsskólastigi. Leikritið nefnist Hrafnkels saga Freysgoða og er ný leikgerð Val- geirs Skagfjörð á sögunni góð- kunnu, sem er í hópi þekktustu Íslendingasagnanna. Í Hrafnkels sögu segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál mikinn dilk á eftir sér. Sögusviðið er á Aust- fjörðum, nánar tiltekið á Fljóts- dalshéraði og í Jökuldal, auk þess að teygja sig til Þingvalla og Vestfjarða. Ástæðuna fyrir því að Hrafn- kels saga, eða Hrafnkatla, varð fyrir valinu segir Valgeir vera þá að erfitt hafi verið að kveikja áhuga íslenskra grunnskóla- nema á sagnaheimi Íslendinga- sagnanna. „Við sóttum um styrk fyrir þetta verkefni fyrir þrem- ur árum en fengum ekki,“ segir Valgeir. „Þá gerðum við upp á okkar einsdæmi leikrit upp úr Landnámu. Það gekk skellandi vel og var mjög skemmtilegt, einkum vegna þess að við notuð- um miðalda leikhúsaðferðir við að segja söguna af Ingólfi, Hjör- leifi og þeim landnámsfélögum. Þetta form gekk svo vel í krakk- ana að það voru sýndar næstum hundrað sýningar á leikritinu. Síðan kom óvænt styrkur frá Leiklistarráði fyrir Hrafnkels sögu. Þá þurfti ég að fara til baka og rifja upp alla þá hug- myndavinnu sem ég lagði í fyrir þremur árum. En nú höfðum við fengið æfingu í að vinna með Ís- lendingasögur, áttað okkur á því hvernig fara má einhvern milli- veg í texta til þess að hann verði ekki of tyrfinn fyrir krakkana. Þegar við settum upp Land- námusöguna, bjó ég til gamalt mál, sem þó gat verið krökkun- um skiljanlegt og ákvað að nota sömu aðferð í Hrafnkelssögu.“ Önnur ástæða fyrir því að við völdum Hrafnkels sögu er sú að hún er einfaldari en margar aðr- ar íslenskar fornsögur. Hún er stutt og í henni eru fáar persón- ur. Hún er mjög hrein og skýr og það er ekkert flókið að koma henni til skila til krakkanna. Hún getur virkað sem kveikja fyrir þau til þess að fara dýpra ofan í söguna í þeim tilfellum sem sagan er lesin í skóla, til dæmis í tíunda bekk. Svo er hún skemmtileg. Þegar ég var að skrifa þetta leikrit, hugsaði ég í fyrsta sinn á leiklistarferlinum: „Hvers vegna er ég að skrifa þetta verk fyrir tvo leikara? Hvers vegna er ég ekki með tuttugu? En þetta hefur allt tekist og við erum á góðri leið með þetta, enda höf- um við tekið tæknina í okkar þjónustu. Ég er í fyrsta sinn að nota power-point í leiksýningu til þess að skapa „effekta“. Það er enginn tæknimaður í sýning- unni og leikararnir eru sjálfir að keyra þá.“ Sýningartími Hrafn- kels sögu er 45 mínútur og verð- ur hún farandsýning sem hægt er að ferðast með á milli skóla. Leikarar eru þeir Eggert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson. Leikmynd og bún- ingar eru í höndum Vignis Jó- hannssonar og leikstjóri er höf- undur verksins, Valgeir Skag- fjörð. sussa@frettabladid.is Við notum aðferðir miðaldaleikhússins Gaman saman! VINAFÓLK GÖNGUFÉLAGAR VEIÐIFÉLAGAR SAUMAKLÚBBAR VINNUFÉLAGAR FÉLAGASAMTÖK KLÚBBARLeikhúsferð er sameiginleg upplifun - skemmtileg tilbreyting Áskriftarkort í Borgarleikhúsið - besti kosturinn! Sex sýningar á aðeins kr. 10.700 ( Fullt verð 16.200. Þú sparar 5.500) Bass Encounters Bass Encounters - bassarnir mætast - er hugarfóstur bandaríska bassaleikarans Wayne Darling, sem býr og starfar í Austurríki og fékk til liðs við sig tvo norræna bassasnillinga, Niels-Henning Ørsted Pedersen frá Danmörku og Árna Egilsson frá Íslandi, sem býr í Banda- ríkjunum. Píanisti hljómsveitarinnar er austurískur, Fritz Pauer, einn sá fremsti í Evrópu, en trommari er John Hollenbeck. Þetta verður enginn bassabardagi heldur ríkir tónlistin, hrein og tær. Á efnisskránni verða verk eftir þremenningana í bland við klassísk jazzlög og söngdansa. Hótel Saga kl. 20.30 – kr. 2.500 Jazzband Eyjólfs Jazzband Eyjólfs kom fyrst saman í vor til að leika tónlist eftir saxófónleikarann Eyjólf Þorleifsson, sem hann hefur útsett fyrir hljómsveit og rödd. Í tónlist Eyjólfs blandar hann saman ýmsum stefnum jazzins. Þar má greina skandinavískan jazz, latín- sveiflu og íslenska þjóðlagatónlist. Um helmingur laganna er sunginn, bæði með og án texta, og blandast rödd söngkonunar Hildar Guðnýjar lúðrunum sem hvert annað hljóðfæri. Auk Eyjólfs skipa hljómsveitina þeir Ólfur Jónsson tenórsaxófón, Snorri Sigurðarson trompet, Ómar Guðjónsson gítar, Tómas R. Einarsson bassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Kaffi Reykjavík kl. 22:30 – kr. 1.800 Jazzklúbbar Kaffi Reykjavík, Café Rosenberg og Póstbarinn Rosenberg - Autoreverse kvartett, Sigurður Rögnvaldsson gítar, Ívar Guðmundsson trompet, Pétur Sigurðarson bassa og Kristinn Snær Agnarsson trommur - gestur kvöldsins Steinar Sigurðarson sax. Póstbarinn - Grams tríó, Jóel Pálsson sax, Davíð Þór Jónsson orgel og Helgi Svavar Helgason trommur. Kaffi Reykjavík - Ómar Einarsson gítar dúó með Jakob Hagedorn-Olsen. Sami miði gildir á alla klúbba kvöldsins. kr. 1.000 – kl. 23.30 - 01.30                    !"#$%$!"&'$( )%  **%*% ! $  +, EINFÖLD SAGA Getur virkað sem kveikja fyrir krakkana til þess að fara dýpra í hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.