Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 38
1. október 2004 FÖSTUDAGUR12 ? VISSIR ÞÚ ... ...að armbandsúr nokkuð sem selt er í Bandaríkjunum varar þann sem ber það við sólbruna? ...að í Tókýó í Japan eru til sjálfsalar sem selja frosið kjöt, skartgripi og stefnumótaupplýsingar? ...að Bandaríkjamaðurinn Stephen Hoy fann upp æt tækifæriskort fyrir hunda? ...að eigandi bókabúðarinnar The One Book Store í Brisbee í Arizona-fylki selur bara eina bók, sínar eigin æviminningar? ...að árið 1994 notaði verslun í Amsterdam í Hollandi fjóra snáka til að gæta demanta? ...að ef miðað er við 76 ára líftíma er meðal-Bandaríkjamaður veikur í 4.483 daga sem er meira en tólf ár? ...að fyrsta apótek í heimi var opnað árið 754? ...að tómatsósa var upprunalega með- al? ...að mistilteinn var einu sinni notaður til að sporna gegn flogaveiki? ...að á Srí Lanka voru rauðir maurar einu sinni notaðir sem lækning við kvefi? ...að kjúklingasúpa var talin ástarlyf í Evrópu á miðöldum? ...að árið 1993 bauð blóðbanki í Osló í Noregi blóðgjöfum á leikrit um Drak- úla? ...að fyrsta linsan sem huldi allt augað var búin til af A. E. Flick árið 1887? ...að árið 1991 fundu vísindamenn í Peking í Kína upp sígarettur sem vinna gegn tannpínu? Tómas Salmon, gestamóttökunni á Hótel Nordica: Gaman að gera gestina ánægða ? VISSIR ÞÚ ... ...að árið 1991 kynnti fyrirtæki í Japan til sögunnar tyggjó sem gefur til kynna streitustig með því að skipta um lit? ...að þýska skáldið Baron Oskar Von Redwitz, sem dó árið 1891, kvartaði undan nýjum sjúkdómi á hverjum degi síðustu 28 ár ævi sinnar? ...að bankaræningi þyrfti að bera tíu tonn af peningum ef hann rændi ein- um milljarði dollara í hundrað dollara seðlum? ...að klink í Þýskalandi eftir fyrri heims- styrjöldina var til dæmis búið til úr leir, pappa og postulíni? ...að hauskúpur voru eitt sinn notaðar sem peningar í Borneó? ...að bankar í Taílandi eru með apa í vinnu til að finna falsaða peninga? ...að heili uppfinningamannsins Charles F. Kettering var tryggður fyrir fjórar milljónir dollara? ...að fyrirtæki í Japan hefur fundið upp farartæki með tveim sætum sem not- ar skynjara til að lesa umferðarmerki og akstursskilyrði? ...að fyrsti leigubíllinn var til í Róm fyrir tvö þúsund árum? ...að þangað til 1183 voru átta mis- munandi tímabelti í Norður-Ameríku? ...að fyrsta hlaupárið var árið 46 fyrir Krist? ...að vika Asteka til forna var tuttugu dagar? ...að síðast þegar hægt var að lesa ár- tal bæði rétt og á hvolfi var árið 1961 og það mun ekki gerast aftur fyrr en árið 6009? SVIPMYND AKRANES: KAUPSTAÐUR YST Á SAMNEFNDUM SKAGA MILLI HVALFJARÐAR OG LEIRÁRVOGA ÍBÚAFJÖLDI: 5.588 FJALLIÐ: Akrafjall, 643 m NAFNIÐ: Bendir til að veruleg kornrækt hafi verið á nesinu til forna. Ysti hluti nessins sem kaupstaðurinn stendur á heitir Skagi, síðar nefndur Skipaskagi. LANDNÁMSMAÐUR: Þormóður hinn gamli og Ketill Bersasynir. Þeir voru írskir. KAUPSTAÐARRÉTTINDI: Árið 1942. MERK BYGGING: Elsta steinsteypta hús á Íslandi er íbúðarhúsið að Görðum á Akranesi. FRÆGÐ: Staðurinn hefur orðið frægur fyrir knattspyrnumenn sína og ÍA er ávallt í fremstu röð. Tómas Salmon notar tímann utan vinnu til að æfa golf. HVUNNDAGURINN Tómas Salmon vinnur í gestamóttökunni á Hótel Nordica. Hann er jafnframt í landsliðshópnum í golfi. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna kl. 7.15 og er mættur kl. 8 í vinnuna og borða morgunmatinn þar. Í hverju felst starfið? Það felst í að taka á móti gestum og almennri þjónustu við þá. Tékka fólk inn og út og ganga frá reikningum. Hversu lengi vinnur þú? 12 tíma á dag en ég er með 2 dagvaktir og 2 næturvaktir en fæ svo 4 daga frí. Annars á ég bara nokkra mánuði eftir hérna í vinnunni og fer þá til Spánar að æfa mig í golfi. Hvað er skemmtilegast við starfið? Vinna með gestun- um og þjónusta þá, að sjá þá ánægða og geta hjálpað þeim. En leiðinlegast? Gestir sem eru með vesen út af engu. Hvað gerir þú eftir vinnu? Hitti vini mína, fer í bíó, rækt- ina og spila golf. Hvað gerir þú á vaktafríi? Leyfi mér að sofa út, enda þreyttur eftir vaktina. Svo æfi ég mig auðvitað í golfi. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Blómið: Melgresi Melgresi er algeng jurt með ströndum fram á Íslandi því hún vex í sandi. Hún myndar sandhóla í kringum sig og er öflug landgræðslujurt því rótin stöðvar fok og gefur þar með öðrum jurtum tækifæri á að fóta sig. Stráin eru gild og stinn, blöðin allt að 40 cm löng og axið 10-25 cm. Melurinn var nýttur fyrr á árum, einkum í Skaftafellssýslum. Þar var kornið haft til manneldis og fínustu rótarangarnir til sauma. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.