Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 2
2 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Ríkislögreglustjóri ákærir fyrrverandi framkvæmdastjóra öðru sinni: Íslandsmet í fésektum DÓMSMÁL Örn Garðarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar, játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sex- tíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar. Búast má við miðað við dóms- venjur og ákvæði skattalaga að Örn verði dæmdur til að greiða um 122 milljónir króna í sekt fyrir brotið. Ef af líkum lætur mun hann slá Íslandsmet í fé- sektum samtals um 152 milljónir króna. Örn stóð ekki skil á um fjörutíu milljónum króna virðisaukaskatti á árunum 1999 til 2001. Þá stóð hann ekki skil á greiðslum opin- berra gjalda upp á rúmar tuttugu milljónir króna sem haldið var eftir af launum starfsmanna árin 2000 til 2001. ■ Sveitarfélögin verði færri og stærri Tillögur um að fækka sveitarfélögum um 64. Sjötíu prósent þjóðarinnar greiða atkvæði um til- lögurnar. Færa á aukin verkefni til sveitarfélaga. Breytt tekjuskipting skilyrði fyrir því. SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef til- lögur nefndar á vegum félagsmála- ráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verð- ur um sameiningu átta sveitarfé- laga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sam- einingu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráð- herra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endan- legar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgar- svæðinu er gerð tillaga um samein- ingu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndar- innar miða að því að hvert sveitar- félag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra land- svæði en svo að níutíu prósent íbú- anna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustu- kjarna sveitarfélagsins eða grunn- skóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra segir að markmið með sam- einingu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burð- ug til að sinna lögbundnum verkefn- um sínum. Einnig geri breytingarn- ar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefn- um. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðis- þjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskól- anna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessarar breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sam- eininguna í apríl. ghg@frettabladid.is Árekstur í Grímsnesi: Ungur maður þungt haldinn SLYS Átján ára piltur slasaðist al- varlega þegar bifreið sem hann ók skall framan á annarri bifreið á Biskupstungnabraut um miðjan dag í gær. Þrennt var í hinum bíln- um, tveir fullorðnir og kornabarn, og hlutu þau minniháttar meiðsl, en öflugur barnastóll er talinn hafa bjargað því að ekki fór verr. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og kom hún á vett- vang rúmum hálftíma eftir að til- kynning um slysið barst. Að sögn vakthafandi læknis á bráðadeild var ástand piltsins alvarlegt og var honum haldið sofandi í öndun- arvél í gærkvöld. ■ ÉG ER Í VERKFALLI OG Á SVO LÉLEGU KAUPI AÐ HEF EKKI EFNI Á AÐ FARA. EKKI NEMA AÐ SÉ 18 KRÓNU TILBOÐ HJÁ FLUGFÉLÖGUNUM. Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykja- víkur fór fylktu liði um borgina til að hitta framm- ámenn í íslenskum stjórnmálum. Hvert sem kom- ið var voru svörin á einn veg. Þeir voru á menn- ingarhátíð í Frakklandi. Ólafur segir að starfsmenn borgarinnar og menntamálaráðuneytisins hafi tek- ið kennurum vel í fjarveru borgarstjóra og menntamálaráðherra. SPURNING DAGSINS Ólafur, hefðuð þið hugsanlega átt að mótmæla í Frakklandi? VIÐ ÞINGSETNINGU MÁLSINS Verjandi Hannesar, Jón Steinar Gunnlaugs- son, ræðir við Gest Jónsson umbjóðanda Siðanefndar Háskóla Íslands. Mál Hannesar: Vísað frá dómi HÆSTIRÉTTUR Máli Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar um lögbann á efnismeðferð Siðanefndar Há- skóla Íslands var vísað frá í Hæstarétti í gær. Hannes krafðist lögbanns á störf siðanefndarinnar sem ætlaði að fjalla um vinnu- brögð hans við ævisöguritun um Halldór Laxness. Nefndin hafi ekki verið komin á laggirnar þegar hann ritaði bókina og reglur hennar því ekki í gildi. Dómurinn taldi hins vegar að nefndin hefði ekki slíka stöðu inn- an stjórnkerfis Háskóla Íslands að hún gæti borið skyldur eða átt réttindi að landslögum og átt þan- nig aðild að dómsmáli. ■ HÓTEL BORG Fyrrverandi framkvæmdastjóri Brasserie Borgar er langt kominn með að verða Ís- landsmeistari í fésektum. Meðal annars stóð hann ekki skil á staðgreiðslu opin- berra gjalda sem dregin höfðu verið af launum starfsmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GAZA, AP Nær þrjátíu manns létu lífið í bardögum palestínskra vígamanna og ísraelskra her- sveita. Ísraelskar hersveitir brutu sér leið langt inn í Jebaliya flótta- mannabúðirnar á Gazaströndinni til að ráðast á palestínska víga- menn sem skutu eldflaugum að ísraelskum landnemabyggðum. Flestir þeirra sem létust voru Palestínumenn, í það minnsta 23. Þrír Ísraelar létust, tveir her- menn og ísraelsk kona sem var úti að skokka létust í skotárásum palestínskra vígamanna. Herförin inn í Jebaliya var svar Ísraela við eldflaugaárásum Palestínumanna daginn áður sem kostuðu tvö börn, tveggja og fjögurra ára, líf- ið. Þetta er í fyrsta skipti frá upp- hafi uppreisnar Palestínumanna gegn ísraelska hernámsliðinu sem Ísraelar brjóta sér leið svo langt inn í Jebaliyah. Mannfallið er með því mesta á einum degi í átökum Ísraela og Palestínumanna. Ekki hafa fleiri Palestínumenn fallið einn og sama daginn frá því 35 létu lífið í árás Ísraelshers á Vest- urbakkanum fyrir rúmum tveim- ur árum. ■ Tæplega þrjátíu féllu í bardögum Ísraela og Palestínumanna: Mesta mannfall í tvö ár HREINSAÐ TIL Palestínskur karlmaður safnar saman munum í húsasundi þar sem nokkrir Palestínumenn særðust og létu lífið. ÁRNI MAGNÚSSON Sveitarfélögin taka við fleiri verkefnum eftir að þau stækka. Félagsmálaráðherra segir forsendu þess vera breytt tekjuskipting. ÁHRIF FYRIRHUGAÐRA BREYTINGA: Í dag Tillögur Fjöldi sveitarfélaga 103 39 Fjölmennasta sveitarfélag 113.387 113.529 Fámennasta sveitarfélag 37 93 Meðalíbúafjöldi um 2.800 um 7.500 Fjöldi sveitarfélaga með færri en 500 íbúa 53 4 Fjöldi sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa 71 13 Meðalstærð sveitarfélaga 987 ferkm. 2.633 ferkm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLSLYS Í KÓPAVOGI Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur á Álfhólsvegi við Túnbrekku í Kópavogi klukkan hálf fjögur í gær. Báðar fólksbifreiðarnar voru fluttar burt með krana. VINNUSLYS Á SUÐURNESJUM Maður datt ofan af traktorsgröfu við Malbikunarstöð Suðurnesja í Helguvík. Hann úlnliðsbrotnaði og marðist á mjóbaki. Stóð hann á þaki gröfunnar við háþrýsti- þvott þegar hann steig aftur fyrir sig og féll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.