Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Útlaginn Áþjóðveldisöld var löggjafar-valdið í höndum alþingis- manna, en þá vantaði fram- kvæmdavald – sem sé ráðherra og tilheyrandi ríkisstofnanir handa þeim að ráða yfir. Ef menn sýndu sig í því að vera óalandi og óferj- andi var hvorki hægt að vista þá á Kvíabryggju né stinga þeim í fang- elsi, svo að það var úr vöndu að ráða. EN ALÞINGI – þá eins og nú – hafði ráð undir hverju rifi. Þetta var löngu áður en ferðalög komust í tísku sem afþreying og enginn hafði nokkru sinni heyrt talað um dagpeninga. Ferðalög voru skelfi- legur hlutur. Ef menn gátu fleytt sér lifandi milli landa á frumstæð- um seglbátum máttu þeir bóka að hjá framandi þjóðum væru þeir í besta falli hafðir að féþúfu og í versta falli drepnir af ræningjum og stigamönnum. EKKERT Í VERÖLDINNI var jafn fyrirkvíðanlegt og að fara í ferðalag. Þess vegna fann Alþingi upp þá snjöllu refsingu sem nefnd var „fjörbaugsgarður“. Hún fólst í því að misindismönnum var út- skúfað úr samfélaginu og gert að ferðast til útlanda og dvelja utan Íslands í þrjú ár til að hugsa ráð sitt. Að öðrum kosti voru þeir rétt- dræpir hvar sem til þeirra náðist. Hinir útskúfuðu voru nefndir út- lagar eða útilegumenn, og frægir krimmar eins og Grettir Ásmunds- son og Gísli Súrsson kusu heldur að fara huldu höfði í óbyggðum Ís- lands en hrekjast til útlanda. Gunnar Hámundarson neitaði meira að segja að fara út af land- areign sinni. Þeir voru vitanlega allir drepnir. NÚ TIL DAGS þykir eftirsóknar- vert að fara til útlanda. Þar eru vínber ódýrari en hér, meira sól- skin og útsölur góðar. Refsingin fjörbaugsgarður glataði gildi sínu. Það er því fagnaðarefni að þjóð- ræknir alþingismenn skuli nýverið hafa gert tilraun til að endurvekja þá íslensku hefð að útskúfa saka- mönnum. Kristinn H. Gunnarsson, sem verið hefur til margvíslegra vandræða – og var meira að segja á móti því að Íslendingar færu í heilagt stríð við Íraka – hefur nú hlotið makleg málagjöld, og kallað yfir sig skelfilegustu örlög sem stjórnmálamenn geta hugsað sér. Hann hefur verið útilokaður frá því að sitja í nefndum! ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.