Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 4
4 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Bandarískur dómari segir lögin ganga of nærri persónuvernd: Þjóðræknislögin brjóta gegn stjórnarskránni BANDARÍKIN, AP Í annað sinn á skömmum tíma hefur fallið dóm- ur þar sem svokölluð þjóðræknis- lög, sem Bandaríkjaþing sam- þykkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, eru sögð brjóta gegn stjórnarskránni. Lögin veita bandarískum lög- reglustofnunum víðtækar leitar- og eftirlitsheimildir sem dómarar segja ganga of nærri persónu- vernd einstaklinga. Þjóðræknislögin heimila lög- reglu að safna upplýsingum um síma- og netnotkun einstaklinga án þess að þeir fái nokkurn tíma að vita af því. Bandarískur alríkis- dómari hefur nú kveðið upp þann úrskurð að þetta brjóti gegn því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um að fólk geti leitað rétt- ar síns gagnvart yfirvöldum. Þar sem lögin banna síma- og netfyrir- tækjum að láta viðskiptavini sína vita um eftirlitið er tekið fyrir þann möguleika. Í janúar komst annar alríkis- dómari að þeirri niðurstöðu að ann- ar hluti laganna, sem bannar fólki að aðstoða hryðjuverkasamtök eða veita þeim upplýsingar, bryti gegn stjórnarskránni þar sem ákvæðin væru of almennt orðuð og gætu brotið gegn málfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. „Það er næstum öruggt að þessu verður áfrýjað,“ sagði John Ashcroft dómsmálaráðherra en mannréttindasamtök fögnuðu nið- urstöðunni. ■ DÓMSMÁL Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sér- staklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á hon- um þar sem hann lá í gólfinu. Stef- án hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburður í hinum tveimur lík- amsárásunum er mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síð- asta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrir- myndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslu- lausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi ver- ið fram á vegna hagsmuna al- mennings. Verjandinn segir Stef- án hafa beðið fangelsismálayfir- völd um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neit- að vegna agabrota. „Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur ver- ið óþekkur allt sitt líf,“ sagði verj- andinn. Þegar hann hafi svo losn- að út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás árið 2002 á heimili sínu á Skelja- granda, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. hrs@frettabladid.is GEIR HAARDE Fjármálaráðuneytið segir tekjur og gjöld rík- isins í samræmi við fjárlög og fjáraukalög. Ríkisreikningur 2003: Hallinn á ríkissjóði 6 milljarðar STJÓRNMÁL Niðurstöðutölur ríkis- reiknings fyrir árið 2003 sýna 6,1 milljarðs króna halla á rekstri ríkis- sjóðs samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu saman- borið við 33,3% árið 2002. Fjármála- ráðuneytið segir að tekjubreytingin milli ára endurspegli góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Gjöld ársins vvoru 281 milljarð- ur króna eða 34,6% af landsfram- leiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heil- brigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkis- sjóði og námu þau alls 152 milljörð- um króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi út- gjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Útgjöld jukust mest til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. ■ ■ MIÐ-AUSTURLÖND Var rétt að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt? Spurning dagsins í dag: Ætti að veita undanþágu í kennara- verkfallinu vegna fatlaðra nemenda? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 67% 33% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KOMNIR TIL ÍTALÍU Á fimmta hundrað karlmenn voru um borð í skipinu. Ólöglegir innflytjendur: 400 komu til Ítalíu ÍTALÍA, AP Rúmlega 400 ólöglegir innflytjendur komu á land á Lampedusa, lítilli ítalskri eyju nærri Sikiley. Innflytjendurnir voru komnir víða að, sumir frá Marokkó, aðrir frá Írak, Bangla- desh og Palestínu. Nokkur þúsund ólöglegir innflytjendur freista þess ár hvert að komast til Evrópu í gegnum Ítalíu. Dóms- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða hugmyndir um að koma upp búðum þar sem ólöglegir innflytj- endur verða vistaðir meðan fjall- að er um mál þeirra. Þýski innan- ríkisráðherrann, Otto Schily, vill setja slíkar búðir upp í norðan- verðri Afríku. ■ STEFÁN LOGI SÍVARSSON Í RÉTTARSAL Þriðja líkamsárasin sem Stefán er ákærður fyrir er gegn ungri konu. Stefán segist ekkert muna vegna áfengis- og vímuefnaneyslu en hann neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á konur. Krefst fjögurra ára fangelsis Sækjandi krefst þess að Stefán Logi Sívarsson verði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir. Verjandi hans vill að tekið verði tillit til erf- iðrar æsku. Kvöldsögur föður Stefáns hafi verið um ofbeldi og drykkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LÖGREGLA Einn enn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára. Maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn í fyrradag og úr- skurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald síðar sama dag. Nú eru alls sjö í gæsluvarð- haldi vegna málsins, fimm á Íslandi og tveir í Hollandi. Beðið hefur verið um framsal annars mannanna í Hollandi en ekki er ljóst hvort orðið verður við beiðninni. Ásgeir Karlsson, hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, segir rannsóknina enn vera í fullum gangi og verði áfram. Upphaf málsins má rekja til þess þegar þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Detti- fossi í mars. Í framhaldinu fannst mikið magn af am- fetamíni í vörusendingu í skipinu í júlí. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló. Þá fundust tvö þúsund skammtar af LSD í póstsendingu. ■ PYNTAÐIR VIÐ YFIRHEYRSLUR Tveir menn sem ákærðir hafa verið fyrir að skipuleggja tilræði við erlenda sendimenn í Jórdaníu neita öllum ákærum og segjast hafa verið pyntaðir til að játa á sig brot. Mennirnir, annar frá Kúvæt en hinn frá Sádi-Arabíu, voru handteknir í byrjun júní. BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR Leyndardómur ljónsins er fjórða bók Brynhildar. Barnabókaverðlaunin: Leyndar- dómur ljónsins vann VERÐLAUN Brynhildur Þórarinsdóttir hlaut í gær Íslensku barnabókaverð- launin fyrir bók sína Leyndardómur ljónsins en verðlaunaafhending fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Dómnefnd var sammála um að handritið bæri af öðrum sem send voru inn í keppnina og í áliti hennar segir meðal annars að um sé að ræða dularfulla og spennandi sögu, þar sem höfundi takist að koma lifandi og skemmtilega lýsingu á samfélagi krakka í skólabúðum úti á landi. Leyndardómur ljónsins er fjórða bók Brynhildar en hún gaf út sína fyrstu bók, Lúsastríðið, árið 2002. Síðan þá hafa komið út tvær bækur eftir hana, Njála og Egla, sem eru endurritun á Njálssögu og Egils- sögu. ■ Dettifossmálið: Enn einn í haldi JOHN ASHCROFT DÓMSMÁLARÁÐHERRA Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að ganga of nærri mannréttindum með þjóð- ræknislögunum. Ashcroft segir þau hins vegar nauðsynleg í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.