Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 20
20 1. október 2004 FÖSTUDAGUR RÁÐVILLTUR FLÆMINGI Hinn fertugi karlkyns flæmingi Andy hefur valdið starfsmönnum í dýragarði í Gloucesterskíri í Bretlandi miklum heila- brotum að undanförnu. Hann fór allt í einu að standa vörð um steinvölu eins og hún væri egg, steinvölunni var skipt út fyrir timburegg og áfram stendur Andy vörð. Venjan er að kvenflæmingjar standi vörð um egg sín. Geimfar einkaaðila: Aftur út í geiminn BANDARÍKIN, AP SpaceShipOne varð fyrsta geimfarið, byggt alfarið af einkaaðilum án aðkomu ríkis- valdsins, til að fljúga tvisvar út í geiminn þegar því var flogið í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu. Til að hreppa rúmlega 700 milljóna króna verðlaun verður að endurtaka flugið innan tveggja vikna. Verðlaunin eru veitt fyrstu framleiðendunum sem sýna fram á að þeir hafi byggt nothæft geimfar. „Þetta var gaman,“ sagði geim- farinn Michael Melvill þegar hann var lentur í eyðimörkinni Mojave í Kaliforníu. Ferðin gekk ekki áfallalaust því geimfarið ofreis hátt í þrjátíu sinnum á ferð sinni út í geiminn. ■ Aldraðra bíður áhyggjulaust ævikvöld Eldri borgarar verða yfirstétt í framtíðinni, ekki byrði á unga fólkinu og hinu opinbera. Ráðstöf- unartekjur íslenskra ellilífeyrisþega eru betri en jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum. ALDRAÐIR Ellilífeyrisþegar munu búa við trausta afkomu í framtíð- inni og verða óháðir vilja vinnandi fólks til að sjá þeim farborða og veita þeim þjónustu. Að þessu hefur Ásmundur Stefánsson, hag- fræðingur og ríkissáttasemjari, komist en hann flutti erindi um málið á fundi Tryggingastofnunar á dögunum undir yfirskriftinni Aldraðir – yfirstétt framtíðarinnar. Í máli Ásmundar kom fram að viðtekin skoðun sé að aldraðir verði vandamál í samfélagi fram- tíðarinnar. Þeim fjölgi hratt og fyrir vikið þurfi vinnandi fólk fyrir sífellt fleirum að sjá. Heil- brigðiskerfið verði stöðugt dýr- ara, fjárhagur hins opinbera versni stig af stigi og aldraðir muni búa við fátækt og ekki fá viðunandi hjúkrunarþjónustu. Athuganir hans leiða hins vegar í ljós að þessu verður þver- öfugt farið. Ellilífeyrisþegar munu hafa stöðugar tekjur nánast óháð dyntum stjórnvalda á hverj- um tíma og óháð hagsveiflum. Framfærsla þeirra verður ekki vandamál í hörðu árferði heldur munu ellilífeyrisþegar viðhalda eftirspurn á samdráttartímum með reglubundnum tekjum sín- um. Raunar líkir Ásmundur líf- eyrisþegum framtíðarinnar við jarðeigendur miðalda sem lifðu á jarðarentu sinni. Ein helsta ástæða niðurstöðu Ásmundar er sú staðreynd að réttindi til greiðslna úr lífeyris- sjóðum hafa aukist að undanförnu og munu aukast enn á næstu ára- tugum. Þá segir séreignasparnað- urinn sitt þegar þar að kemur. Útreikningar hans leggjast svo ofan á þá staðreynd að fjárhags- staða íslenskra ellilífeyrisþega er góð, í það minnsta í samanburði við hin Norðurlöndin. Íslenskur ellilífeyrisþegi hefur hærri ráðstöfunartekjur en danskur, finnskur, norskur eða sænskur og er munurinn frá 11 og upp í 34 prósent. Því til viðbótar býr þorri íslenskra ellilífeyrisþega í eigin húsnæði og margur á allt sitt skuldlaust. bjorn@frettabladid.is Þjófnaður: Brotist inn í 16 bíla LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í sextán bíla á Akureyri í fyrrinótt. Rúður voru brotnar í þrettán bílum á bílastæðinu við Akureyr- arflugvöll og þremur við Fisk- vinnslu Brims. Svo virðist sem þjófurinn hafi einungis sóst eftir peningum því ekkert annað var tekið úr bílunum. Lögregla segir að sá eða þeir sem hafi verið að verki hafi gefið sér góðan tíma til að gramsa í bílunum í leit að fé. Málið er óupplýst og óskar lög- reglan á Akureyri eftir upplýsing- um um grunsamlegar manna- ferðir í bænum þessa nótt. ■ Kosningar í Úkraínu: Ásakanir um hlutdrægni KÆNUGARÐUR,AP Óvíst er hvort framkvæmd fyrirhugaðra forseta- kosninga í Úkraínu standist al- þjóðleg viðmið. Sendinefnd Evr- ópuráðsins sem komin er til Úkra- ínu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna lýsti þessu yfir í dag. Aðstöðumunur frambjóðenda þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun og fleiri atriðum er að mati nefnd- arinnar slíkur að gera verði ráð- stafanir til að leiðrétta hann í tæka tíð fyrir kosningarnar sem fram fara 31. október. Mannréttindasamtök hafa bent á margvísleg brot á kosninga- reglum í aðdraganda kosninganna. Eru fjölmiðlar sagðir draga taum Viktors Yanukovych sem nýtur stuðnings fráfarandi forseta, Leonids Kuchma. ■ ■ ÍRAK MICHAEL HOWARD Sagði ráðamenn hafa logið mörgu að breskum almenningi. Leiðtogi íhaldsmanna: Segir Blair hafa logið BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, laug að al- menningi í aðdraganda innrásar- innar í Írak, sagði Michael Howard, leiðtogi breskra íhalds- manna, í viðtali við vikuritið New Statesman. Howard sagði bresku stjórnina hafa logið til um margt en að ekkert hefði dregið meira úr trausti almennings á valdhöfum en lygar um Írak. „Þetta er einfaldlega ósatt. Hann veit að það er ósatt að Blair eða nokkur annar ráðherra hafi logið,“ sagði Jack Straw utanríkis- ráðherra þegar hann andmælti fullyrðingu Howards. ■ FRAMTÍ‹ARHÓPUR Samfylkingarinnar Framtí›arhópur Samfylkingarinnar bo›ar til opins fundar í I›nó laugardaginn 2. október kl. 11:00-13:00 L‡›ræ›isástandi› á Íslandi - hvar er úrbóta flörf? Frummælendur: Ragnar A›alsteinsson hrl - L‡›ræ›i sem fláttur í íslenskri stjórnskipan. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræ›ingur - Frá fulltrúa- l‡›ræ›i til flátttökul‡›ræ›is. Birgir Hermannsson stjórnmálafræ›ingur - Styrking l‡›ræ›is - lei›ir til framtí›ar. Fundurinn er öllum opinn. Morgunver›ur kr. 1.200. Fundarstjóri er Bryndís Hlö›versdóttir alflingisma›ur. Sjá nánari á www.framtid.is KÁRAHNJÚKAR Vinnubúðir Impreg- ilo við Kárahnjúkavirkjun hafa nú verið tengdar netinu auk þess sem símasamband við umheiminn hefur verið bætt í kjölfar samn- ings fyrirtækisins við Atlassíma um rekstur samskiptamiðstöðvar fyrir starfsmenn. „Alls hafa verið settar upp 10 miðstöðvar á vinnusvæðinu og geta starfsmenn fyrirtækisins nú hringt beint til síns heima úr símabásum miðstöðvanna. Að auki hafa verið settar upp tölvur með netaðgangi sem starfsmenn geta keypt aðgang að í hálftíma eða klukkutíma í senn,“ segir Ómar Ægisson, framkvæmda- stjóri hjá Atlassíma, og bætir við að nú geti starfsmenn Impregilo loks á einfaldan og fljótlegan máta fengið fregnir frá heima- slóðum. Massimiliano Caminzuli, einn yfirmanna Impregilo, segir um mikla bót að ræða fyrir starfs- menn og að samskiptamiðstöðv- arnar hafi mælst vel fyrir, enda sé almennt ekki fastlínusamband í gistiskálum og tíð símtöl til út- landa gegnum farsímakerfið séu dýr. ■ Atlassími semur við Impregilo: Kárahnjúkar í netsamband FAGNAÐ Á JÖRÐU NIÐRI 81 mínúta leið frá því að geimfarinu var sleppt úr flugvél þar til það lenti. VIÐ SÍMSTÖÐ ATLASSÍMA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Ómar Ægisson, framkvæmdastjóri Atlassíma og Massimiliano Caminzuli, einn yfirmanna Impregilo. TÍU GÍSLAR TEKNIR Samtök sem nefna sig Íslamska herinn í Írak segjast hafa tekið tíu manns í gíslingu í gær. Flestir gíslarnir eru sagðir Írakar, sex talsins, en einnig eru tveir Líbanar og tvær indónesískar konur sögð á meðal gíslanna. EKKERT AÐ ÓTTAST Ungviðið þarf ekki að óttast afkomuna á efri árum, samkvæmt niðurstöðu Ásmundar Stefánssonar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.