Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 1. október 2004 Fjárskortur hjá Sundsambandinu Aðeins tveir íslenskir sundmenn taka þátt í heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Bandaríkjunum í næstu viku. Einkaaðili verður að fjármagna keppendurna þar sem Sund- samband Íslands er févana. SUND Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hjörtur Már Reynisson munu keppa fyrir Íslands hönd á Heims- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug en mótið hefst í Bandaríkjun- um á fimmtudaginn kemur. Sund- fólkið hefur að mestu sjálft séð um að fjármagna ferð sína á mót- ið en Sundsamband Íslands hefur aldrei sent keppendur á þetta sterka mót. Á mótinu sem fram fer í Indi- anapolis dagana 7. - 11. október taka allir bestu sundmenn heims þátt og verður á brattann að sækja fyrir Íslendingana. Ragn- heiður, sem er úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, mun keppa í fimm greinum á mótinu en Hjörtur, frá sunddeild KR, í þremur og þurfa bæði að synda á sínum allra bestu tímum til að eiga von um að kom- ast áleiðis í greinum sínum. Ekki á vegum SSÍ Athygli vekur að sundmennirn- ir fara ekki á vegum Sundsam- bands Íslands heldur hafa þau að mestu sjálf séð um að fjármagna þáttöku sína sjálf og er Gáma- þjónustan helsti styrktaraðili þeirra í þetta sinn. Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Sundsam- bandsins, segir sambandið aldrei hafa sent keppendur á þetta mót heldur einblínt á Evrópumótið í staðinn. „Það helgast að miklu leyti af fjárskorti hjá sambandinu en ekki að við viljum ekki taka þátt. Við hins vegar verðum að velja og hafna og höfum hingað til frekar tekið þátt í Evrópumótinu en Heimsmeistaramótinu. Hins vegar stendur sambandið alveg að baki þeim Ragnheiði og Hirti og hefur tekið þátt í að fá tilskilin leyfi og styrki frá Alþjóðasund- sambandinu.“ Í fjáröflunarskyni fer fram sundmót á Lækjartorgi í miðbæ Reykjavíkur klukkan tvö á morgun. Þar munu þau Ragn- heiður og Hjörtur etja kappi við þekkta einstaklinga í fimm metra löngum gám og er ætlunin að reyna að fá skráð heimsmet fyrir vikið. albert@frettabladid.is RAGNHEIÐUR OG HJÖRTUR Eru einu íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer á næstunni. Um afar sterkt mót er að ræða þar sem allar helstu stjörnur sundíþóttarinnar koma saman. Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.