Fréttablaðið - 01.10.2004, Page 38

Fréttablaðið - 01.10.2004, Page 38
1. október 2004 FÖSTUDAGUR12 ? VISSIR ÞÚ ... ...að armbandsúr nokkuð sem selt er í Bandaríkjunum varar þann sem ber það við sólbruna? ...að í Tókýó í Japan eru til sjálfsalar sem selja frosið kjöt, skartgripi og stefnumótaupplýsingar? ...að Bandaríkjamaðurinn Stephen Hoy fann upp æt tækifæriskort fyrir hunda? ...að eigandi bókabúðarinnar The One Book Store í Brisbee í Arizona-fylki selur bara eina bók, sínar eigin æviminningar? ...að árið 1994 notaði verslun í Amsterdam í Hollandi fjóra snáka til að gæta demanta? ...að ef miðað er við 76 ára líftíma er meðal-Bandaríkjamaður veikur í 4.483 daga sem er meira en tólf ár? ...að fyrsta apótek í heimi var opnað árið 754? ...að tómatsósa var upprunalega með- al? ...að mistilteinn var einu sinni notaður til að sporna gegn flogaveiki? ...að á Srí Lanka voru rauðir maurar einu sinni notaðir sem lækning við kvefi? ...að kjúklingasúpa var talin ástarlyf í Evrópu á miðöldum? ...að árið 1993 bauð blóðbanki í Osló í Noregi blóðgjöfum á leikrit um Drak- úla? ...að fyrsta linsan sem huldi allt augað var búin til af A. E. Flick árið 1887? ...að árið 1991 fundu vísindamenn í Peking í Kína upp sígarettur sem vinna gegn tannpínu? Tómas Salmon, gestamóttökunni á Hótel Nordica: Gaman að gera gestina ánægða ? VISSIR ÞÚ ... ...að árið 1991 kynnti fyrirtæki í Japan til sögunnar tyggjó sem gefur til kynna streitustig með því að skipta um lit? ...að þýska skáldið Baron Oskar Von Redwitz, sem dó árið 1891, kvartaði undan nýjum sjúkdómi á hverjum degi síðustu 28 ár ævi sinnar? ...að bankaræningi þyrfti að bera tíu tonn af peningum ef hann rændi ein- um milljarði dollara í hundrað dollara seðlum? ...að klink í Þýskalandi eftir fyrri heims- styrjöldina var til dæmis búið til úr leir, pappa og postulíni? ...að hauskúpur voru eitt sinn notaðar sem peningar í Borneó? ...að bankar í Taílandi eru með apa í vinnu til að finna falsaða peninga? ...að heili uppfinningamannsins Charles F. Kettering var tryggður fyrir fjórar milljónir dollara? ...að fyrirtæki í Japan hefur fundið upp farartæki með tveim sætum sem not- ar skynjara til að lesa umferðarmerki og akstursskilyrði? ...að fyrsti leigubíllinn var til í Róm fyrir tvö þúsund árum? ...að þangað til 1183 voru átta mis- munandi tímabelti í Norður-Ameríku? ...að fyrsta hlaupárið var árið 46 fyrir Krist? ...að vika Asteka til forna var tuttugu dagar? ...að síðast þegar hægt var að lesa ár- tal bæði rétt og á hvolfi var árið 1961 og það mun ekki gerast aftur fyrr en árið 6009? SVIPMYND AKRANES: KAUPSTAÐUR YST Á SAMNEFNDUM SKAGA MILLI HVALFJARÐAR OG LEIRÁRVOGA ÍBÚAFJÖLDI: 5.588 FJALLIÐ: Akrafjall, 643 m NAFNIÐ: Bendir til að veruleg kornrækt hafi verið á nesinu til forna. Ysti hluti nessins sem kaupstaðurinn stendur á heitir Skagi, síðar nefndur Skipaskagi. LANDNÁMSMAÐUR: Þormóður hinn gamli og Ketill Bersasynir. Þeir voru írskir. KAUPSTAÐARRÉTTINDI: Árið 1942. MERK BYGGING: Elsta steinsteypta hús á Íslandi er íbúðarhúsið að Görðum á Akranesi. FRÆGÐ: Staðurinn hefur orðið frægur fyrir knattspyrnumenn sína og ÍA er ávallt í fremstu röð. Tómas Salmon notar tímann utan vinnu til að æfa golf. HVUNNDAGURINN Tómas Salmon vinnur í gestamóttökunni á Hótel Nordica. Hann er jafnframt í landsliðshópnum í golfi. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna kl. 7.15 og er mættur kl. 8 í vinnuna og borða morgunmatinn þar. Í hverju felst starfið? Það felst í að taka á móti gestum og almennri þjónustu við þá. Tékka fólk inn og út og ganga frá reikningum. Hversu lengi vinnur þú? 12 tíma á dag en ég er með 2 dagvaktir og 2 næturvaktir en fæ svo 4 daga frí. Annars á ég bara nokkra mánuði eftir hérna í vinnunni og fer þá til Spánar að æfa mig í golfi. Hvað er skemmtilegast við starfið? Vinna með gestun- um og þjónusta þá, að sjá þá ánægða og geta hjálpað þeim. En leiðinlegast? Gestir sem eru með vesen út af engu. Hvað gerir þú eftir vinnu? Hitti vini mína, fer í bíó, rækt- ina og spila golf. Hvað gerir þú á vaktafríi? Leyfi mér að sofa út, enda þreyttur eftir vaktina. Svo æfi ég mig auðvitað í golfi. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Blómið: Melgresi Melgresi er algeng jurt með ströndum fram á Íslandi því hún vex í sandi. Hún myndar sandhóla í kringum sig og er öflug landgræðslujurt því rótin stöðvar fok og gefur þar með öðrum jurtum tækifæri á að fóta sig. Stráin eru gild og stinn, blöðin allt að 40 cm löng og axið 10-25 cm. Melurinn var nýttur fyrr á árum, einkum í Skaftafellssýslum. Þar var kornið haft til manneldis og fínustu rótarangarnir til sauma. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.