Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 1. október 2004 29
EGGERT ÞORLEIFSSON Hlaut Grímu-
verðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki.
Belgíska
Kongó
aftur á svið
Leikrit Braga Ólafssonar,
Belgíska Kongó, kemur aftur upp
á Nýja sviði Borgarleikhússins á
sunnudagskvöld. Leikritið var
frumsýnt sl. vor og fékk Eggert
Þorleifsson þá Grímuverðlaunin
fyrir bestan leik í aðalhlutverki,
en hann leikur fjörgamla konu,
Rósalind.
Í Belgísku Kongó segir frá
Rósari sem er tveggja barna faðir
í Reykjavík. Hann og Rósalind,
föðuramma hans sem dvelur á
elliheimili í höfuðborginni, hafa
ekki talast við í sjö ár vegna hálf-
tilefnislauss ósættis. Einn daginn
tekur Rósar þá ákvörðun að reyna
að sættast við ömmu sína og heim-
sækja hana. Sú heimsókn leiðir
síðan í ljós hvort tímabært sé að
leita sátta eða hvort jafn ólíkt fólk
og skyldmennin sem hér um ræð-
ir hafi nokkuð hvert við annað að
segja.
Auk Eggerts leika Ellert A.
Ingimundarson, Gunnar A. Hans-
son og Ilmur Kristjánsdóttir í sýn-
ingunni. ■
Fyrirlestrar í LHÍ
Tveir fyrirlestrar verða fluttir í
Listaháskóla Íslands mánudaginn
4. október. Fyrri fyrirlesturinn
verður klukkan 12.30 í LHÍ Laugar-
nesi, Dr. Leonard Emmerling fjall-
ar um starf sitt sem sýningarstjóri
í Kunstverein Ludwigsburg. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á ensku.
Seinni fyrirlesturinn verður klukk-
an 17.00 í stofu 113 í LHÍ í Skip-
holti. Þar mun Gerald McDermott,
rithöfundur og myndlistarmaður
frá Bandaríkjunum, segja frá og
sýna dæmi um hvernig hann hefur
túlkað fornar sögur frá mörgum
menningarsvæðum og lífgað þær
við á síðum bóka, en McDermott
hefur samið og myndskreytt yfir
þrjátíu bækur og kvikmyndir
handa börnum. ■
Brynhildur Þórarinsdóttir
Til hamingju!
LEYNDARDÓMUR LJÓNSINS, eftir Brynhildi Þórarins-
dóttur, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2004.
Í umsögn dómnefndar um Leyndardóm ljónsins segir
m.a.: „… dularfull og spennandi saga, þar sem höfundi
tekst að skapa lifandi og skemmtilega lýsingu á sam-
félagi krakka í skólabúðum úti á landi.“
Sagan segir frá fjórum krökkum sem kynnast í
skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þar eiga þau að
dvelja saman í heila viku en strax á fyrsta degi fara
undarlegir atburðir að gerast. Dularfullur skuggi, gamalt
veggjakrot, draugasögur og fleira verður til að vekja
forvitni krakkanna sem leggja ýmislegt á sig til að
afhjúpa leyndarmál staðarins!
Heillandi ljóðræna frá Tékkum
Strengjakvartett frá Tékklandi, sem
nefnist Pi-Kap, gistir Ísland um þessar
mundir og hélt tónleika í Salnum í
Kópavogi sl.þriðjudagskvöld. Kvartett-
inn skipa Martin Kaplan og Lenka
Simandlova á fiðlu, Miljo Milev á lág-
fiðlu og Petr Pitra á selló.
Tékkar eru mikil tónlistarþjóð og
hafa lengi átt framúrskarandi flytjend-
ur tónlistar og tónskáld í fremstu röð.
Allir þekkja Bedrich Smetana og Ant-
onin Dvorák. Átjándu aldar maðurinn
Jan Zach er trúlega minna þekktur hér
á landi, en stendur hinum löndum
sínum ekki að baki, eins og vel mátti
heyra í Sinfóníu hans nr. 2 í A dúr sem
þarna var flutt. Heitið sinfónía var
undir lok barokksins notað um hvers
konar sjálfstæð verk fyrir hljóðfæri.
Þetta verk Zachs er heilsteypt verk í
dæmigerðum barokkstíl. Inni á milli
glittir í galant stílinn sem vísar til fram-
tíðar. Andi verksins er einkar ljóðrænn
og minnir að því leyti á Händel.
Þeir Smetana og Dvorák eru í tón-
listarsögunni jafnan kenndir við þjóð-
lega stefnu í tónlist. Það má til sanns
vegar færa að þeir notuðu þjóðlög
sem efnivið í verk sín og var það í
samræmi við almenn stíleinkenni
rómantísku stefnunnar. Fyrst og
fremst eru verk þeirra háþróuð evr-
ópsk fagurtónlist og alþjóðleg í þeim
skilningi. Þótt stef sé fengið að láni
einhvers staðar að, skiptir hitt mestu
máli fyrir tónsmíðina hvað gert er við
stefið.
Strengjakvartettinn í F dúr eftir
Dvorák, sem var næstur á efnis-
skránni, hefur verið nefndur ameríski
kvartettinn, vegna þess að tónskáldið
bjó í Ameríku um þær mundir er verk-
ið varð til og talið er að hluti stefjaefn-
isins sé rekjanlegur til tónlistar svartra
ameríkumanna og indíána. Ef þetta er
rétt er mjög erfitt að finna því stað við
venjulega hlustun. Þessi strengja-
kvartett er mjög skýrt dæmi um evr-
ópska síðrómantík. Í honum er fátt
heyranlegt sem hægt er að tengja sér-
staklega við Ameríku. Hins vegar kann
það að hafa verið sniðugt sölutrikk á
sínum tíma að halda þessu fram. Hin-
ir fjórir kaflar eru eilítið misjafnir að
gæðum. Fyrsti þátturinn er sérstaklega
glæsilegur og heillandi ljóðrænn.
Ljóðræna og myndræna eru líka
orð sem koma í hugann í tengslum
við Strengjakvartett no. 1 í e- moll eft-
ir Smetana, sem var síðasta verkið á
efnisskránni á þessum tónleikum.
Smetana er þekktur fyrir óperur sínar
og strengjakvartettinn er prógram
verk með undirtitilinn „Úr lífi mínu“.
Þar má heyra mikla tilfinningalega
breidd og tónskáldið hefur á valdi sín-
um mikla úrvinnslu úr stuttum stefj-
um jafnt sem hátimbraða laglínusmíð.
Strengjakvartettinn Pi-Kap lék
þessi verk yfirleitt af miklum þokka.
Hljóðfæraleikararnir starfa við sinfón-
íuhljómsveitina í Karlovy Vary og óp-
eruhljómsveitina í Pilsen. Á stöku stað
mátti heyra að samleikur þeirra í
kvartettinum er ekki þeirra aðalstarf.
Hljómurinn var skýr og óþvingaður og
svo virtist sem hljóðfærið sem fyrsti
fiðlarinn lék á væri óvenjulega gott. ■
TÓNLIST
FINNUR TORFI STEFÁNSSON
Salurinn í Kópavogi.
Strengjakvartettinn Pi-Kap.