Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 24
Fækkar áfrýjunum? Lögmenn, sem ekki eru í aðdáenda- hópi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sitja þungt hugsi þessa dagana enda líst sumum þeirra miður vel á að eiga niðurstöður mála skjólstæðinga sinna í Hæstarétti undir honum komnar. Hafa hinir sömu velt fyrir sér hvernig þeir geti forðast Jón og virðist að- eins ein leið fær, þ.e. að áfrýja ekki dómum til Hæstaréttar. Má því búast við að fleiri en áður kjósi að una dóm- um héraðsdómstólanna í stað þess að freista þess að leita endanlegs úr- skurðar Skikkjanna níu á Arnarhóli. Fari svo er viðbúið að annirnar í Hæstarétti minnki og því spurning hvort áfram verði þörf fyrir alla níu dómarana. Jafn- vel gæti skapast lag til að fækka í réttin- um, segjum um tvo dómara eða svo, en þá kann að vefjast fyrir mönnum hverj- um eigi að segja upp og hverjum ekki. Það tíðkast svosem víðast, við slíkar að- stæður, að segja þeim upp sem stystan hafa starfsaldurinn en efast verður um að slík leið hugnist valdhöfum í þessu tilviki. Svo skal böl bæta Júlíus Hafstein hefur löngum þótt hug- myndaríkur og ráðagóður og er jafnan boðinn og búinn að segja hvernig stan- da eigi að málum og hvernig ekki. Skiptir þá engu hvort liðsinnis hans er sérstaklega óskað eða ekki. Í Frétta- blaðinu í gær ráðleggur hann þingflokki Samfylkingarinnar að óska eftir tiltekt og rannsókn á Línu.neti áður en óskað er eftir athugun á fjárfestingum Símans og arðsemi þeirra, líkt og flokk- urinn hefur gert. Svo skal böl bæta að benda á ann- að verra, sagði einhver og gerir Júlíus þessa vafasömu aðferð að sinni. Ólík- legt má telja að þingflokkur Samfylkingar- innar þiggi ráðið, þótt gott sé. Á hátíðarstundum hafa ýmsir ñ ekki síst framsóknarmenn – gaman af því að vísa til pólitískrar stjórn- visku Þorgeirs Ljósvetningagoða við kristnitökuna á Þingvöllum fyrir þúsund árum síðan. Hans nið- urstaða var að ef menn slitu sund- ur siðinn í landinu myndu menn og slíta sundur friðinn. En þrátt fyrir þessa niðurstöðu vissi Þorgeir að óraunhæft var að ætlast til þess að menn sneru heim frá Þingvöllum og gengu í einu og öllu í samræmd- um takti hins nýja siðar. Þess vegna fengu menn aðlögunartíma og máttu meðal annars blóta á laun. Þessi saga er jafnan rifjuð upp til að minna á að hægt er að leysa frið- samlega úr ágreiningsefnum, sé til þess vilji og skynsemi til að lempa mál og gefa jafnvel stundum eitt- hvað eftir. Í því felst kjarni hinnar pólitísku kristinfræði Ljósvetn- ingagoðans. Andstæðu hennar má hins vegar finna í ofstæki og óbil- girni Ólafs Tryggvasonar og Þang- brands, sem boðuðu sinn Krist með brugðnu sverði. Framsóknarflokkurinn hefur í þessari viku verið að kynna sér- staka útgáfu af pólitískri Kristin- fræði. Kristinn H. Gunnarsson, sem vissulega hefur verið erfiður í samstarfi í þingflokki Framsóknar- flokksins, hefur nú verið gerður landlaus í nefndarstarfi Alþingis. Algerlega. Hjálmar Árnason þing- flokksformaður talar um sam- starfsörðugleika. Það kann að vera mikið til í því, enda greiddu allir viðstaddir þingmenn flokksins – utan einn – þessum málalyktum at- kvæði sitt. Hins vegar hefur sér- staða Kristins í flokknum, og það að hann hefur tilhneigingu til að kjósa ágreininginn ef hann er í boði, verið öllum ljós um nokkurra ára skeið. Kristinn tókst á við kraftmikla flokksmenn um sæti á framboðslistanum einmitt á þessum forsendum. Hann fór líka í kosningar undir merkjum Fram- sóknar á þessum forsendum fyrir hálfu öðru ári síðan. Í þeim kosn- ingum fékk flokkurinn næstum ná- kvæmlega jafn mörg atkvæði, eða ríflega 4.000, í hinu litla kjördæmi Kristins og hann fékk í höfuðborg- arkjördæmi Halldórs Ásgrímsson- ar og Árna Magnússonar. Vitaskuld á Kristinn ekki einn heiðurinn af öllum þeim atkvæðum, en það er augljóst að maðurinn er fjarri því að vera umboðslaus í þingflokkn- um. Ef trúnaðarbresturinn milli þessa þingmanns og þingflokksins er slíkur að honum sé ekki einu sinni treystandi til að taka þátt í nefndarstörfum, hvað þá meira, er mjög brýnt að forusta þingflokks- ins útskýri í hverju þessi trúnaðar- brestur felst. Það hefur ekki verið gert og þar til það er gert er ekki hægt að fella aðgerðir þingflokks- ins inn í neina skilgreiningu á með- alhófi og því síður pólitískri skyn- semi. Sjálfur hefur Kristinn komið fram með trúlega skýringu, sem er einfaldlega sú að verið sé að refsa honum fyrir að hafa borið fram og staðið við skoðanir sem falla ekki að meirihlutaskoðun þingflokksins og forustumanna ríkisstjórnar- innar. Þar hefur Íraksmálið verið nefnt og þá ekki síður fjölmiðlamál síðastliðins sumars. Slíkar refsiað- gerðir ríma jafnframt við yfirlýs- ingar ýmissa þingmanna flokksins sem tala mikið um liðsheild og að menn standi saman út á við. Þá styður það kenningu Kristins að „hinn þingmaðurinn“ sem viðraði efasemdir og andstöðu í fjölmiðla- málinu, Jónína Bjartmarz, er jafn- framt „hinn þingmaður“ Fram- sóknar, sem trúað er fyrir minni ábyrgð á vegum flokksins nú en áður í þinginu. Hún víkur úr utan- ríkismálanefnd, en bætir ekki við sig póstum eins og flestir hinir óbreyttu þingmannanna. Það vekur enda athygli, að Jónína sat ein hjá við afgreiðsluna á þessari niður- stöðu þingflokksins! Ekki kæmi á óvart þótt að minnsta kosti einhverjir kjósendur Framsóknar velti fyrir sér hvar há- tíðarræðurnar um pólitíska kristin- fræði Þorgeirs Ljósvetningagóða hafi verið á þessum merkilega þingflokksfundi. Fyrir flokk sem hefur á síðustu mánuðum fengið á sig neikvæða ímynd stjórnlyndis og óþols gagnvart gagnrýni er afar óheppilegt að ástunda vinnu- brögð sem minna meira á Ólaf Tryggvason og Þangbrand en Ljós- vetningagoðann. Framsóknar- flokksins vegna væri óskandi að fram kæmu einhverjar haldbetri skýringar á ákvörðunum þing- flokksins. Hins vegar er varla við því að búast, enda er hér líklega um að ræða anga af víðtækara fyr- irbæri stjórnmálanna sem ekki er bundið við Framsóknarflokkinn einan. Þessu ferli lýsti heimspek- ingurinn og skólafrömuðurinn Guðmundur Finnbogason einmitt mjög vel fyrir nákvæmlega 80 árum í ritinu Stjórnarbót, sem út kom 1924. Þar segir Guðmundur: „Fyrsta skilyrði þess að flokkur verði sigursæll er það, að flokks- mennirnir séu samhuga og fylgist vel að málum, að hver maður í flokknum breiði út þær skoðanir er flokkurinn heldur fram og reyni á allan hátt að auka þeim fylgi. Þess vegna verða stjórnmála- skoðanir hvers flokks brátt eins konar trúarbrögð flokksmanna. Það myndast trúarsetningar, sem ætlast er til að allir flokksmenn fylgi og hver sem fer að hugsa sjálfstætt um málin og kemur fram með ágreiningsatriði við skoðanir flokksstjórnarinnar, verður brátt vargur í véum, því hann er hættulegur fyrir sam- heldnina, dregur úr trúaráhugan- um og leysir sundur í stað þess að binda saman. Það eru talin svik við flokkinn að halda fram öðrum skoðunum en þeim sem koma heim og saman við stefnu hans. Þar sem svona er í garðinn búið, þá er ekki von að stjórnmálaflokkar verði neinar gróðrarstöðvar frjálsar hugsunar um þjóðmálin og rann- sókar á þeim. Aðaláhuginn snýst um það að halda saman, vinna sig- ur á öðrum flokkum, ná í völd og halda þeim. Þar með verða flokks- hagsmunirnir brátt aðalatriðið í baráttunni.“ Svo mörg voru þau orð. Stund- um er sagt að vika sé langur tími í pólitík. Ljóst er líka að 80 ár geta verið stuttur tími í pólitík. ■ S é forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokks-ins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðuKristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþing- is á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðun- unum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún var að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru „tvö lið“ og bætti við: „eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði.“ Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórn- arflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki „liðinu“ í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti rétti- lega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför rík- isstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknar- flokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en nú- verandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgun- blaðinu, á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlega gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosn- ingum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni. ■ 1. október 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Brottrekstur Kristins H. Gunnarssonar úr nefndum Alþingis hefur á sér svip skoðanakúgunar Viðvörun í anda foringjastjórnmála Kristin-fræði Framsóknar ORÐRÉTT Alfreð Oliver Við getum satt best að segja ekki ímyndað okkur hvers vegna menn gera kvikmynd um eldhús Orkuveitunnar, skiljum engan veginn þörfina fyrir slíkt. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfull- trúi og þingmaður DV 29. september Hlýðin börn Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó. Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur suður Fréttablaðið 30. september Alþekkt auðmýkt Ég tek við þessu embætti af auðmýkt og vona að ég reynist fær um að uppfylla þær ríku kröfur sem því fylgja. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstarétt- ardómari Morgunblaðið 30. september Stendur eitthvað eftir? Þetta var eins og hjá hjónum sem átta sig á því að ástin, traustið og vináttan eru horfin. Hjálmar Árnason þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins Fréttablaðið 29. september FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG ÁKVÖRÐUN ÞINGFLOKKS FRAMSÓKNAR BIRGIR GUÐMUNDSSON Það eru talin svik við flokkinn að halda fram öðrum skoðunum en þeim sem koma heim og saman við stefnu hans. ,, Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA DBF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru miðar á myndina, DVD myndir og fleira 9. hver vinnur. Bíómiði á 99 kr? Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA FRUMSÝND 1. OKT. (Brennó) bjorn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.