Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 52
Milla Jovovich komst heldur bet- ur í hann krappann í myndinni Resident Evil sem byggði á sam- nefndum tölvuleik. Þar þurfti hún að takast á við fremur ógeðslega uppvakninga og fór heldur illa út úr þeirri baráttu. Það er líka kom- ið á daginn að martröðinni er ekki lokið þar sem hún þarf nú að taka upp byssuna á ný í Resident Evil: Apocalypse sem er frumsýnd í dag. Illu öflunum hefur vaxið ás- megin síðan síðast og nú þarf Milla að koma í veg fyrir heims- endi ásamt örfáum félögum sem ekki hafa orðið uppvakningapest- inni að bráð. Það er einnig heimsendastemn- ing í gangi í japönsku teiknimynd- inni Yu-Gi-Oh! sem kemur í bíó í dag en þar segir frá drengum Yugi sem spilar vinsælt spil af miklu kappi. Spilið tengist undar- legum, ævafornum öflum og fyrr en varir stendur Yugi frammi fyri því að þurfa að takast á við hinn forna egypska guð Anubis sem hefur það efst á stefnuskrá sinni að leggja undir sig heiminn. Myndin á rætur að rekja til vinsælla Manga teiknimynda- sagna eftir Kazuki Takahasi en Yu-Gi-Oh! sögurnar minna um margt á Pókemon enda er heil- mikið batterí á bak við þær, spil, tölvuleikir, vinsælir sjónvarps- þættir og nú bíómynd. Dodgeball er stórvarasöm íþrótt þar sem fólk slær á milli sín bolta sem einhverra hluta vegna eiga það til að hafna í klofum karl- manna á fleygiferð. Hinn kostu- legi leikari Ben Stiller er sýnir fimi sína í boltasportinu í þessari nýju gamanmynd en hann leikur sjálfumglaðan eiganda líkams- ræktarstöðvar sem hyggst sölsa undir sig niðurnídda æfingastöð góðlegs minnipokamanns sem Vince Vaughn leikur. Eftir bók- haldsfimleika og bankabrölt verður niðurstaðan sú að líkams- ræktastöðvarnar stilla upp tveim- ur dodgeball liðum sem eiga að keppa um framtíð æfingamið- stöðvarinnar. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þeirri keppni og einhverjir munu ganga af velli með bólgin eistu. ■ Það er óvenjumikið búið að vera að gerast í bíólífi landsmanna und- anfarið og hver viðburðurinn hef- ur rekið annan þannig að þeir sem hafa kvartað mest yfir offramboði á bandarískum afþreyingarmynd- um hafa varla haft undan við að sjá ferskt efni. Bandarískir „indí“ bíódagar gerðu stormandi lukku nýlega og vinsælustu myndirnar af þeirri hátíð eru enn í bíó, þá er hollenskum bíódögum nýlokið og heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama lauk í Reykja- vík fyrr í vikunni. Hátíðin gerði stormandi lukku, var sú aðsóknar- mesta í sögu Nordisk Panorama og sprengdi Regnbogann utan af sér þegar fólk hópaðist saman til þess að ná sem flestum þeirra rúmlega 120 mynda sem í boði voru. Fólk er varla búið að ná andan- um eftir þessa törn þegar danskir bíódagar bresta á en þeir hefjast í Regnboganum í dag og standa til 10. október. Það er Kvikmynda- miðstöð Íslands í samvinnu við Det Danske Filminstitute, Eff ehf, Regnbogann og Sjónvarpið sem standa fyrir dönsku veislunni. Regnboginn sýnir ellefu myndir sem gefa góða mynd af velgengi danskra kvikmynda und- anfarin ár og Sjónvarpið sýnir kvikmyndina Okay eftir Jesper W. Nielsen frá árinu 2002 og danska myndaflokkinn Kröniken sem slegið hefur rækilega í gegn erlendis Málstofa um áhrif Dogma bylgjunnar Kvikmyndamiðstöð Íslands býður til málfundar um danska kvikmyndagerð í samvinnu við systurstofnun sína í Danmörku, Det Danske filminstitut. Dönsk kvikmyndagerð hefur gengið í endurnýjun lífdaga síðustu ár og áratug og vakið athygli fyrir frumleika og djörfung. Þar hefur mest farið fyrir Dogma-bylgjunni svonefndu sem er markviss til- raun til að að vinna með kjarnann í góðri kvikmyndun, segja góðar sögur án ofsmíðaðrar umgjörðar. Myndirnar eru yfirleitt teknar á tökustað fremur en í kvikmynda- veri. Kvikmyndagerðin er hóp- starf, tökutími og tækjanotkun lítil og kostnaði er haldið í lág- marki. Á málþinginu verður farið yfir vinnulag og velgengni Dana í kvikmynda- og sjónvarpsþátta- gerð og Dogma-myndunum gef- inn sérstakur gaumur ásamt þætti kvikmyndaskólans, kvik- myndastofnunar og samstarfsins í greininni. Friðrik Þór Friðriks- son og Sjón munu stjórna umræð- um sem fara fram á ensku en fimm danskir gestir sem hafa víð- tæka reynslu og þekkingu á dan- skri kvikmyndagerð taka þátt í umræðunum. Málstofan verður haldin á efri hæð Kaffis Reykjavíkur, laugar- daginn 2.október klukkan 10 með morgunkaffi og gert er ráð fyrir að henni ljúki um klukkan 18. Mál- stofan er ætluð fagfólki og öðru áhugafólki um kvikmyndagerð. ■ 40 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD The Untouchables eftir Brian De Palma er komin út í sérstakri útgáfu á DVD. Þessi hressilega mynd um baráttu Eliot Ness og félaga við Al Capone á bannárunum er feikilega vel mönnuð með Robert De Niro og Sean Connery fremsta í flokki. Kevin Costner er vel þolanlegur i hlutverki Ness en þetta var eitt af fyrstu stórhlutverkunum hans. Aukaefnið er safaríkt og gerir diskinn af- skaplega eigulegan. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ „You wanna know how you do it? Here’s how, they pull a knife, you pull a gun. He sends one of yours to the hospital, you send on of his to the morgue! That’s the Chicago way, and that’s how you get Capone!“ – Sean Connery fór hamförum í hlutverki Jimmy Malone í The Untouchables. Hér leggur hann Kevin Costner lífsreglurnar. COLLATERAL Gagnrýnandi Fréttablaðsins er hæstánægður með þessa nýjustu mynd Michaels Mann og kann vel að meta Tom Cruise í hlutverki illmennis. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Eskifjörður Collateral „Í raun er hér um klassíska baráttu góðs og ills að ræða. Að þessu sinni fer hún fram í leigubíl, á milli ní- hilista sem fer um stórborgina drepandi fólk eins og engill dauðans og er skítsama, og leigubílstjóra sem trúir enn á drauma og hið góða í lífinu. Og spennan er klassísk: hvort aflið verður hinu yfirsterkara? Collateral er mjög vel leikin, innihaldsrík í söguþræði, uppfull af bitastæðum smáatriðum, vel skrifuð og vel útfærð. Hvað getur maður sagt meira?“ GS Man on Fire „Þrátt fyrir tómahljóðið í söguþræðinum má vel hafa gaman af Man on Fire, sérstaklega ef maður er veikur fyrir hefndardrama og nýtur þess að sjá óþokka þjást en í bestu atriðum myndarinnar níð- ist Creasy heldur ruddalega á óvinum sínum.“ ÞÞ Girl Next Door „En myndin kemur bara nokkuð skemmtilega á óvart á vitsmunalega sviðinu, og það er hennar styrkur. Og hún er líka nokkuð fyndin og tónlistin er góð. Svo eru líka ágætis pælingar í henni, til dæmis um siðferði og pólitík.“ GS Anchorman Ef bíó á að leysa einhverjar lífsgátur þá er þessi mynd auðvitað tímaeyðsla. Það er ekkert merkilegt í henni. En ef fólk vill akkúrat sjá eitthvað þannig – svona sæmilegan fíflaskap með kæruleysislegu yfirbragði – er hægt að mæla með þessari. GS Before Sunrise Þó svo að mynd um tvær heimspekilega sinnaðar manneskjur að daðra í París í rauntíma hljómi óneit- anlega dálítið tilgerðarlegt, þá tekst leikstjóranum að búa til ótrúlega góða mynd fyrir þá sem hafa áhuga á manneskjum í allri sinni dýpt, tilraunakenndri kvik- myndalist og afspyrnugóðum leik. Snilld. GS The Terminal „Spielberg kann auðvitað öðrum fremur að spila á til- finningar áhorfenda og því er nánast óhjákvæmilegt annað en að gleðjast og þjást með Viktori. Það eykur svo enn á samkenndina með persónunni að Tom Hanks, sem á það til að vera hundleiðinlegur, er í toppformi og gerir aðalpersónunni prýðileg skil.“ ÞÞ Dís „Myndin er í raun runa af misfyndnum og skemmti- legum atriðum sem mynda frekar veika heild. Dís skil- ur því ekki mikið eftir sig en er hins vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslendingum er ekkert sérstak- lega lagið að gera skemmtilegt bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé himnasending. Skemmtilegar persónur og skondnar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr.“ ÞÞ ARFURINN Er ein þeirra dönsku kvikmynda sem sýndar verða á Dönskum dögum í Regnboganum. Myndin er frá árinu 2003 og er eftir Peter Fly. DODGEBALL Þessir eðalleikarar fara með aðalhlutverkin í Dodgeball en þar reynir Ben Stiller að eignast líkamsræktarstöð sem rekin er af Vince Vaughn. Þeir enda með að spila upp á staðinn í dodgeball og leggja heiðurinn og eistun að veði. -Heimsendir og hættulegt sport Danskir bíóstraumar Myndir á dönskum dögum BRØDRE eftir Susanne Bier frá 2004. Aðalleikarar myndarinnar unnu til verð- launa í San Sebastian í haust. LAD DE SMÅ BØRN... (AFTERMATH) eftir Paprika Steen frá 2004. Myndin var í keppni í Karlovy Vary í sumar þar sem aðalleikona myndarinnar vann til verð- launa. FORBRYDELSER (IN YOUR HANDS) eftir Annette K. Olesen frá 2004. Áhrifa- mikil mynd sem var í keppni í Berlin fyrr á árinu. TERKEL I KNIBE (TERKEL IN TROU- BLE) eftir þá Stefan Fjeldmark, Thor- bjørn Christoffersen og Kresten Vest- bjerg Andersen frá 2004. Þetta er teikni- mynd, full af húmor, sem slegið hefur öll aðsóknarmet í Danmörku. REMBRANDT (STEALING REM- BRANDT) eftir Jannik Johansen frá 2003. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans sem hefur hlotið verðskuldaða athygli. ARVEN (INHERITANCE) eftir Per Fly frá 2003 var í keppni í San Sebastian og hlaut handritaverðlaun þar. DE GRØNNE SLAGTERE (THE GREEN BUTCHERS) eftir Anders Thomas Jensen frá 2003. Myndin er svört kómedia sem líkt hefur verið við frönsku myndina „Delicatessen“. IT’S ALL ABOUT LOVE eftir Thomas Vinterberg frá 2003 með Joaquin Phoenix, Claire Danes og Sean Penn en hún var í keppni á Sundance. Valdís Óskarsdóttir klippti myndina. RECONSTRUCTION eftir Christoffer Boe frá 2003. Myndin vann tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Cannes 2003. Lars Kjeldgaard sem er gestur Danskra daga er framleiðandi myndarinnar. THE KING IS ALIVE eftir Kristian Levr- ing frá 2001. Myndin var í Un Certain Regard á Kvikmyndahátíðinni í Cannes sama ár og hún kom út. Kristian Levring er gestur Danskra daga. DE FEM BENSPÆND (THE FIVE OBSTRUCTIONS) er heimildamynd, sem vakið hefur mikla athygli, eftir Jørgen Leth og Lars von Trier frá 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.