Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 27
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 67 stk.
Keypt & selt 29 stk.
Þjónusta 31 stk.
Heilsa 8 stk.
Skólar & námskeið 1 stk.
Heimilið 13 stk.
Tómstundir & ferðir 9 stk.
Húsnæði 28 stk.
Atvinna 26 stk.
Tilkynningar 7 stk.
299*
399
*Algengt verð í matvöruverslunum
*
ar
gu
s
–
0
4-
05
60
Útivistarvörur á útsölu
BLS. 5
Góðan dag!
Í dag er föstudagurinn 1. október,
275. dagur ársins 2004.
Reykjavík 7.46 13.16 18.45
Akureyri 7.33 13.01 18.28
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Túnfiskur hefur ekki verið algengur réttur
á borðum Íslendinga hingað til nema mauk-
aður í majónessalötum. Túnfiskur er hins
vegar annað og meira og auðvelt að búa til
úr honum alls kyns eðalrétti.
Lárusi Gunnari Jónassyni, matreiðslu-
manni í Sjávarkjallaranum, finnst allt of
lítið um að fólk eldi túnfisk heima hjá sér
en Sjávarkjallarinn hefur verið með túnfisk
á matseðlinum frá upphafi og hann hefur
notið mikilla vinsælda.
„Nú er hægt að fá túnfiskinn frosinn í
flestum verslunum í 180-200 gramma
pakkningum,“ segir Lárus. „Það er alls ekk-
ert erfitt að matreiða fiskinn, aðalatriði er
að meðhöndla hann rétt, passa að elda hann
sama dag og hann er þíddur, steikja lítið og
krydda mikið. Mér finnst til dæmis gott að
nota kóríander og ávextir passa mjög vel
með til að gefa honum suðrænan blæ.“
Lárus segir af og frá að sjóða túnfiskinn,
heldur beri að steikja hann eða grilla.
„Hann er líka ofboðslega ljúffengur hrár,
og hentar sérlega vel í sushi og sashimi. Ég
nota hann mikið þegar ég held matarboð
heima og þá ýmist sem forrétt eða aðalrétt.
En hann er líka alveg tilvalinn hversdags.“
Lárus gefur sér tíma til að elda fyrir
okkur túnfisk og uppskriftin fylgir hér á
eftir. Annars er Lárus, sem ber titilinn mat-
reiðslumaður ársins, á leið til Þýskalands á
Ólympíuleika matreiðslumeistara með ís-
lenska landsliðinu.
„Við förum eftir mánuð og erum á fullu
að undirbúa okkur. Við verðum að sjálf-
sögðu landi og þjóð til sóma og stefnum á að
toppa níunda sætið sem við hlutum síðast,“
segir Lárus. ■
Auðvelt að elda:
Túnfiskur spari
og hversdags
tilbod@frettabladid.is
Heilsárdekk af gerðunum
Zhone og Eurowun eru á tilboði
hjá Bílkó á Smiðjuvegi. „Þetta eru
toppvörur sem við höfum
góða reynslu af og hafa
rokselst,“ segir af-
greiðslumaður á
staðnum. Hann segir
Zhone-dekkin fást
með og án nagla en
Eurowun séu heilsárs-
dekk. Lækkunin nemur
30-35% eftir stærðum og
gerðum.
Stafrænar myndavélar af
gerðinni Konica eru nú á tilboði
hjá Sjónvarpsmiðstöðinni í Síðu-
múla. Þær eru nettar og hleðsluraf-
hlaða og hleðslutæki fylgja með.
Um fjórar týpur er að ræða og er
verðið frá 19.990 upp í 44.990
eftir punktafjölda og öðrum tækni-
legum mismun. Mest lækkun er á
ódýrustu vélinni. Hún lækkar úr
29.990 í 19.990 eða um 30%.
AEG þvottavél og þurrkari
seljast nú saman á sérstöku tilboði
hjá Bræðrunum Ormsson í Lág-
múla, samtals á 147.000. Þvotta-
vélin er hljóðlát og sparneytin og
kostar 80.000, sem er afmælistil-
boð er hefur gilt síðustu misseri.
Þurrkarinn er barkalaus með ló-
sigti og þéttibúnaði. Hann var
áður á 83.763 fer nú niður í
67.000. Vélarnar eru sérframleidd-
ar fyrir íslenskan markað og því er
stjórnborðið allt á íslensku
og einnig ítarleg hand-
bók. Nánari upplýsing-
ar eru á www.orms-
son.is
Lagersala á skóm og
fötum með merkjum
eins og Ecco, Blend, Ree-
bok og Gas er um helgina að
Guðríðarstíg 4-6 í Grafarholtinu,
húsinu sem merkt er „Bolur &
Margt smátt“. Opið er í dag frá 16
til 19, á morgun frá 12 til 18 og á
sunnudag frá 13 til 16.
Húsgögn eftir hinn þekkta hönn-
uð Le Corbusier eru seld með
15% afslætti um þessar mundir í
versluninni Mirale á Grensásvegi.
Varan er öll sérpöntuð og má reik-
na með sjö vikna afgreiðslutíma.
Hægt er að
semja um
dreifingu á
greiðslum í
allt að þrjú
ár og þær
eru vaxta-
lausar í allt
að sex
mánuði.
Lárus Gunnar Jónasson matreiðslumeistari segir ekkert mál að elda túnfisk.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í TILBOÐUM
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA TILBOÐ TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Til hvers eru
drullupollar ef
það má ekki
hoppa svolítið í
þeim?
Forréttur (4 manns):
HRÁEFNI:
500-600 g af túnfisk (frá Snæ-
fiski)
150 g súrsað engifer
150 ml japönsk sojasósa
Wasabi (til í túpum), eftir smekk
Söl
Ferskt kóríander
Sjávargras
Alfalfa baunaspírur
Chilisulta (uppskrift)
1 krukka Tandoori-mauk (Hag-
kaup)
AÐFERÐ:
Túnfiskur er tekinn hrár og velt
upp úr tandoori-maukinu. Steikt-
ur á pönnu eða grillaður í 1-2
sekúndur á öllum fjórum hliðun-
um. Þá skorinn í fallegar sneiðar
(4-5 á mann). Klakinn settur í
skál og fiskinum raðað fallega á
klakann. Sojasósa og chilisulta
bornar fram með ásamt engifer
og wasabi. Skreytt með alfalfa-
baunaspírum, sjávargrasi, sölum
og kóríander.
Chilisulta:
20 g engifer
5 stk. skalottlaukur
8 geirar hvítlaukur
4 stk. rauður chili
1 stk. lemongrass
100 g sykur
100 ml hvítvín
100 ml mirin (sætt sake)
100 ml sake
AÐFERÐ: Allt grænmeti er skrælt
eða pillað. Skorið fínt, steikt í
potti. Sykrinum bætt út í ásamt
vökvanum. Soðið niður þangað til
vökvinn er horfinn. Sett í mixer og
maukað. Sett í skál og gefið með.
Túnfisk-sashimi „on the rocks“
[ í tandoori með chilisultu og sojasósu ]