Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 26
Í dag verða sex þúsund litlar stúlkur á aldrinum fjögurra til fjórtán ára umskornar. Þeim verður haldið af mæðrum sínum, fætur þeirra verða settir í höft, lærin glennt í sundur með valdi og síðan verður snípurinn skorinn af þeim. Hjá sumum verða ytri og innri skapabarmar einnig numdir brott. Að því loknu verður það sem eftir er af kynfærunum saumað saman með nál og þræði, en þó skilið eftir lítið op fyrir þvag og tíðablóð að seytla út um. Eftir þessa aðgerð þykja stúlk- urnar girnilegri kvenkostir á gift- ingamarkaði í heimalöndum sín- um, sem flest eru í Afríku, þaðan sem siðurinn virðist upprunninn en hefur dreifst með islam austur á bóginn frá Egyptalandi til Indónesíu og á síðustu áratugum einnig látið kræla á sér á Vestur- löndum meðal innflytjenda frá fyrrnefndum menningarsvæðum. Samansaumuð kynfæri eru talin örugg trygging fyrir meydómi brúðar. Það kemur svo í hlut eig- inmannsins að rista konu sína upp með eggvopi áður en til kynmaka getur komið. Eftir eitt ár verður búið að um- skera tvær milljónir stúlkna sem bætast þá í hóp þeirra 135 millj- óna kvenna sem bera ævilöng ör- kuml af völdum þessarar venju. Tölurnar eru fengnar úr greinar- gerð með frumvarpi til laga um bann við umskurði kvenna sem lagt var fram á síðasta alþingi af þrem þingmönnum Vinstri græn- na. Er hér með skorað á komandi þing að leiða frumvarpið í lög. En hvað eru Íslendingar að skipta sér af þessu? Hvað kemur okkur við hvernig hópar karla í Afríku og Asíu vilja hafa konur sínar? Svarið er að hingað hafa borist áköll umskorinna kvenna sem nú berjast gegn þessum lim- lestingum á alþjóðavettvangi. Fyrir tveim árum heimsótti sendi- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sómalíski rithöfundurinn og fyrir- sætan Waris Dirie, Ísland sem önnur vestræn lönd og bað um að- stoð í baráttu fyrir allsherjar banni við umskurði. Ljósmæður á Norðurlöndum að Íslandi með- töldu verða í vaxandi mæli að að- stoða konur við fæðingu sem eru með bækluð kynfæri vegna um- skurðar. Flestar kvennanna hafa komið með örin annars staðar frá til okkar heimshluta en af undir- gefni við siðvenjurnar og karla- veldi trúarinnar ofurselja þær dætur sínar sömu örlögum, annað hvort með því að fara með stúlk- urnar til heimalands síns til að fá þær umskornar þar eða innan trú- arhópsins í gistilandinu. „Vitað er að verknaðurinn hefur viðgengist í Danmörku, Bretlandi, Frakk- landi, á Spáni, í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu og því gæti þess verið skammt að bíða að sið- urinn bærist hingað til lands,“ segir í fyrrnefndri greinargerð. Kvenhatrið er alþjóðlegt fyrir- bæri og baráttan gegn ólíkum birtingarmyndum þess hlýtur þar af leiðandi einnig að vera alþjóð- leg barátta. Það gildir um mansal og kynlífþrælkun á Vesturlöndum jafnt og umskurð kvenna sunnar á hnettinum. Kvikmynd Kim Longinotto, „Dagur sem ég aldrei gleymi“, sem sýnd var á kvik- myndahátíðinni Nordisk Pano- rama er yfirþyrmandi vitnisburð- ur um hrylling sem verður að binda enda á. Í myndinni má fylgjast með fræðslustarfi múslímskrar hjúkrunarkonu með- al kvenna sem viðhalda ofbeldinu gegn eigin kyni, en þolinmóð upp- lýsing hennar má sín lítils í sam- keppni við heilaþvottinn í trú- fræðslu karlanna. Þar læra þeir allt um yfirburði karlmannsins og eignarétt á konunni, að vilji þeirra og þarfir séu lög. Því er þörf á alþjóðlegu banni við um- skurði kvenna. Það er þörf á al- þjóðlegum kvennadómstóli sem metur umskurð kvenna til jafns við mannréttindabrot eins og nauðgun sem vopn í stríði og for- dæmir ríkisstjórnir sem láta þessa glæpi gegn kvenkyni við- gangast í löndum sínum. ■ 1. október 2004 FÖSTUDAGUR26 Glæpur gegn kvenkyni Taktu þátt í leitinni að þjóðarblómi Íslands Það hefur vart farið framhjá nein- um að nú stendur yfir leitin að þjóðarblómi Íslendinga. Á liðnu vori var kallað eftir rökstuddum ábendingum um þjóðarblóm og voru þeim gerð skil í bæklingi sem gefinn var út í júní. Þá voru grunn- skólarnir hvattir til að taka málið til umfjöllunar og afrakstur þeirr- ar umfjöllunar er um þessar mund- ir kynntur í Kringlunni í Reykja- vík. Ótrúlega margir hafa fjallað um málið á opinberum vettvangi og flestir fjölmiðlar sýnt því áhuga. Þennan áhuga ber að þakka og hann ýtir undir þá skoðun að þörf sé á að við Íslendingar eignumst þjóðarblóm. Þetta viðfangsefni á sér nokkurn aðdraganda. Af og til hafa borist fyrirspurnir til stjórnvalda um hvort Ísland ætti eitthvert sér- stakt þjóðarblóm og svarið við því að svo sé ekki. Liðinn vetur ákvað landbúnaðarráðherra að koma á samstarfi við menntamálaráð- herra, samgönguráðherra og um- hverfisráðuneytið til að kanna hvort tilefni geti verið til að eitt til- tekið íslenskt blóm bæri sæmdar- heitið „þjóðarblóm Íslands“. Verk- efnisstjórn með fulltrúum ofan- greindra fjögurra ráðuneyta var falin umsjón með verkefninu og Landvernd falin framkvæmd þess. Verkefnisstjórn setti tiltekin meginviðmið sem hún taldi að líta yrði til við val á þjóðarblómi. Blóm- ið þyrfti að vera vel sýnilegt víða um land og einkennandi fyrir gróð- urfar þess. Það þyrfti að eiga til- tölulega langan blómgunartíma og vera þess eðlis að auðvelt væri að teikna og útfæra á skýran en ein- faldan máta. Þá þyrfti það að vera myndrænt þannig að það gæti fall- ið vel að kynningarstarfi og geta staðið sem tákn eitt og sér. Auk þess taldi verkefnisstjórn að líta bæri til þess umhverfis sem við- komandi blóm vex í og að forðast bæri umdeildar plöntur eða plönt- ur sem algengar væru á röskuðum svæðum er illa þættu sæma þjóðar- blómi. Í umfjöllun um blómin hafa fjöl- margar gagnlegar ábendingar komið fram sem verkefnisstjórn hefur haft að leiðarljósi við saman- tekt á endanlegum „frambjóðend- um“. Verkefnisstjórn hefur komist að þeirri niðurstöðu að blágresi, geldingahnappur, holtasóley, hrafnafífa og lambagras uppfylli þau viðmið sem sett voru auk þess sem val þeirra er í samræmi við til- nefningar. Þá komu fram ýmsar ábendingar frá grunnskólunum sem bentu til þess að blóðberg og gleym-mér-ei ættu sérstakan sess í hugum unga fólksins og því var talið rétt að leggja þau fyrir í skoð- anakönnuninni. Eitt blóm, eyrar- rós, nýtur víðtæks stuðnings sem þjóðarblóm. En komið hefur fram að Grænlendingar hafa tileinkað sér eyrarrós sem sitt þjóðarblóm. Dagana 1.-15. október verður opin skoðanakönnun með raðvali sem allir landsmenn geta tekið þátt í. Valið stendur á milli framan- greindra sjö blóma. Verkefnis- stjórn þakkar þann áhuga sem verkefninu hefur verið sýndur og hvetur alla landsmenn til að kynna sér framangreind blóm og taka þátt í skoðanakönnuninni. Höfundur er skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og for- maður stýrihóps um þjóðarblómið. Hernaðarupp- bygging og átök Þeir voru tímar þegar niðurstöður Ársskýrslu Alþjóðlegu friðarrann- sóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi þóttu fréttnæmar, jafnvel í íslensk- um fjölmiðlum. En nú er öldin önn- ur, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á að upplýsa lesendur og hlustendur sína um ýmislegt sem snertir vígbúnað, hernaðarupp- byggingu og afvopnunarsamninga í heiminum. Árbók SIPRI 2004. Herbúnaður, afvopnun og alþjóð- legt öryggi, kom út núna í septem- ber. Hægt er að nálgast hana í bókabúðum, netbókabúðum eða skoða helstu niðurstöður á netinu (http://www.sipri.se/). Því gríp ég til lyklaborðsins og ætla hér að lýsa nokkrum hliðum þessa viðamikla málaflokks sem ég vona að geti orðið lesendum til fróðleiks og íhugunar. Því ef ein- hvern tíma var þörf á því þá er það núna, á tímum þegar við Íslending- ar styðjum við bakið á stríðsaðilum í Írak og erum beinir þátttakendur í hildarleiknum í Afganistan með stjórn og rekstri flugvallarins í Kabúl. Þegar við erum búin að loka okkur inn í ferli sem við komumst ekki út úr eða „höfum opnað box Pandóru sem við getum ekki lokað aftur,“ eins og Chirac Frakklands- forseti sagði nú í vikunni. Hernaðaruppbygging jókst um 11% árið 2003. Þetta er mjög svo mikill hraði í eyðslunni þegar tekið er tillit til að árið áður var aukning- in 6,5%. Sem sagt aukning um 18% á tveim árum að raungildi og hefur náð verðgildi 965 billjón dollara! Mikill hluti vopnaframleiðslu og -þjónustu á sér stað í Kína, Evrópu, Rússlandi og Bandaríkjunum. Rússland og Bandaríkin eru aðal- vopnaútflytjendur. Rússar flytja út aðallega til Kína og Indlands. Bandaríkin til Taívans, Egypta- lands, Bretlands, Grikklands, Tyrk- lands og Japans. Þróunin virðist ætla að verða sú að hlutur Banda- ríkjanna aukist en hlutur Rúss- lands minnki. Við skoðun á ríkjum sem eyða mestu til hernaðarút- gjalda, þá er ýmislegt sem kemur manni á óvart. Ef við skoðum út- gjöldin á markaðsverði, þá eru Bandaríkin með ótrúlega hernaðar- yfirburði. Þau hafa 47% af heildar- útgjöldum í heiminum meðan Jap- an hefur 5%, Rússland 1% og Sádi- Arabía 2%. Önnur ríki í 15 efstu ríkjunum eru Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Íran, Suður-Kór- ea, Indland, Ísrael, Tyrkland og Brasilía. Alls hafa þessi 15 ríki 82% af heimsframleiðslunni! Ef aftur á móti við skoðum þetta á kaupmáttargengi dollars, sem er til þess að leiðrétta mismunandi verðlag í heiminum (gert af Alþjóða- bankanum), verður hlutur Rússa töluvert hærri en þó ekki nema sjö- undi hluti kostnaðar Bandaríkjanna. Man nokkur lengur vígbúnaðar- kapphlaup Kalda stríðsins þegar Sovétríkin áttu að keppa við Banda- ríkin? Aðeins eitt ríki bætist við á þann lista, Pakistan. Ef miðað er við höfðatölu eyða Bandaríkin og Ísrael um 1500 dollurum á hvern íbúa en Kína og Indland 100 dollurum. Á sama tíma hefur engin þróun átt sér stað á sviði afvopnunar- samninga og þjóðir heims standa frammi fyrir því hvernig eigi að fylgjast með hvernig ríki fram- fylgja þeim samningum sem þau hafa skrifað undir. Norður-Kórea og Bandaríkin hafa meira að segja sagt sig úr slíkum samningum. Auðvitað hefur Íraksstríðið yfir- gnæft allt annað á árinu. Innrásin og sigur Bandaríkjanna á hernaðarvíg- vellinum sýndi hernaðarmátt þeirra (eins og tölfræðin hér að ofan sýn- ir). Eftirmálinn hefur aftur á móti sýnt veikleika heimsveldisins. Óeining Bandaríkjanna og Evr- ópu; Bandaríkjanna og Sameinuðu Þjóðanna; stöðugt harðnandi átök í Írak, ótrúverðug bráðabirgða- stjórn: Allt þetta sýnir að það er auðveldara að vinna á vígvelli en í bakherbergjum stjórnmálanna. Ennþá er langt í land að „arabískt lýðræði“ líti dagsins ljóð. Málstað- ur mannréttinda og frelsis varð fyrir miklu áfalli á árinu einmitt af þeim aðilum sem hafa haldið uppi málstað vestræns lýðræðis (Guant- anamo og Abu Ghraib). Það er samt ýmislegt annað sem ógnar heimin- um í dag svo sem loftlagsbreyting- ar, umhverfisáhrif en engin sam- staða ríkir meðal ríkja og stjórn- málamanna um lausn á þeim vanda. Árbók SIPRI 2004 er auðvitað skrifuð í miðjum Íraksátökunum. Við höfum séð hvernig átökin hafa farið sífellt harðnandi. Forseti Bandaríkjanna, Bush, heldur því stöðugt fram í kosningabaráttunni vestanhafs að sigur vinnist og „lýð- ræði“ verði komið á en ansi virðist það vera langt í land og kosningar í Írak sem eiga að fara fram í janúar 2005 eru sífellt vafasamari kostur til að leysa vandamálin. Sífellt fleiri hafa efasemdir um það. Hinn 16. september síðastliðinn skrifaði Sidney Blumenthal, fyrrum ráð- gjafi Clintons forseta, grein í Guardian þar sem fram kemur að flestir eldri herforingjar banda- ríska hersins séu komnnir á þá skoðun að stríðið gegn Írak sé búið að snúast upp í stórslys sem eigi sér engan hliðstæðan mælikvarða. Svo mörg voru þau orð. ■ Kvenhatrið er alþjóðlegt fyrirbæri og baráttan gegn ólíkum birtingarmyndum þess hlýt- ur þar af leiðandi einnig að vera alþjóðleg barátta. Það gildir um mansal og kynlíf- þrælkun á Vesturlöndum jafnt og umskurð kvenna sunnar á hnettinum. STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN UMSKURÐUR KVENNA ,, Hernaðaruppbygg- ing jókst um 11% árið 2003. Þetta er mjög svo mikill hraði í eyðslunni þeg- ar tekið er tillit til að árið áður var aukningin 6,5%. Sem sagt aukning um 18% á tveim árum að raungildi og hefur náð verðgildi 965 billjón dollara! ERLING ÓLAFSSON SAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÁRBÓK SIPRI 2004 ,, NÍELS ÁRNI LUND SKRIFSTOFUSTJÓRI UMRÆÐAN LEITIN AÐ ÞJÓÐAR- BLÓMINU ÆVINTÝRI GRIMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.