Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 22
Viðræður um nýtt 23 þúsund manna sveitarfélag í Eyjafirði hafa tekið nýja stefnu. Sveitar- félög á svæðinu frá Grenivík til Siglufjarðar hafa samið við Há- skólann á Akureyri um að gera hagkvæmnisathugun á samein- ingu sveitarfélaganna. Einnig hefur háskólanum verið gert að gera skoðanakönnun á meðal íbúa svæðisins. Háskólinn skilar niðurstöðum úr sinni athugun í desember. Við- ræður um sameiningu sveitar- félaga á Eyjafjarðarsvæðinu hafa verið í gangi allt síðan árið 1993 þegar sérstakt sameiningarátak sveitarfélaga var í gangi á vegum stjórnvalda. Kostirnir við sam- einingu sveitarfélaga við Eyja- fjörð eru margir. Ákveðið hag- ræði felst í því að koma svæðinu undir eina sameiginlega sveitar- stjórn. Með því er hægt að minn- ka yfirbygginguna og samræma þjónustu og verkefni sveitar- stjórnarstigsins. Þá er ekki síður mikilvægt að yfir svæðinu sé ein stjórn sem setji svæðinu sameig- inleg markmið sem styrki það sem einingu. Verði sveitarfélögin við Eyjafjörð sameinuð verður til 23 þúsund manna sveitarfélag sem yrði þriðja stærsta sveitar- félag landsins á eftir Reykjavík- urborg og Kópavogsbæ. Bjartsýni á Siglufirði Ólafur Kárason, formaður bæjar- ráðs Siglufjarðar, er bjartsýnn á að sveitarfélögin sameinist innan tíðar. Hvenær nákvæmlega vill hann ekki segja. „Ég sé fyrir mér að innan fárra ára verði til nýtt sveitarfélag – sveitarfélagið Eyjafjörður,“ segir Ólafur. „Það eru flestir mjög jákvæðir fyrir þessu. Reyndar eru einhverjar efasemdaraddir í Hörgárbyggð og Grímsey en ég útiloka samt ekki að þau sveitar- félög verði líka með í þessu.“ Ólafur segir að forsenda sam- einingar Siglufjarðar við sveitar- félögin við Eyjafjörð sé að Héð- insfjarðargöng verði byggð. Í dag taki til dæmis um tvo tíma að aka frá Siglufirði til Akureyrar en eftir að göngin verði klár taki það um 45 mínútur. „Það er hreinlega lífsspursmál 22 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Í BARÁTTU GEGN ÓLÆSI Friðrik krónprins festi nælu í barm rithöf- undarins Isabel Allende frá Chile þegar hún tók við útnefningu sem sendiherra Hans Christian Andersen átaksins. Mark- miðið með átakinu er að berjast gegn ólæsi á heimsvísu. Nýtt 23 þúsund manna sveitarfélag við Eyjafjörð Háskólanum á Akureyri hefur verið falið að gera hagkvæmnisúttekt á sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Akureyringar og Siglfirðingar eru jákvæðir. Hörgárbyggð neitar þátttöku. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKEMMDI RÁNSFENGINN Inn- brotsþjófur missti og skemmdi sjónvarp sem hann stal í innbroti í Menningarmiðstöð aldraðra í Gerðubergi í Breiðholti í fyrr- inótt. Ekki er vitað hver var að verki en sjónvarpið fannst skemmt á gangstétt við húsið. STÁLU GEISLASPILURUM Brotist var inn í sex bíla í Breiðholti og Austurbæ Reykjavíkur í gær og í fyrrinótt. Nokkrum geislaspilur- um og slatta af geisladiskum var stolið. TRAUSTI HAFLIÐASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SAMEINING SVEITAR- FÉLAGA VIÐ EYJAFJÖRÐ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIGLUFJÖRÐUR Framkvæmdir við stækkun Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar um þúsund fer- metra og endurnýjun núverandi húsnæðis alveg frá grunni hefjast á næsta ári að sögn Konráðs Baldvinssonar, fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar. Heildarkostnaðurinn er áætlað- ur um 350 milljónir króna. „Við erum að byggja nýja heilsugæslustöð,“ segir Konráð. „Núverandi heilsugæsla er á tæpum 150 fermetrum og það er allt of lítið.“ Konráð segist binda vonir við að Ólafsfirðingar sæki heil- brigðisþjónustu til Siglufjarðar eftir að Héðinsfjarðargöng verða komin í gagnið árið 2009. „Ólafsfirðingar eru sjálfir með litla heilsugæslustöð en eft- ir að göngin verða tilbúin er borðliggjandi að þeir nýti sér þjónustuna hér á Siglufirði. Við gerum ráð fyrir því,“ segir Konráð. „Við vonumst til þess að framkvæmdum við Heilbrigðis- stofnunina ljúki vorið 2007.“ Tæplega áttatíu manns starfa hjá stofnuninni og segist Konráð ekki reikna með því að starfs- mönnum verði fjölgað í bráð. ■ Stærri Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar á að nýtast Ólafsfirðingum: Stækkuð fyrir 350 milljónir KONRÁÐ BALDVINSSON Borðliggjandi að Ólafsfirðingar nýti sér þjónustuna. SIGLUFJÖRÐUR Í dalnum sunnan við Siglufjörð er gert ráð fyrir að borað verði fyrir nýjum Héðinsfjarðargöngum. Göngin verða boðin út á næsta ári og er ráðgert að hefja framkvæmdir árið 2006. STJÓRNMÁL Alþingi verður sett í dag og fjárlagafrumvarp lagt fram, forseti Alþingis kosinn og kosið í helstu nefndir þingsins. Þingsetningin verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Að þessu loknu setur svo for- seti Íslands Alþingi, 131. löggjaf- arþingið, og starfsaldursforseti, Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra, tekur við fundarstjórn og stjórnar kjöri forseta Alþingis. Síðan eru varaforsetar kosnir og kosið í fastanefndir þingsins og fleira. Að síðustu verður fjárlaga- frumvarpi útbýtt um klukkan fjögur og er óhætt að segja að þess sé beðið með langmestri eft- irvæntingu. Einnig má búast við að fylgst verði betur með ræðu forseta Íslands en oft áður enda fyrsti formlegi fundur hans og Alþingis frá því að hann neitaði að undirrita fjölmiðlafrumvarpið sem meirihluti Alþingis hafði samþykkt. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða á mánudagskvöld og fjármálaráð- herra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á þriðjudag. ■ SETNING ALÞINGIS Lögreglan stendur heiðursvörð við setningu Alþingis. 131. löggjafarþing sett á Alþingi: Fjárlagafrumvarp lagt fram í dag Bæjarstjórn Vestmannaeyja: Mátti fresta fundi sínum ÚRSKURÐUR Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar 16.september verði gerð ógild. Fundurinn átti að fara fram kl. 18.00 þann dag en var frestað til 23.15. Taka átti fyrir mikilvæg mál á fundinum og voru tveir full- trúar meirihlutans og einn fulltrúi minnihlutans ekki staddir í Eyjum og voru samgöngur erfiðar vegna óveðurs. Minnihlutinn kallaði til vara- mann, en meirihlutafulltrúarnir skiluðu sér ekki til Eyja með Herjólfi fyrr en um kvöldið. Var þá fundað í óþökk minnihlutans, sem taldi tímasetningu fundarins vera ólíðandi. Ráðuneytið hefur nú úrskurðað að málefnalegar ástæður hafi legið að baki frest- uninni. ■ VESTMANNAEYJAR Bæjarstjórnin mátti halda fund kl. 23.15 16. september FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ EVRÓPA HERÓÍNFÍKLUM FÆKKAR Heróín- neytendum í Búkarest hefur fækkað um ellefu þúsund frá ár- inu 2000. Samt sem áður notar eitt prósent borgarbúa, 24 þús- und manns, ennþá heróín sam- kvæmt nýrri rannsókn á vegum heilbrigðisyfirvalda. Þetta er mun meira en árið 1998 þegar áætlað var að 800 borgarbúar notuðu heróín. ■ DÓMSMÁL RÍKISÚTVARPIÐ VANN DÓMSMÁL Ríkisúvarpið vann í gær mál fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur sem það höfðaði á hendur Stafræna hreyfimyndafélaginu hf. vegna vangoldinnar leigu á aðstöðu til útsendinga. Krafa Ríkisútvarps- ins hljóðaði upp á rúmlega 600 þúsund krónur með dráttarvöxt- um en viðskipti milli aðila stóðu frá júní 2003 til janúar 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.