Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 8
Í orði, ekki verki Morgunblaðsmenn hafa mikinn áhuga á lýðræði. Hefur blaðið í ritstjórnar- greinum gerst boðberi stefnu sem það kallar „beint lýðræði“ og felst í því að kjósendur fái að ráða til lykta ýmsum þýðingarmiklum málefnum í beinum kosningum í stað þess að að fela full- trúum sínum í sveitarstjórnum og á þingi allt slíkt vald. Í Lesbók blaðsins í gær er auglýst ráðstefna um lýðræði sem virðist vera einhvers konar sam- starfsverkefni Háskóla Íslands og Morg- unblaðsmanna. Auk innlendra og er- lendra ræðumanna ætla aðstoðarrit- stjórar Morgunblaðsins, Karl Blöndal og Ólafur Steph- ensen, að sitja í pall- borði með nokkrum öðrum spekingum og skiptast á skoðunum um leiðir til þess að auka og bæta lýðræðið. Þetta er virðingarvert framtak en líklegt er að ýmsum lesendum blaðsins verði af þessu tilefni hugsað til þeirrar ósam- kvæmni sem einkennir viðhorf blaðs- ins. Þegar upp hafa komið mál sem gef- ið hafa raunverulegt tilefni til þjóðarat- kvæðagreiðslu, svo sem ágreiningurinn um Kárahnjúkavirkjun og fjölmiðla- frumvarpið, hefur blaðið eindregið lagst gegn því að almenningur fái að segja skoðun sína og hafa áhrif á úrslit mál- anna. „Beint lýðræði“ er lítils virði ef það er bara í nösunum á mönnum. Fyrirheit og efndir Geir H. Haarde fjármálaráðherra var nokkuð upplitsdjarfur þegar hann kyn- nti fjárlagafrumvarp næsta árs á föstu- daginn. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt verður tekjuafgangur hvorki meira né minna en 11,2 milljarðar króna. Fínt framlag til stöðugleika og ábyrgrar hagstjórnar mundu hagfræð- ingarnir segja. Eini gallinn er sá að hinn ágæti ráðherra hefur kynnt slík frum- vörp árum saman en þegar átt hefur að framfylgja þeim hefur honum og ríkis- stjórninni brugðist bogalist- in. Samkvæmt frétt hér í blaðinu á föstudaginn hef- ur framúrkeyrsla á fjárlögum í tíð Geirs Haarde numið samtals 78 milljörðum króna. Getur það talist góð fjármálastjórn? Sú var tíðin að íslenskir karl- menn skiptust í tvo hópa; þá sem náðu sér í rekkjunaut fyrir lokadansinn á sveitaböllunum – og hina sem voru sofnaðir vín- dauða fyrr um kvöldið. Svona var þetta bara. Fyllerí fyrri tíma voru absalút. Þau voru fjörutíu pró- senta og vel það, gjarnan óblönduð. Og víman reis eins og brimskafl sem steytir á skeri; fullvaxnir karlmenn riðuðu á milli borða og ropuðu einhverj- um orðavaðli ofan í kvenfólk, en dóu svo flestir hægt en örugg- lega fram á borðið með lánleys- ið á vörunum. Engum fannst þetta athuga- vert. Einu sinni ók ég tveimur frændum mínum á sveitaball norður í landi. Ég var líklega sautján vetra og fann vel til valds míns við stýrið; í aftur- sætinu sungu frændurnir ætt- jarðarvísur á milli þess sem þeir teyguðu ákavítið af alúð og fundu ákaft að aksturslagi mínu; fannst ég aka alltof hægt – skrallið væri löngu byrjað, og hvort ég myndi ekki hækka í Jenny Darling í segulbandstæk- inu frammí. Á grúsinni framan við sam- komuhúsið, sem stóð undir yggldu felli í útsveitinni, var urmull bíla sem lagt hafði verið þvers og kruss á planinu. Ég fann bílnum stað á skurðbakka og steig út og opnaði fyrir frændum mínum. Þeir ultu út og beinustu leið ofan í skurðinn en þar var fyrir feitur bóndasonur sem hafði þorrið kraftur fyrr um kvöldið. Þarna blasti við mér fyllerís- mynd fyrri tíma; tveir augafull- ir karlmenn að reyna að klóra sig upp á bakkann og enn annar á botninum, sýnu fyllri og sofn- aður. Ég náði í frændurna fjórum tímum síðar. Hvorugur hafði náð sér í kvenmann, enda báðir sofnaðir frammi í fatahengi. Annar þeirra hafði þó greini- lega orðið sér úti um fæting svo sem sjá mátti á blóðhlaupnum augunum. Og báðir sögðu ekki bofs, þögnin uppmáluð, fyrir nú utan lánleysið. Þegar ég tróð þessum tveim- ur drykkjuboltum inn í bílinn varð mér hugsað til bóndasonar- ins í skurðinum; skyldi hann vera þar ennþá? Og hann var þar enn, nema hvað löggan stóð á bakkanum og beið þess að önnur kæmi að hjálpa sér að lyfta flikkinu upp í skott. Dánartíðni íslenskra drykkjumanna á síðustu öld var há. Grensan var eitthvað svo ógreinileg. Og víman ofboðsleg. Ekki það að hljómsveitirnar væru leiðinlegar, en frammi í sal sofnuðu heilu árgangarnir af ágætlega hraustum karlmönn- um á meðan stelpurnar dönsuðu hver við aðra á gólfinu. Dánartíðni íslenskra drykkjumanna hefur lækkað. Hún mátti það alveg. Þökk sé einni stærstu þjóðfélagsbreyt- ingu síðustu tíma; bjór- og létt- vínsvæðingunni. Í nokkra mannsaldra drukku Íslendingar af meiri ákefð en al- mennt hefur þekkst í þeirra heimshluta. Svo gerðust ósköp- in fyrir fimmtán árum – með öf- ugum formerkjum: Öfgafyllerí- in runnu sitt skeið á enda hjá breiðum hópi almennings – og jafnvel orðfærið breyttist; það sem einu sinni hét að hrynja í það heitir nú að fá sér í glas. Sjenever og vodki sést varla lengur á færibandi vínbúðanna; íslenskt brennivín er notað til hátíðabrigða á þorrablótum – og flestum finnst það vont. Eigin- lega ógeðslegt – og álíka fram- andi og furðulegasti innmatur. Á sama hátt og landsmenn borða ekki súrsaða hrútspunga í hverri viku eru þeir hættir að renna hýru auga til íslenska eld- vatnsins á hverjum einasta föstudegi í lífi sínu. Og sé svo, er eiginlega eitthvað að. Og mörg eru tímanna táknin. Ég las það í Vínblaðinu, mál- gagni hinna opinberu vínbúða landsmanna, að ÁTVR hefur orðið sér úti um slagorð: Lifum, lærum og njótum. Tilgangur slagorðsins er, eins og segir í blaðinu, „að fanga athygli við- skiptavinarins og efla hugar- flug hans“. Á öðrum stað í sama blaði segir að framundan séu námskeið fyrir viðskiptavini, gæðavín fái aukið pláss í búðun- um, kælar fyrir bjór verði brátt teknir í notkun, sérstakur vín- klúbbur verði stofnaður á næst- unni og úrval gjafapakkninga verði stóraukið. Þvílík breyting á þjóð. Svona hefði ekki gerst fyrir tuttugu árum. Þá mátti einfald- lega ekki tala um vín. Bara drekka það. Og menn fara ekki lengur í ríkið heldur vínbúðir. Og vín- búðirnar eru ekki lengur ljótar myrkrakompur heldur sjarmer- andi sérverslanir. Og menn koma ekki lengur þaðan með svarta poka heldur hvíta og myndskreytta. Og það þarf ekki lengur að skammast sín fyrir glamrið í pokanum. Áfengi er ekki lengur forboð- in vara, heldur sjálfsögð neyslu- vara sem „eflir hugarflug“ í stað þess að svæfa menn og drepa. Þetta er mikil breyting. Jafndrykkjumenning síðustu ára hefur breytt íslenskri þjóð. Það er ekki lengur sjálfsagt mál að verða sér til skammar í hvert sinn sem sopið er á göróttum safa. Það er ekki lengur neitt til- tökumál að ganga óstuddur út af öldurhúsi. Drykkjan hefur jafn- ast og í stað þess að skvetta öll- um vikuskammtinum í sig á einu augabragði á laugardags- kvöldi með svo stórkostilegum timburmönnum daginn eftir að stappar nærri sturlun, þá sulla menn þetta einum og einum bjór í sig frá degi til dags og smokra rauðvíni inn fyrir vör- ina með kvöldmatnum eins og hverju öðru kryddi. Léttvínssala vínbúðanna hef- ur aukist um 60 prósent á síð- ustu fimm árum. Sala á sterku víni er á hröðu undanhaldi. Ís- lendingar hafa ekki í annan tíma drukkið jafn mikið magn af áfengum drykkjum – en þeir hafa jafnað þambið og hægt á sér. Það er guðsþakkarvert, enda fer það ekki íslenskri þjóð að vera á öxlunum. Ekki til lengdar. Og svo er heldur ekkert sér- stakt að sofna í skurði. ■ S jónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjun-um, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildar-þingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Frétta- skýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágæt- lega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjós- enda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kann- anir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosn- ingabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósam- kvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. „Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni,“ sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: „For- setinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistök- in eru verri?“ Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosn- ingabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafn- framt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýð- ræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósend- ur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringar- krafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverk- unum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og for- setinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upp- hafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að „vinna friðinn“. Atburða- rásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími frið- ar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirn- ar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Banda- ríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúm- an mánuð. ■ 3. október 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna virðast litlu hafa breytt. Kerry þarf að herða róðurinn FRÁ DEGI TIL DAGS - flamenco, myndlist, tónlist, málþing, kvikmyndir og margt fleira - Miðasala á tónleika er hafin í síma 5 700 400 Netsala á www.salurinn.is Nánari upplýsingar á www.kopavogur.is í Kópavogi Spænsk menningar- hátí› 2.-9. október gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Jafndrykkjumenningin Dánartíðni íslenskra drykkju- manna á síðustu öld var há. Grensan var eitthvað svo ógreinileg. Og víman ofboðsleg. Ekki það að hljómsveitirnar væru leið- inlegar, en frammi í sal sofnuðu heilu árgangarnir af ágætlega hraustum karlmönnum á meðan stelpurnar dönsuðu hver við aðra á gólfinu. Dánar- tíðni íslenskra drykkju- manna hefur lækkað. Hún mátti það alveg. Þökk sé einni stærstu þjóðfélags- breytingu síðustu tíma; bjór- og léttvínsvæðing- unni. ,, TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.