Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 18
18 1. október 2004 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL 31. löggjafarþing Ís- lendinga sem sett verður í dag mun einkennast af skattalækk- unum ríkisstjórnarinnar og væntanlegum niðurskurði á móti. „Fjárlagafrumvarpið og skattalækkanir verða í brenni- depli í byrjun og fram að áramót- um,“ segir Árni Matthiesen, sjávarútvegsráðherra sem segist þó ekki sjá mikil átök um þau mál. Því er Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins ósammála. „Ríkis- stjórnin hefur tekið hátekju- hópana fram yfir aðra, við viljum styðja þá sem lökust hafa kjörin.“ Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins segir að efnahagsmál verði fyrir- ferðarmikil ekki síst vegna skattalækkana. „Það er mikil- vægt að halda útgjöldum í skefjum til að viðhalda stöðug- leika og halda verðbólgu í skefjum.“ Össur Skarphéðinsson segir að stjórnarandstaðan hafi aðrar áherslur og vilji að velferðar- kerfinu verði hlíft við niður- skurði. Aðrir stjórnarandstæð- ingar taka í svipaðan streng. Á meðan flestir tala um skattalækkanir og einkavæðingu vilija vinstri grænir fresta sölu Símans til 2008 og hækka fjár- magnstekjuskatt. „Það verður tekist á um þetta,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður. Framsóknarmenn segja að breytingar á húsnæðislánum hafi nú þegar skilað sér í vaxtalækk- unum bankanna. „Það er hálfleik- ur í þessu máli,“ segir Hjálmar Árnason og segir að frumvarp um 90% húsnæðislán sem félags- málaráðherra leggur fram í þing- byrjun verði eitt af stóru málum vetrarins. Stjórnarandstæðingar segjast ætla að taka Íraksmálið upp og Össur Skarphéðinsson segir að „pólitískar embættisveitingar“ og kennaraverkfallið verði mál sem tekin verði upp í þingbyrjun. snaevarr@frettabladid.is Skattar og velferðar- mál í brennidepli Skattalækkanir og niðurskurður verða meðal helstu þingmála á Alþingi sem sett verður í dag. Stjórnarandstaðan ætlar líka að ræða um kennararverkfall, Írak, Símann og embættisveitingar. ÞINGSETNING Skattalækkanir, niðurskurður, húsnæðis- og menntamál, Írak og embættisveitingar: allt hitamál í vetur. STJÓRNMÁL Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna munu hittast á fyrsta samráðsfundi sínum í vetur í dag. ìÞessi fundur er tákn- rænn fyrir ásetning okkar að stilla saman strengi í vetur í þeim málum sem það er hægtî segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri-grænna. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar tekur í sama streng: „Við höfðum ná- kvæmlega sömu afstöðu í fjöl- miðlamálinu. Við vonumst til að geta byggt á þeirri góðu sam- vinnu sem þá tókst til að verða enn öflugri í stjórnarandstöð- unni“ Talsmenn stjórnarandstöðu- flokkanna viðurkenna að þeir séu langt í frá samstíga í öllum málum en engu að síður hafi fjölmiðla- frumvarpið sýnt að samstaða geti skilað miklum árangri. ■ Alþingi sett í dag: Stjórnarandstaðan boðar aukna samvinnu á þingi ÖGMUNDUR JÓNASSON Samráðsfundur stjórnarandstöðunnar í dag. Slóvakía: Skapbráður ráðamaður BRATISLAVA,AP Vladimír Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvavíku, réðst í gær á blaða- ljósmyndara sem hugðist taka mynd af honum á sjúkrahúsi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Mecier þótti á sínum tíma ákaf- lega stjórnsamur forsætisráð- herra en hann var við völd mest allan tíunda áratuginn. Að sögn sjónarvotta veittist forsætisráð- herrann fyrrverandi að ljósmynd- aranum og vafði snúru af mynda- vél um hálsinn á honum. Mecier hótaði því jafnframt að eyðileggja myndavélina fengi hann ekki afhenta filmuna úr henni. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.