Fréttablaðið - 01.10.2004, Page 64

Fréttablaðið - 01.10.2004, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Útlaginn Áþjóðveldisöld var löggjafar-valdið í höndum alþingis- manna, en þá vantaði fram- kvæmdavald – sem sé ráðherra og tilheyrandi ríkisstofnanir handa þeim að ráða yfir. Ef menn sýndu sig í því að vera óalandi og óferj- andi var hvorki hægt að vista þá á Kvíabryggju né stinga þeim í fang- elsi, svo að það var úr vöndu að ráða. EN ALÞINGI – þá eins og nú – hafði ráð undir hverju rifi. Þetta var löngu áður en ferðalög komust í tísku sem afþreying og enginn hafði nokkru sinni heyrt talað um dagpeninga. Ferðalög voru skelfi- legur hlutur. Ef menn gátu fleytt sér lifandi milli landa á frumstæð- um seglbátum máttu þeir bóka að hjá framandi þjóðum væru þeir í besta falli hafðir að féþúfu og í versta falli drepnir af ræningjum og stigamönnum. EKKERT Í VERÖLDINNI var jafn fyrirkvíðanlegt og að fara í ferðalag. Þess vegna fann Alþingi upp þá snjöllu refsingu sem nefnd var „fjörbaugsgarður“. Hún fólst í því að misindismönnum var út- skúfað úr samfélaginu og gert að ferðast til útlanda og dvelja utan Íslands í þrjú ár til að hugsa ráð sitt. Að öðrum kosti voru þeir rétt- dræpir hvar sem til þeirra náðist. Hinir útskúfuðu voru nefndir út- lagar eða útilegumenn, og frægir krimmar eins og Grettir Ásmunds- son og Gísli Súrsson kusu heldur að fara huldu höfði í óbyggðum Ís- lands en hrekjast til útlanda. Gunnar Hámundarson neitaði meira að segja að fara út af land- areign sinni. Þeir voru vitanlega allir drepnir. NÚ TIL DAGS þykir eftirsóknar- vert að fara til útlanda. Þar eru vínber ódýrari en hér, meira sól- skin og útsölur góðar. Refsingin fjörbaugsgarður glataði gildi sínu. Það er því fagnaðarefni að þjóð- ræknir alþingismenn skuli nýverið hafa gert tilraun til að endurvekja þá íslensku hefð að útskúfa saka- mönnum. Kristinn H. Gunnarsson, sem verið hefur til margvíslegra vandræða – og var meira að segja á móti því að Íslendingar færu í heilagt stríð við Íraka – hefur nú hlotið makleg málagjöld, og kallað yfir sig skelfilegustu örlög sem stjórnmálamenn geta hugsað sér. Hann hefur verið útilokaður frá því að sitja í nefndum! ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.