Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 48
36 1. október 2004 FÖSTUDAGUR FRJÁLSAR/FFIMLEIKAR Þórey Edda Elís- dóttir er án efa fremsti frjáls- íþróttamaður okkar Íslendinga í dag en þessi geðþekka stúlka hafn- aði einmitt í 5. sæti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Aþenu sem fram fóru í ágústmánuði. Það eru færri sem vita að Þórey Edda hóf íþróttaferil sinn hjá Fim- leikafélaginu Björk í Hafnarfirði, þá 9 ára gömul. Í vikunni var Þórey Edda heiðruð af forráða- mönnum Bjarkar og eru þeir að vonum afar stoltir af þessum fyrr- um nemanda sínum. Fréttablaðið var á svæðinu og ræddi við Þóreyju Eddu. „Það er rosa gaman að koma hingað aftur og gaman að sjá hvað félagið hefur stækkað og dafnað mikið frá því að ég var hérna,“ segir Þórey Edda og það er óhætt að segja að henni sé vel tekið í Bjarkarhúsinu - það þverfótar varla fyrir litlum aðdáendum sem vilja hitta og spjalla við goðið og hún gefur sér góðan tíma í það og hvetur litlu iðkendurna til dáða. „Ef ég get komist svona langt þá getið þið það líka,“ segir hún. Flestir koma úr fimleikum Flestir stangarstökkvarar í fremstu röð koma úr fimleikum. Af hverju hentar fimleikagrunnur- inn stangarstökkvurum svona vel? „Stangarstökkið er svo fjölbreytt, þú þarft að vera sterkur í gegnum allan líkamann, höndum fótum jafnt sem í maga og baki,“ segir Þórey og bætir við. „Þetta er í raun eina greinin í frjálsum íþróttum sem er þannig, það eru mjög margir þættir sem þurfa að fara saman til að mynda þann heildarstyrk sem er nauðsyn- legur til að ná langt í grein- inni. Það er ekki nóg að geta híft sig upp á stönginni, þú þarft að vita tækni- lega hvern- ig þú ert í loftinu og geta hugsað á tæknilegum nótum og það er nauð- synlegt að þekkja líkamann og nota heilann í tengslum við líkams- hreyfingarnar. Það sama á við um fimleikana, þegar þú ert að stökk- va af gólfinu þarftu að þekkja lík- amann og vita nákvæmlega hvar þú ert í loftinu - þetta er flókið ferli og það er ekki nóg að vera bara hraður heldur þarftu að vera tæknilega góður og sterkur.“ Þórey nefnir til dæmis að marg- ar af rússnesku stelpunum sem í dag eru í allra fremstu röð, komi einmitt úr fimleikunum. „Flestar þessar bestu eru einmitt með mik- inn hraða og styrk og mikla fim- leikahæfileika. Feafanova var í fimleikum en veit reyndar ekki al- veg með Isinbayevu það er mjög áberandi hvað fimleikagrunnurinn nýtist vel í stangarstökkinu.“ Stangarstökk kvenna er frekar ung grein og það var fyrst keppt í henni á Ólympíuleikum fyrir fjór- um árum í Sidney og þróunin hefur verið mjög ör sem og fram- farirnar. Í framhaldi af því, eru margar stelpur að koma inn í stangarstökkið í dag sem hafa ein- faldlega bara æft þá grein? „Það er til líka, þá eru þær kannski búnar að æfa stangarstökk frá því í kringum 16 ára aldurinn en eru þó búnar að vera gera fimleikaæfing- ar,“ segir Þórey sem byjaði byrjaði sjálf 19 ára gömul að æfa stangar- stökk. „Ég nefni sem dæmi um hversu fimleikaæfingar eru mikil- vægar fyrir iðkendur í stangar- stökki að þá æfi ég ennþá fimleika einu sinni í viku.“ Stefnir á frekari framfarir Þórey Edda stefnir á áfram- haldandi framförum í sinni grein og telur sig eiga talsvert inni. „Ég ætla og get farið hærra, ef ég ætl- aði mér ekki hærra væri ég ein- faldlega hætt. Ég stefni bara á að halda áfram á þessari braut,“ segir Þórey sem býr í Þýskalandi þessi misserin, nánar tiltekið í Leverku- sen, og lætur hún vel af dvöl sinni þar. „Það er gott að vera þarna, frábærar aðstæður og toppþjálfun og ég gæti í raun ekki beðið um mikið meira,“ segir Þórey Edda en hún er í fjarnámi í verkfræði frá Háskóla Íslands og er líka á þýsku- námskeiði og dagskráin hjá henni er greinilega þéttskipuð. Í framhahaldi af því er þá spurt – hefur afreksfólk eins og Þórey Edda tíma fyrir félagslíf, er ein- hvern tíma frí frá æfingum og keppni? „Það er meira á öðrum nótum en hjá venjulegu fólki.“ Hún segir félagslíf sitt tengjast íþróttinni mjög mikið. „Þegar ég er að ferðast á mótin um allan heim þá hitti ég mína útlendu félaga sem koma frá fjölmörgum löndum. Þetta er ekkert pöbbarölt, eins og gefur að skilja, en það er alveg nauðsynlegt að viðhalda félagslega þættinum þótt maður sé í einstak- lingsíþrótt sem krefst nokkuð mik- illar einveru.“ Er enginn tími fyrir kærasta? „Ég veit það nú ekki,“ segir Þórey og svipurinn er óræður. „Hann hlýtur að vera til einhversstaðar.“ Þórey Edda er pólítísk og hefur látið til sín taka á þeim vettvangi og var meðal annars í öðru sæti á lista vinstri grænna fyrir síðustu alþingiskosningar í suð-vestur kjördæmi. Hefur hún hug á að láta meira til sín taka á þeim vett- vangi? Lærdómsrík reynsla „Ég hef ekki tekið neina ákvörð- un um það ennþá, þetta var skemmtileg og lærdómsrík reynsla. Ég hef mikinn áhuga á íþróttapólítík og það getur vel ver- ið að ég fari meira út í hana heldur en landspólitíkina – ég er í það minnsta afar opin fyrir frekari þátttöku,“ segir Þórey Edda Elís- dóttir að lokum. sms@frettabladid.is Þið getið líka komist svona langt Þórey Edda Elísdóttir hitti yngstu iðkendurna í fimleikafélaginu Björk þar sem hún var heiðruð í fyrrakvöld. Þórey Edda hóf einmitt feril sinn í fimleikum í Björk en hún náði fimmta sætinu í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Aþenu. Crystal Palace hefur ráðið til sín gríska miðvörðinn Vassillis Lakis. „Við erum mjög ánægðir að leikmaður af svo háum staðli sem Vassilis er sé kom- inn í okkar raðir,“ sagði Iain Dowie, framkvæmdastjóri Palace. Crystal Palace hefur ekki gengið vel í ensku deildinni og hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu 7 leikj- um liðsins. Lakis varð Evrópumeistari með gríska landsliðinu fyrr á árinu. Fyrsti leikur hans með Palace verð-ur gegn Fulham á mánudaginn. Bobby Gould, knattspyrnustjóriPeterborough United í 3. deild, gerði sér lítið fyrir og hætti hjá liðinu í hálfleik í leik gegn Bristol City. Kall- inn pakkaði saman og fór heim og kláruðu leikmenn liðsins viðureignina upp á eigin spýtur sem fór 1-0 fyrir Bristol. „Já, það er rétt. Hann fór í hálfleik,“ sagði Barry Fry, fram- kvæmdastjóri Peterborough. „Ég held að þetta hafi verið versti mánuður lífs míns. Þetta er í síðasta sinn sem hann kemst upp með eitthvað svona.“ Ekki er hægt að segja að Gould hafi riðið feitum hesti sem knattspyrnustjóri ef undanskilinn er úrslitaleikurinn um enska bikarinn þegar lið hans, Wimbledon, vann Liverpool í úrslitaleik. Gould hefur m.a. verið við stjórnvölinn hjá Cardiff, Coventry City og Bristol Rovers en aldrei náð neinum teljandi árangri. Eigendur Silversto-ne-brautarinnar segjast hæfilega bjartsýnir á mögu- leikunum að halda Formúlu 1 kappaksturinn á næsta ári. Skipulag næsta keppnistíma- bils er í umsjá Bern- ie Ecclestone en hann fer fram á 8,9 milljónir punda sem eigendur Silver- stone virðast ekki geta reitt af hendi. „Við höfum gert Ecclestone gott til- boð og við bíðum nú eftir svari frá honum,“ sagði Alex Hooten, stjórn- arformaður British Racing Drivers’ Club. Hooten fullyrti að tilboðið væri þess eðlis að eigendur Silverstone myndu ekki græða á kappakstrinum. Enski kylfingurinnNick Faldo hefur boðið sig fram í fyrir- liðastöðu Evrópu- manna á næsta Ryder-bikarsmóti sem fer fram í K Club á Írlandi árið 2006. Hinn 47 ára gamli Faldo full- yrðir að hann hafi reynsluna sem til þarf. „Ég veit hvaða brellum þeir munu reyna að beita,“ sagði Faldo. „Það er ekki margt nýtt sem hægt er að gera og ef reynslan er fyrir hendi, þá veit maður að hverju maður geng- ur.“ Faldo hefur keppt 11 sinnum í Ryder-bikarnum og á fjóra sigra að baki. „Ef nefndin leitar til mín, þá verð ég tilbúinn,“ sagði Nick Faldo. Harry Redknapp, knattspyrnustjóriPortsmouth, vill ólmur ná í frans- ka varnarmanninn Marcel Desailly. Desailly, sem er 36 ára, er samnings- laus eftir að hann sagði skilið við Chelsea eftir síðasta tímabil. „Ég er að leita að varnarmanni sem er án samnings,“ sagði Redknapp. „Það er enginn í Bretlandi, það er búið að negla þá nú þegar.“ Redknapp fullyrti að hann hefði leitað út fyrir land- steinana og sett sig í samband við Desailly. „Ég hef talað nokkrum sinn- um við piltinn en hann er kominn með gott starf við sjónvarp í Frakk- landi og langar ekki að leika knatt- spyrnu í augnablikinu. VIð verðum bara að sjá til,“ sagði Harry Red- knapp. Juergen Klins-mann, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að leyfa nokkrum ungum leikmönnum að spreyta sig í vináttu- leik við Írani. Reynsluboltar á við markvörðinn Oliver Kahn verða ekki með í leiknum. „Það verða um 100 þúsund manns við- staddir leikinn í Teheran,“ sagði Klins- mann. „Það er mikilvægt fyrir ungu leikmennina að fá að upplifa svo- leiðis stemningu.“ Hinn tvítugi Per Mertesacker, sem leikur með liði Hanover, þreytir frumraun sína í leiknum sem og Thomas Hitzl- sperger, varnarmaður Aston Villa. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Þjálfararáðstefna í tengslum við VISA bikarúrslitaleik karla Dagskrá: 09:00 Ávarp Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ 09:05 Hugrenningar og betri tækni við þjálfun Ólafur Kristjánsson, þjálfari mfl. karla hjá Fram 09:35 Danska landsliðið á EURO 2004 í Portúgal Peter Bonde, Fræðslustjóri Danska Knattspyrnusambandsins og aðstoðarþjálfari Danska landsliðsins 11:30 Spáð í VISA bikarúrslitaleikinn Farið yfir tölfræði liðanna sem leika til úrslita 12:00 Fulltúar liðanna sem leika til úrslita Fulltrúar Keflavíkur og KA mæta 12:30 Hádegisverður á Grand Hótel 14:00 Úrslitaleikur VISA bikarsins Keflavík KA Ráðstefnustjóri er Jörundur Áki Sveinsson Verð Kr. 2.500,- fyrir félagsmenn KÞÍ Kr. 5.000,- fyrir ófélagsbundna Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á kthi@isl.is UMVAFIN FRAMTÍÐAR FIMLEIKASTJÖRNUM Þórey Edda Elísdóttir fékk góðar móttökur hjá ungum fimleikastúlkum í Björk þegar hún heimsótti þær í Bjarkarhúsið í Hafnarfirði. Þórey Edda hóf einmitt feril sinn í fimleikum hjá Björk. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvennalandsliðið mætti Ólympíumeisturunum: Þriggja marka tap FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði seinni leik sínum gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 0-3, í fyrrnótt en leikið var frammi fyrir 6.386 áhorfendum á hinum glæsilega Heinz-velli í Pittsburgh. Banda- ríska liðið vann nauman 4-3 sigur í fyrri leiknum á laugardaginn var, þar sem sigurmarkið kom þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Bandaríska liðið byrjaði leik- inn vel í fyrrinótt og fyrsta mark liðsins kom eftir aðeins 85 sek- úndur og aðalhetja bandaríska liðsins, Abby Wambach, sem lagði fyrra markið upp var búin að koma Bandaríkjunum í 2-0 eftir aðeins 18 mínútna leik. Wambach skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og hefur skorað 21 mark fyrir landsliðið á árinu sem er það næstmesta í sögunni. Ís- lenska liðið varðist aftarlega í leiknum og náði ekki að ógna mikið bandaríska markinu. Þriðja mark bandaríska liðsins kom á 61. mínútu þegar Kristine Lilly skoraði sitt 99. landsliðs- mark og vantar því eitt mark til að verða fimmta knattspyrnu- konan frá upphafi til að skora 100 mörk. Íslensku stelpurnar stóðu sig vel í þessari ævintýraferð til Bandaríkjanna þar sem þær stóðu í besta liði heimsins í dag ef marka má niðurstöður Ólympíuleikanna á dögunum. Góðu minningarnar eru þó mun fleiri úr fyrri leiknum þar sem ís- lenska liðið náði að vinna upp þriggja marka forskot og var ná- lægt því að ná jafntefli gegn þessu sterka bandaríska liði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.