Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 1. október 2004 Burt með sóðaskapinn! Stubbahólkarnir okkar eru alfarið íslensk hönnun, sem tekur tillit til íslensks veðurfars og hafa reynst mjög vel. Það er mjög einfalt að setja þá upp og losa þá. Stubbahólkarnir fást í fimm litum: grænir - brúnir - svartir - gráir - hvítir. Þú færð stubbahólkana okkar hjá eftirtöldum aðilum: BYKO Akranesi, BYKO Breiddinni Kópavogi, BYKO Furuvöllum Akureyri, BYKO Glerártorgi Akureyri, BYKO Hafnarfirði, BYKO Hringbraut Reykjavík, BYKO Reyðarfirði, BYKO Selfossi, BYKO Víkurbraut Suðurnesjum, KHB byggingarvörur Egilsstöðum Bjóðum stubbahólka á góðu verði tilbúna til uppsetningar á veröndinni, á húsvegginn eða bara frístandandi. Eldshöfða 14 - 110 Reykjavík - sími: 587 3400 - e-mail: burek@burek.is - www.burek.is Heildsöludreifing: Eftir að Google náði yfir- burðastöðu meðal netverja með leitarvél sinni hefur fyrirtækið haldið öruggu forskoti. Nú er hins vegar útlit fyrir að samkeppnin fari harðnandi. Bóksalinn Amazon opnaði fyrir skömmu nýja leitarvél á slóðinni a9.com. Leitin þar byggist á svip- aðri tækni og Google. Viðmótið er einfalt en til viðbótar upplýs- ingum í textaformi sýnir leitar- vél Amazon einnig þær myndir sem vélin finnur á vefnum og geta tengst leitinni. Microsoft hefur einnig til- kynnt að á næstu misserum líti ný leitarvél á þess vegum dags- ins ljós. Meðal notkunareigin- leika í þeirri leitarvél er að hægt verði að leita í margs konar öðr- um tölvuskjölum en vefsíðum. Nýtt fyrirtæki í Pittsburgh í Bandaríkjun- um opnaði nýja síðu í gær á slóðinni c l u s t y. c o m . F y r i r t æ k i ð hefur í fjögur ár þróað nýja tækni sem sem er meg- instoð síðunn- ar. Síðan er einföld eins og Google en m a r k m i ð s t o f n e n d a fyrirtækisins er að sýna fram á að leitarvél sín hjálpi netverjum betur að finna það sem þeir leita að heldur en Google. Clusty.com er einföld í snið- um og skilar niðurstöðum mjög hratt, rétt eins og Google. Til viðbótar við að sýna heimasíður sem átt geta við leitina, á sér sjálfkrafa stað ákveðin flokkun sem ætlað er að auðvelda not- endum að nálgast viðfangsefni sitt. ■ Samkeppni við Google harðnar Lyfjafyrirtækið Merck þurfti í gær að taka eitt vinsælasta lyf sitt af markaði. Rannsóknir fyrirtæk- isins sýndu að aukaverkanirnar geta verið æða- og hjartabilun. Merck er þriðja stærsta lyfja- fyrirtæki heims. Markaðsverð- mæti þess er nálægt sjö þúsund milljörðum króna en verð á bréf- um í félaginu hrundu í gær. Fóru úr 45 Bandaríkjadölum á hlut niður í 33. Lækkunin er meira en 25 prósent. Lyfið sem um ræðir, Vioxx, hefur verið ein helsta tekjulind Merck á undanförnum misserum. Í fyrra seldist lyfið fyrir 2,5 millj- arða Bandaríkjadala (um 175 milljarða króna). Talsmenn fyrir- tækisins sögðu að til greina hefði komið að halda áfram sölu lyfsins þrátt fyrir aukaverkanirnar en ákvörðun hafi verið tekin um að hætta sölunni alfarið. Sérfræðingar á markaði í Bandaríkjunum líta á tíðindin sem mjög mikið áfall fyrir Merck og telja að fyrirtækið þurfi nú að leita leiða til þess að sameinast öðru lyfjafyrirtæki til að fyrir- byggja frekara tjón fyrir hlut- hafa. ■ Gigtarlyf tekið af markaði ÞUNGBÚNIR STJÓRNENDUR Forstjóri Merck, Raymond Gilmartin, og Dr. Peter Kim þróunarstjóri, tjáðu blaðamönnum í gær að ákveðið hafi verið að taka eitt vin- sælasta lyf fyrirtækisins af markaði vegna aukaverkana. Þessi tíðindi eru talin geta haft afgerandi áhrif á framtíð fyrirtækisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FLEIRI MÖGULEIKAR HJÁ NETVERJUM Nokkrir öflugir aðil- ar keppast nú um að velta Google úr sessi sem helsta leitarvél- in á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.