Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 54
Fimm manna hljómsveit með þremur bassaleikurum, ásamt píanista og trommuleikara, verður víst að teljast með frekar óvenjulega hljóðfæraskipan. Í kvöld standa þeir þrír á svið- inu á Hótel sögu, Íslendingurinn Árni Egilsson, Daninn Niels- Henning Örsted Pedersen og Bandaríkjamaðurinn Wayne Darl- ing. Með þeim spila austurrískur píanóleikari sem heitir Fritz Pauer og bandarískur trommu- leikari, John Hollenbeck, sem hefur áður spilað hér á landi. Þeir Árni og Niels-Henning hittust fyrst fyrir þrjátíu árum, en þekkjast annars lítið. „Við tveir vorum síðan ráðnir til að taka þátt í bassasamkundu í Graz í Austurríki árið 2001. Það fór mjög vel á milli okkar, sem er óvenjulegt því við erum mjög ólíkir. Þótt við spilum á sama hljóðfærið gerum við það með mjög ólíkum stíl.“ Síðan fengu þeir þá hugmynd að gera plötu saman, og gerðu hana með þriðja bassaleikaran- um, Wayne Darling, sem er yfir- maður djassdeildar tónlistar- skólans í Graz. „Fyrstir til þess að gera svona voru bassaleikararnir Ray Brown, Christian McBride og John Clayton. Þeir héldu tónleika og gerðu síðan plötu, en þeir voru líka með heilt big band á bak við sig. Við erum hins vegar með einn besta píanista Austurríkis, og svo alveg yndislegan trommara.“ Árni hefur um áratuga skeið haft þann starfa að leika inn á kvikmyndir í Los Angeles. Hann er jafnvígur á djass og klassík, en finnst samt að hann sé helst á heimaslóðum í djassinum. ■ 1. október 2004 FÖSTUDAGUR ■ TÓNLEIKAR Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Fáðu flott munnstykki FÖSTUDAGUR 1/10 GEITIN - eða Hver er Sylvía? eftir Edward Albee kl 20:00 LAUGARDAGUR 2/10 CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir! Kl 20:00 RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir SHAKESPEARE í samstarfi við VESTURPORT Kl 20:00 SUNNUDAGUR 3/10 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Kl 14:00 BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Grímuverðlaun: Eggert Þorleifsson fyrir besta leik í aðalhlutverki Kl 20:00 RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir SHAKESPEARE í samstarfi við VESTURPORT Kl 20:00 UPPSELT Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík SÍÐASTA SÖLUVIKA: ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR - VERTU MEÐ Í VETUR - Miðasa la á net inu: www.borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R SÍÐASTA SÖ LUVIKA SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER KL. 20 TÍBRÁ: SPÆNSK TÓNLIST Auður Gunnarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja ástríðufull sönglög og píanóverk eftir nokkur af helstu tónskáldum Spánar. Miðasala hafin. Verð 2.000/1.600 kr. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 1 2 3 4 Föstudagur OKTÓBER Þrír bassar kveðast á ÁRNI EGILSSON Hann kemur fram ásamt bassaleikurunum Niels-Henning Örsted Ped- ersen og Wayne Darling á tónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur á Hótel Sögu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Trommaradúettinn Stein- tryggur spilar í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð.  20.30 Hljómsveitin Icelandic Sound Company heldur tónleika í Draugabarnum, Stokkseyri.  21.00 Feðginin Ólafur B. Ólafsson harmónikkuleikari og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöng- kona halda skemmtikvöld í Braut- arholti á Skeiðum. Skemmtunin er tileinkuð móður Ólafs, Sigur- veigu Hjaltested óperusöngkonu.  21.00 Hörður Torfason verður með tónleika á Snúllabar í Hvera- gerði.  23.00 Í tilefni af útgáfu hljómplöt- unnar C4 mun hljómsveitin Cer- es4 halda útgáfutónleika á Grand Rokk, Smiðjustíg 6 föstudaginn 1. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og fylgir bjór hverjum greiddum miða.  23.59 Hljómsveitirnar Touch og The Foghorns efna til tónleika á skemmtistaðnum Traffic í Kefla- vík föstudagskvöldið 1. október. Tónleikarnir hefjast á miðnætti.  Egó, með Bubba Mortens fremstan í flokki, verður með tónleika á Nasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.