Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 1. október 2004 35
Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060
Hljóðfærahúsið og Trommustúdíóið kynna
Tveggja vikna trommunámskeið hefst þann
4. október n.k. Kennarar eru Gulli Briem og Jóhann
Hjörleifsson.
Þátttakendur fá nýja kennslubók á íslensku, trommukjuða
og geisladisk. Námskeiðið samanstendur af einkatímum,
hóptímum og samspili.
Upplýsingar og skráning í síma 661 9011
og í Hljóðfærahúsinu sími 525 5060.
Trommuleikur frá byrjun - nýja kennslubókin eftir Gulla
og Jóhann er einnig fáanleg stök og kostar kr. 2.590,-
Bókinni fylgir geisladiskur.
Kenns
lubóki
n
Tromm
uleiku
r
frá byr
jun
fylgir ö
llum tr
ommu
settum
!
Premier Cabria án diska.
Alvöru trommusett.
Frá 79.900 kr.
Tilboð
á trommusettum og fylgihlutum!
Trommuvörur frá flottustu
framleiðendum í heimi!
BIKAR Á LOFT Eiríkur Önundarson, fyrir-
liði ÍR-inga, lyftir hér Reykjavíkurmeist-
arabikarnum í gær. Fréttablaðið/Pjetur
ÁFRAM Í ÁRBÆNUM
Þorlákur Árnason mun stýra
Fylkisliðinu áfram næsta
sumar.
Reykjavíkurmót karla í körfu:
ÍR meistari
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar tryggðu sér
Reykjavíkurmeistaratitilinn í kör-
fubolta í gær þrátt fyrir að tapa
95–93, fyrir Fjölni í Grafarvogi.
ÍR, Fjölnir og KR urðu öll jöfn
með sex stig en ÍR-ingar höfðu
betur út úr innbyrðisviðureignum
liðanna þriggja.
Eiríkur Önundarson, fyrirliði
ÍR-ingar, spilaði aðeins í seinni
hálfleik vegna meiðsla en var allt
í öllu þær 13 mínútur sem hann
spilaði og skoraði á þeim 15 stig.
Ómar Sævarsson átti einnig
frábæran dag hjá ÍR en hann
skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 5
stoðsendingar og varði 4 skot en
næstur honum í stigaskorun kom
Danny McCall með 16 stig,
Eiríkur skoraði 15 og Ólafur
Þórsson var með 12 stig, öll úr
þriggja stiga skotum í þriðja
leikhluta þegar ÍR vann upp 12
stiga forskot Fjölnis frá því í
hálfleik þegar Fjölnir leiddi
51–39. ÍR mátti tapa með fjórum
stigum og þeir náðu muninum
niður fyrir það í blálokin.
Darrel Flake átti algjöran
stórleik hjá Fjölni, skoraði 41 stig,
tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendin-
gar, Pálmar Ragnarsson var með
17 stig og Nemanja Sovic bætti
við 16 stigum og 8 fráköstum. ■
SIGUR HJÁ STÚDÍNUM Signý Hermanns-
dóttir skoraði 14 stig í gær.
Reykjavíkurmót kvenna í körfu:
Titillinn til ÍS
KÖRFUBOLTI Stúdínur vörðu Reykja-
víkurmeistaratitlinn í körfubolta
sinn með því að vinna 12 stiga
sigur á KR, 51–39, í seinni leik
liðanna í KR-heimilinu en ÍS vann
34 stiga sigur í fyrri leiknum og
mátti því tapað leiknum með 33
stigum. ÍS hafði 12 stig yfir í hálf-
leik, 26–14.
Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði
ÍS, fór fyrir sínu liði með 21 stig,
Signý Hermannsdóttir skoraði 14
stig og þær Hafdís Helgadóttir og
Þórunn Bjarnadóttir voru með 6
stig hvor. Hjá KR skoraði Lilja
Oddsdóttir 11 stig og Halla
Jóhannsdóttir var með 9 en Helga
Þorvaldsdóttir lék þarna sinn
fyrsta leik fyrir félagið eftir
meira en barnsburðarársleyfi. ■
Fylkismenn ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta sumar í Landsbankadeildinni:
Þorlákur verður áfram í Árbæ
HANDBOLTI Þorlákur Árnason
verður áfram við stjórnvölinn hjá
Fylkismönnum en hann tók við
stjórn liðsins síðastliðið haust. Þor-
lákur gerði þriggja ára samning
sem er uppsegjanlegur á
hverju ári.
Undir stjórn hans enduðu Fylk-
ismenn í fjórða sæti Landsbanka-
deildarinnar eftir að hafa verið í
efsta sætinu um tíma. Ásgeir Ás-
geirsson er formaður meistara-
flokksráðs Fylkis og hann var
ánægður með að samningurinn
væri nú í höfn og segir Fylkismenn
binda miklar vonir við störf hans.
„Þetta snérist fyrst og fremst
um að staðfesta áframhaldið, það
var gagnkvæmur vilji beggja aðila
að halda samstarfinu áfram. Það
eina sem kom í veg fyrir að samn-
ingurinn væri staðfestur fyrr var
að Þorlákur fór snögglega í ferð til
útlanda, í smá frí, og það náðist
einfaldlega ekki að klára málið
áður en hann fór.
Það var því bara formsatriði að
ganga frá samningnum. Við höfum
verið mjög ánægðir með hans störf
og erum bjartsýnir á framhaldið
hér í Árbænum,“ sagði Ásgeir Ás-
geirsson.
Þorlákur Árnason var áður við
stjórnvölinn hjá Val og hefur einn-
ig verið yfirþjálfari yngri flokka
hjá Skagamönnum. ■
Góð frammistaða í Þýskalandi
Á skotskónum
HANDBOLTI Logi Geirsson skoraði 8
mörk þegar lið hans, Lemgo, bar
sigurorð af 2. deildarliði Gens-
ungen í bikarkeppninni, 39-23.
Svissneska stórskyttan, Marc
Baumgartner, var meiddur og því
fékk Logi tækifæri í skyttustöð-
unni. Annar Íslendingur, Guðjón
Valur Sigurðsson, var einnig at-
kvæðamikill, en hann skoraði 6
mörk þegar lið hans, Essen, tapaði
fyrir Gummersbach, 29-30, og er
því úr leik í bikarnum. ■