Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 10

Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 10
BAGDAD, AP Fleiri börn féllu í sprengjuárás í Bagdad í gær en höfðu áður látist í einni og sömu árásinni frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Nær fimmtíu manns létu lífið í margvíslegum árásum í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru börn, 35 af þeim 46 sem lét- ust. Að auki særðust rúmlega 200 manns, að sögn sjúkrahússtarfs- fólks og hermálayfirvalda. Langsamlega mannskæðasta árin átti sér stað í vesturhluta borgarinnar. Þar var fjöldi fólks samankominn til að fagna því að nýtt skólpleiðslukerfi var tekið í notkun. Í það minnsta 42 létust í árásinni, sjö fullorðnir og 35 börn. Þar særðust einnig rúm- lega 140 manns, flestir íraskir borgarar en einnig tíu bandarísk- ir hermenn. „Bandaríkjamennirnir köll- uðu okkur til sín og spurðu okkur hvort við vildum sælgæti. Við fórum til þeirra og þá sprakk bíll,“ sagði hinn tólf ára gamli Abdel Rahman Dawoud þar sem hann lá særður á sjúkrahúsi. ■ 10 1. október 2004 FÖSTUDAGUR AFMÆLISHÁTÍÐ UNDIRBÚIN Skólabörn þvoðu styttu af Mahatma Gandhi í fæðingarbæ hans Sabarmati Ashram í Ahmadabad-héraði í Indlandi. Þess verður minnst á morgun að 135 ár eru liðin frá fæðingu Gandhis. Íbúðalánasjóður: Engin ógn af uppgreiðslu lána LÁN Uppgreiðsla lána Íbúðalána- sjóðs ógnar ekki stöðu sjóðsins, að sögn Halls Magnússonar, sér- fræðings hjá Íbúðalánasjóði. Við breytingu húsbréfa í íbúðabréf tók Íbúðalánasjóður ný lán sem ekki eru með uppgreiðsluheimild. Því kann sú staða að koma upp að sjóðurinn geti ekki greitt upp sín lán þótt lántakendur sjóðsins greiði lán sín upp að fullu og sjóð- urinn þannig setið uppi með fjár- muni sem hann geti ekki notað til uppgreiðslu lána. En að sögn Halls var ráð fyrir þessu gert við undirbúning breyt- inganna og þessi hætta er því ekki fyrir hendi. „Ástæðan er sú að við skildum eftir 30 prósent af hús- bréfaeigninni, af því að við gerð- um okkur grein fyrir að núver- andi ástand gæti komið upp,“ segir Hallur. Hann segir að vegna þessara húsbréfaeignar sjóðsins þurfi uppgreiðsla lána að fara í 100 milljarða áður en vandræðaá- stand skapist. „Þó svo að við höf- um ekki gert ráð fyrir að upp- greiðsla lána myndi eiga sér stað svo fljótt sem raun ber vitni og í svo miklum mæli, þá er þetta ekki mál til að hafa áhyggur af,“ segir Hallur. Hann vill ekki gefa upp í hve miklum mæli lántakendur sjóðsins hafa greitt upp sín lán að undanförnu en segir þær mun lægri en lántökutölur bankanna gefi til kynna. „Bankarnir eru í raun með þessum nýjum lánum að minnka vaxtatekjur sínar af út- lánum. Áhrif nýju lánanna hafa þvi miklu meiri áhrif á þá en Íbúðalánasjóð,“ segir Hallur. ■ Blessun eða bölvun? Margt bendir til þess að því auðugri sem ríki eru af náttúruauðlindum þeim mun hættara sé þeim við ólgu og átökum. AUÐLINDIR Svo virðist sem náttúru- auðlindir færi þjóðum meira böl en blessun. Bent hefur verið á að ríkjum sem auðug eru af góðmálm- um eða olíu vegni oft illa í efna- hagslegu tilliti og sé þar að auki mun hættara við átökum en þeim ríkjum sem fáar auðlindir hafa. Deilur um yfirráð yfir náttúru- auðlindum hafa verið rót allflestra stríðsátaka síðari ára. Demantar voru ein höfuðástæða borgarastyrj- aldarinnar í Sierra Leone, Írak réðst á sínum tíma inn í Kuveit vegna olíuhagsmuna og uppreisn- armenn sem berjast gegn nígerísk- um stjórnvöldum þessa dagana segjast ætla ná olíulindum landsins undir sig. Á það hefur einnig verið bent að ríkjum sem náttúran hefur gætt auðlindum vegni verr efnahagslega en þeim sem litlar auðlindir hafa, þjóðarframleiðsla þeirra er lítil og flestir íbúanna snauðir. Þannig býr Japan ekki yfir neinum sérstökum náttúruauðæfum en er engu að síður í hópi ríkustu þjóða heims. Flest ríki Afríku búa við hins vegar við sára fátækt þrátt fyrir gnægð auðlinda. Sjálfsagt hefur sá að- stöðumunur sem þegar er á stöðu ríkra og fátækra þjóða hér talsvert að segja en hagfræðingar hafa jafn- framt tiltekið nokkur atriði sem benda til þess að sjálfar náttúru- auðlindirnar séu orsökin. Til dæmis gera hinar öruggu auðlindatekjur það að verkum að áhrifamenn reyna frekar að sölsa undir sig stærri hluta kökunnar í stað þess að reyna að stækka hana. Oft leiðir til átaka af togstreitunni sem skapast við þetta. Miklar útflutningstekjur af góðmálmum og olíu hafa það í för með sér að gjaldmiðill viðkom- andi ríkis styrkist svo mikið að aðrar útflutningsgreinar eiga oft mjög erfitt uppdráttar. Afleiðing af þessu er atvinnuleysi og almenn fá- tækt, enda skapast fá störf við úr- vinnslu auðlindanna. Á meðan verð- ur rík forréttindastétt enn auðugri. Sem betur fer eru ekki öll ríki sem ráða yfir náttúruauðlindum dæmd til örbirgðar og átaka. Lýð- ræðislegir stjórnarhættir og opið stjórnkerfi skilja hér gjarnan á milli feigs og ófeigs. Dæmi um þetta er Afríkuríkið Botswana sem er afar auðugt af demöntum og hefur búið við um 8% hagvöxt í ára- tugi. Þar er lýðræði fast í sessi og stöðugleiki ríkir þótt stór hluti þjóðarinnar sé sýktur af alnæmi. sveinng@frettabladid.is ■ EVRÓPA BISKUP VÍKUR Austurríski biskupinn Kurt Krenn hefur látið undan þrýst- ingi og sagt af sér embætti. Hann sætti mikilli gagn- rýni eftir að í ljós kom að mikið magn barnakláms var að finna í kaþólskum prestaskóla sem hann stýrði. Þar voru einnig myndir af kynferðislegum at- höfnum prestsnema og kenn- ara. ÓTTAST LITLA KJÖRSÓKN Yfir- völd í Bosníu gera nú það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja góða kjörsókn í sveit- arstjórnarkosningum um helg- ina. Vegna áhugaleysis almenn- ings er óttast að kjörsókn verði lítil í fyrstu kosningunum í Bosníu eftir lok borgarastríðs- ins sem heimamenn skipu- leggja. SPRENGJA Í BROTAJÁRNINU Al- banskir feðgar létust þegar jarðsprengja sprakk innan um brotajárn sem þeir voru að róta í. Feðgarnir höfðu verið að safna brotajárni til að selja. Jarðsprengjan var falin innan um brotajárnið og sprakk þegar sonurinn ætlaði að setja það á bak burðarhests. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. AUÐLINDIR ERU OFT RÓT ÁTAKA Alelda olíubrunnur í Írak Ráðist á fólk sem fagnaði vígslu mannvirkis: Tugir barna létust í sprengjuárás BER BRÓÐUR SINN Á SJÚKRAHÚS Tugir barna létust og fjöldi þeirra særðist í sprengjuárás í Bagdad. Þessi maður flutti yngri bróður sinn á sjúkrahús til aðhlynningar. REIKNUÐU MEÐ NÚVERANDI ÁSTANDI „Þó svo að við höfum ekki gert ráð fyrir að uppgreiðsla lána myndi eiga sér stað svo fljótt sem raun ber vitni og í svo miklum mæli, þá er þetta ekki mál til að hafa áhyggur af,“ segir Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.