Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 18

Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 18
18 1. október 2004 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL 31. löggjafarþing Ís- lendinga sem sett verður í dag mun einkennast af skattalækk- unum ríkisstjórnarinnar og væntanlegum niðurskurði á móti. „Fjárlagafrumvarpið og skattalækkanir verða í brenni- depli í byrjun og fram að áramót- um,“ segir Árni Matthiesen, sjávarútvegsráðherra sem segist þó ekki sjá mikil átök um þau mál. Því er Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins ósammála. „Ríkis- stjórnin hefur tekið hátekju- hópana fram yfir aðra, við viljum styðja þá sem lökust hafa kjörin.“ Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins segir að efnahagsmál verði fyrir- ferðarmikil ekki síst vegna skattalækkana. „Það er mikil- vægt að halda útgjöldum í skefjum til að viðhalda stöðug- leika og halda verðbólgu í skefjum.“ Össur Skarphéðinsson segir að stjórnarandstaðan hafi aðrar áherslur og vilji að velferðar- kerfinu verði hlíft við niður- skurði. Aðrir stjórnarandstæð- ingar taka í svipaðan streng. Á meðan flestir tala um skattalækkanir og einkavæðingu vilija vinstri grænir fresta sölu Símans til 2008 og hækka fjár- magnstekjuskatt. „Það verður tekist á um þetta,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður. Framsóknarmenn segja að breytingar á húsnæðislánum hafi nú þegar skilað sér í vaxtalækk- unum bankanna. „Það er hálfleik- ur í þessu máli,“ segir Hjálmar Árnason og segir að frumvarp um 90% húsnæðislán sem félags- málaráðherra leggur fram í þing- byrjun verði eitt af stóru málum vetrarins. Stjórnarandstæðingar segjast ætla að taka Íraksmálið upp og Össur Skarphéðinsson segir að „pólitískar embættisveitingar“ og kennaraverkfallið verði mál sem tekin verði upp í þingbyrjun. snaevarr@frettabladid.is Skattar og velferðar- mál í brennidepli Skattalækkanir og niðurskurður verða meðal helstu þingmála á Alþingi sem sett verður í dag. Stjórnarandstaðan ætlar líka að ræða um kennararverkfall, Írak, Símann og embættisveitingar. ÞINGSETNING Skattalækkanir, niðurskurður, húsnæðis- og menntamál, Írak og embættisveitingar: allt hitamál í vetur. STJÓRNMÁL Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna munu hittast á fyrsta samráðsfundi sínum í vetur í dag. ìÞessi fundur er tákn- rænn fyrir ásetning okkar að stilla saman strengi í vetur í þeim málum sem það er hægtî segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri-grænna. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar tekur í sama streng: „Við höfðum ná- kvæmlega sömu afstöðu í fjöl- miðlamálinu. Við vonumst til að geta byggt á þeirri góðu sam- vinnu sem þá tókst til að verða enn öflugri í stjórnarandstöð- unni“ Talsmenn stjórnarandstöðu- flokkanna viðurkenna að þeir séu langt í frá samstíga í öllum málum en engu að síður hafi fjölmiðla- frumvarpið sýnt að samstaða geti skilað miklum árangri. ■ Alþingi sett í dag: Stjórnarandstaðan boðar aukna samvinnu á þingi ÖGMUNDUR JÓNASSON Samráðsfundur stjórnarandstöðunnar í dag. Slóvakía: Skapbráður ráðamaður BRATISLAVA,AP Vladimír Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvavíku, réðst í gær á blaða- ljósmyndara sem hugðist taka mynd af honum á sjúkrahúsi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Mecier þótti á sínum tíma ákaf- lega stjórnsamur forsætisráð- herra en hann var við völd mest allan tíunda áratuginn. Að sögn sjónarvotta veittist forsætisráð- herrann fyrrverandi að ljósmynd- aranum og vafði snúru af mynda- vél um hálsinn á honum. Mecier hótaði því jafnframt að eyðileggja myndavélina fengi hann ekki afhenta filmuna úr henni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.