Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR DAGURINN Í DAG RIGNING MEÐ KÖFLUM UM sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðan- og austan til. Milt og hiti 10-14 stig að deginum. Sjá síðu 6 1. október 2004 – 268. tölublað – 4. árgangur ● matur ● tilboð Eldar túnfisk til spari og hversdags Lárus Gunnar Jónsson: nr. 39 2004 FYLGIST MEÐ stjörnuspá fólk tíska bækur matur kvikmyndir SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 1. ok t. - 7 . o kt . + Skemmtilegt daður Agnar Jón Egilsson Brjóstakrabbamein HAUSTTÍSKAN Loðin & litrík Loðin og litrík birta Hausttískan: ▲ Fylgir með Fréttablaðinu í dag SVEITARFÉLÖGUM FÆKKAR OG ÞAU STÆKKA Tillögur um að fækka sveitarfélög- um um 64. Sjötíu pró- sent þjóðarinnar greiða atkvæði um til- lögurnar. Fyrirhugað að færa aukin verkefni til sveitarfélaga. Breytt tekjuskipting skilyrði fyrir því. Sjá síðu 2 KREFST FJÖGURRA ÁRA FANG- ELSIS Sækjandi krefst þess að Stefán Logi Sívarsson verði dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir þrjár líkamsárásir. Verjandi hans vill að tekið verði tillit til erfiðrar æsku. Kvöld- sögur föður Stefáns hafi verið um ofbeldi og drykkju. Sjá síðu 4 BORGIN GRÍPUR EKKI INN Í DEILUNA Fjárhagsstaða Reykjavíkurborg- ar er slæm rétt eins og annarra sveitarfé- laga, að sögn forseta borgarstjórnar. Reykjavíkurborg grípi ekki inn í samninga- viðræður kennara og launanefndar sveitar- félaganna. Fjárhags- og verkfallsvandinn séu óskyldir. Sjá síðu 6 STAÐFESTA KYOTO-SÁTTMÁLANN Rússar hafa tekið ákvörðun um að sam- þykkja Kyoto-sáttmálann. Með því verður raunhæft að sáttmálinn taki gildi en hing- að til hefur andstaða Bandaríkjanna og Kína auk efasemda Rússa komið í veg fyrir það. Sjá síðu 8 ● daður ● stjörnuspá ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 40 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 34 Sjónvarp 48 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR 25-49 ára Me›allestur 72% 50% Fréttablaðið Morgunblaðið Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 VEÐRIÐ Í DAG Þriðjungur verktaka í þrot vegna lóðaverðs Tæpur þriðjungur verktaka í Grafarholti urðu gjaldþrota. Fyrirkomulagi við úthlutun lóða kennt um. Verktaki óttaðist verkefnaleysi tryggði hann sér ekki lóð á uppsprengdu verði. BYGGINGARIÐNAÐUR Tæpur þriðj- ungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á ár- unum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Sam- taka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrir- komulag er óheppilegt meðal ann- ars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur hefur verið á byggingarlóðum í borg- inni,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fer- metra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tíma- bili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveit- arfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist; kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingaverk- takans rýrnar.“ Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi að- ferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjaldþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verk- efnalausir.“ ghg@frettabladid.is KYRRÐ Í KIRKJU Kyrrðarstund verð- ur í Hallgrímskirkju klukkan tólf í dag. Hægt er að kaupa sér léttan málsverð að stundinni lokinni. SIGLUFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa þegar hafið fram- kvæmdir sem tengjast gerð Héð- insfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Verið er að byggja brú yfir Fjarðará sem tengist vegi sem liggur að ganga- munnanum. Runólfur Birgisson, bæjar- stjóri Siglufjarðar, segir að gengið sé út frá því sem vísu að ný sex milljarða króna göng milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar verði boð- in út á næsta ári. Framkvæmdir hefjist síðan árið 2006 og þeim ljúki árið 2009. Mikil óánægja varð meðal bæjarbúa fyrir rúmu ári síðan þegar gangagerðinni var frestað um eitt ár. Vegalengdin milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar er nú 60 kíló- metrar að sumri, en 240 kíló- metrar þegar Lágheiðin er ófær að vetri. Við opnun ganganna skilja 15 kílómetrar bæina að. Héðinsfjarðargöng eru for- senda fyrir sameiningu Siglu- fjarðar við önnur sveitarélög við Eyjafjörð. Viðræður milli sveitar- félaganna eru í fullum gangi og hefur verið samið við Háskólann á Akureyri um að gera hagkvæmn- isathugun á sameiningu þeirra. Einnig mun háskólinn gera könn- un meðal íbúa á svæðinu. Sjá síðu 22 UNDIRBÚNINGUR FYRIR HÉÐINSFJARÐARGÖNG HAFINN Í sumar hefur verið unnið við byggingu nýrrar brúar fyrir Fjarðará við Siglu- fjörð. Brúin, sem mun tengjast vegi sem mun liggja að fyrirhuguðum Héðinsfjarðargöngum, er kölluð „friðþægingarbrúin“ af gárungunum en mikil óánægja varð meðal íbúa Siglufjarðar í fyrra þegar framkvæmdum við göngin var frestað. Tony Blair: Lagður inn á sjúkrahús LONDON,AP Tony Blair forsætisráð- herra Bretlands gengst í dag undir meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna hjartsláttartruflana sem gerðu vart við sig hjá ráðherranum í gær. Blair tilkynnti sjálfur um veikindi sín í gærkvöldi, skömmu eftir að hann tók þátt í lokaathöfn lands- þings Verkamannaflokksins. Sagði Blair að veikindin myndu hvorki hafa áhrif á störf hans né þá fyrirætlan hans að leiða flokk sinn þriðju kosningarnar í röð. Hann sá þó ástæðu til taka fram að hann myndi ekki halda áfram að loknu næstu kjörtímabili en hann er 51 árs gamall. ■ Gert ráð fyrir því að Héðinsfjarðargöng verði boðin út eftir áramót: Göngin eru forsenda sameiningar sveitarfélaga Kristinn H. Gunnarsson: Áfram í Framsókn FRAMSÓKN „Mönnum finnst þeir tefla hagsmunum sínum í tvísýnu ef þeir setja fram sjónarmið í um- deildum málum sem eru á annan veg en þann sem forystan hefur gefið upp. Þetta er stóra vanda- málið í flokkn- um,“ segir Krist- inn H. Gunnars- son, alþingismað- ur, um Fram- sóknarflokkinn, í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Kristinn seg- ist eiga samleið með Framsóknarflokknum þrátt fyrir að hann sé upp á kant við forystu hans. „Menn verða að vera frjálsir í skoðunum sínum til þess að stjórn- málaflokkur sé í raun lýðræðisleg hreyfing,“ segir Kristinn meðal annars í viðtalinu. Sjá síður 14-15 KRISTINN H. GUNNARSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.