Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 1. október 2004 29 EGGERT ÞORLEIFSSON Hlaut Grímu- verðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki. Belgíska Kongó aftur á svið Leikrit Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, kemur aftur upp á Nýja sviði Borgarleikhússins á sunnudagskvöld. Leikritið var frumsýnt sl. vor og fékk Eggert Þorleifsson þá Grímuverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki, en hann leikur fjörgamla konu, Rósalind. Í Belgísku Kongó segir frá Rósari sem er tveggja barna faðir í Reykjavík. Hann og Rósalind, föðuramma hans sem dvelur á elliheimili í höfuðborginni, hafa ekki talast við í sjö ár vegna hálf- tilefnislauss ósættis. Einn daginn tekur Rósar þá ákvörðun að reyna að sættast við ömmu sína og heim- sækja hana. Sú heimsókn leiðir síðan í ljós hvort tímabært sé að leita sátta eða hvort jafn ólíkt fólk og skyldmennin sem hér um ræð- ir hafi nokkuð hvert við annað að segja. Auk Eggerts leika Ellert A. Ingimundarson, Gunnar A. Hans- son og Ilmur Kristjánsdóttir í sýn- ingunni. ■ Fyrirlestrar í LHÍ Tveir fyrirlestrar verða fluttir í Listaháskóla Íslands mánudaginn 4. október. Fyrri fyrirlesturinn verður klukkan 12.30 í LHÍ Laugar- nesi, Dr. Leonard Emmerling fjall- ar um starf sitt sem sýningarstjóri í Kunstverein Ludwigsburg. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku. Seinni fyrirlesturinn verður klukk- an 17.00 í stofu 113 í LHÍ í Skip- holti. Þar mun Gerald McDermott, rithöfundur og myndlistarmaður frá Bandaríkjunum, segja frá og sýna dæmi um hvernig hann hefur túlkað fornar sögur frá mörgum menningarsvæðum og lífgað þær við á síðum bóka, en McDermott hefur samið og myndskreytt yfir þrjátíu bækur og kvikmyndir handa börnum. ■ Brynhildur Þórarinsdóttir Til hamingju! LEYNDARDÓMUR LJÓNSINS, eftir Brynhildi Þórarins- dóttur, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2004. Í umsögn dómnefndar um Leyndardóm ljónsins segir m.a.: „… dularfull og spennandi saga, þar sem höfundi tekst að skapa lifandi og skemmtilega lýsingu á sam- félagi krakka í skólabúðum úti á landi.“ Sagan segir frá fjórum krökkum sem kynnast í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þar eiga þau að dvelja saman í heila viku en strax á fyrsta degi fara undarlegir atburðir að gerast. Dularfullur skuggi, gamalt veggjakrot, draugasögur og fleira verður til að vekja forvitni krakkanna sem leggja ýmislegt á sig til að afhjúpa leyndarmál staðarins! Heillandi ljóðræna frá Tékkum Strengjakvartett frá Tékklandi, sem nefnist Pi-Kap, gistir Ísland um þessar mundir og hélt tónleika í Salnum í Kópavogi sl.þriðjudagskvöld. Kvartett- inn skipa Martin Kaplan og Lenka Simandlova á fiðlu, Miljo Milev á lág- fiðlu og Petr Pitra á selló. Tékkar eru mikil tónlistarþjóð og hafa lengi átt framúrskarandi flytjend- ur tónlistar og tónskáld í fremstu röð. Allir þekkja Bedrich Smetana og Ant- onin Dvorák. Átjándu aldar maðurinn Jan Zach er trúlega minna þekktur hér á landi, en stendur hinum löndum sínum ekki að baki, eins og vel mátti heyra í Sinfóníu hans nr. 2 í A dúr sem þarna var flutt. Heitið sinfónía var undir lok barokksins notað um hvers konar sjálfstæð verk fyrir hljóðfæri. Þetta verk Zachs er heilsteypt verk í dæmigerðum barokkstíl. Inni á milli glittir í galant stílinn sem vísar til fram- tíðar. Andi verksins er einkar ljóðrænn og minnir að því leyti á Händel. Þeir Smetana og Dvorák eru í tón- listarsögunni jafnan kenndir við þjóð- lega stefnu í tónlist. Það má til sanns vegar færa að þeir notuðu þjóðlög sem efnivið í verk sín og var það í samræmi við almenn stíleinkenni rómantísku stefnunnar. Fyrst og fremst eru verk þeirra háþróuð evr- ópsk fagurtónlist og alþjóðleg í þeim skilningi. Þótt stef sé fengið að láni einhvers staðar að, skiptir hitt mestu máli fyrir tónsmíðina hvað gert er við stefið. Strengjakvartettinn í F dúr eftir Dvorák, sem var næstur á efnis- skránni, hefur verið nefndur ameríski kvartettinn, vegna þess að tónskáldið bjó í Ameríku um þær mundir er verk- ið varð til og talið er að hluti stefjaefn- isins sé rekjanlegur til tónlistar svartra ameríkumanna og indíána. Ef þetta er rétt er mjög erfitt að finna því stað við venjulega hlustun. Þessi strengja- kvartett er mjög skýrt dæmi um evr- ópska síðrómantík. Í honum er fátt heyranlegt sem hægt er að tengja sér- staklega við Ameríku. Hins vegar kann það að hafa verið sniðugt sölutrikk á sínum tíma að halda þessu fram. Hin- ir fjórir kaflar eru eilítið misjafnir að gæðum. Fyrsti þátturinn er sérstaklega glæsilegur og heillandi ljóðrænn. Ljóðræna og myndræna eru líka orð sem koma í hugann í tengslum við Strengjakvartett no. 1 í e- moll eft- ir Smetana, sem var síðasta verkið á efnisskránni á þessum tónleikum. Smetana er þekktur fyrir óperur sínar og strengjakvartettinn er prógram verk með undirtitilinn „Úr lífi mínu“. Þar má heyra mikla tilfinningalega breidd og tónskáldið hefur á valdi sín- um mikla úrvinnslu úr stuttum stefj- um jafnt sem hátimbraða laglínusmíð. Strengjakvartettinn Pi-Kap lék þessi verk yfirleitt af miklum þokka. Hljóðfæraleikararnir starfa við sinfón- íuhljómsveitina í Karlovy Vary og óp- eruhljómsveitina í Pilsen. Á stöku stað mátti heyra að samleikur þeirra í kvartettinum er ekki þeirra aðalstarf. Hljómurinn var skýr og óþvingaður og svo virtist sem hljóðfærið sem fyrsti fiðlarinn lék á væri óvenjulega gott. ■ TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Salurinn í Kópavogi. Strengjakvartettinn Pi-Kap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.