Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 55
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Óskar Magnússon. Siglufjörður. Francoise Sagan. 34 3. október 2004 SUNNUDAGUR The Bravery er ein efnilegasta rokksveit New York um þessar mundir og hún spilar á tónlistarhá- tíðinni Iceland Airwaves í október. Hún er að ljúka við sína fyrstu breiðskífu og er á leið í tónleika- ferð um Bandaríkin og Evrópu. „Við erum mjög spenntir. Allir sem við tölum við segja að Ísland sé frábær staður,“ sagði Sam End- icott, söngvari og aðallagahöfund- ur sveitarinnar, aðspurður um för- ina til Íslands. „Við hittum Franz Ferdinand [bresk hljómsveit sem vann hin virtu Mercury-verðlaun á dögunum] og þeir sögðu að við ætt- um endilega að drífa okkur til Ís- lands. Enginn okkar hefur komið þangað og ég hef heyrt að það sé mjög fallegt þar.“ Í fyrsta sinn erlendis Hefurðu hlustað á íslenska tón- list? Mér finnst Sigur Rós mjög góð- ir og Björk líka. Ég hef ekki heyrt í múm en vinir mínir segja að hún sé góð. Hafið þið verið að spila mikið undanfarið? Við erum að byrja á okkar fyrstu tónleikaferð. Við ætlum að fara til Kaliforníu og spila þar með Echo and the Bunnymen. Síðan för- um við til austurstrandarinnar með hljómsveitinni VHS or Beta. Þannig að þið eruð að spila í fyrsta sinn erlendis á Íslandi? Já og við viljum spila alls staðar. Við ætlum að flytja til London í nóv- ember eftir túrinn til Íslands. Við ætlum að spila í hverri viku í London og túra víðsvegar um Bret- land. Síðan ætlum við að reyna að spila eins mikið í Evrópu og við get- um og erum bókaðir á tónlistarhátíð- ir í Amsterdam og í Frakklandi. Gerðu það sjálfur Tónlistin ykkar hljómar dálítið eitís. Ertu sammála því? Já, en við ætluðum okkur ekkert að hljóma þannig, það gerðist bara. Ég ólst upp í Maryland við post- pönk-senuna þar og hlustaði á hljómsveitir eins og Fugazi, sem er uppáhaldshljómsveitin mín, og Jawbox. Þar var DIY-hugsunar- hátturinn mikið í gangi sem snýst um að gera hlutina sjálfur. Við hljómum ekki eins og þessar sveit- ir en þessi andi svífur yfir vötnum. Ég hlustaði meira á rafsveitir eins og Air, Daft Punk og Ladytramp. Ég fór samt að hugsa um að semja tónlist semværi góð en þú þyrftir ekki endilega að dansa við. Hægt væri að fara á tónleika með hljóm- sveitinni og það væri virkilega gaman, ekki bara einhver gaur að ýta á takka. Þetta var það sem við vildum gera. Er ekki fyrsta breiðskífan á leið- inni? „Við gefum fyrst út EP-plötu í Bretlandi í nóvember. Síðan er stóra platan næstum búin og hún kemur út á næsta ári. Það sniðuga er að við tókum allt upp sjálfir og gerðum allt ótrúlega ódýrt. Þegar sveitin varð vinsælli fengum við símtöl frá frægum upptökustjórum sem vildu taka hana upp. Við próf- uðum en það gekk ekki upp.“ Á móti Bush Fjallarðu eitthvað um pólitík í textum þínum Ég kýs og fylgist með stjórn- málum en það kemur ekki fram í textunum. Styðurðu Bush? Nei. Mér finnst skrýtið að þeir ákváðu að halda flokksþing repúblikana í New York því það er svo frjálslynd borg. Mig grunar að þeir hafi gert þetta viljandi. Þeir vissu að allir þessir skrýtnu frjálslyndu gaurar myndu brjálast og þannig sæist hversu vitlausir þeir væru. Þá yrði fólk hrætt við þá og það myndi styðja Bush. En kannski er þetta bara brjáluð samsæriskenning hjá mér. Ég er algjörlega frjálslyndur en hata flesta frjálslynda. Það er ekki mjög úthugsað að vera vit- laus og brjálaður því það gefur hinum meira vald. freyr@frettabladid.is Hin gríska Vassula Ryden segist hafa meðtekið skilaboð frá Guði þegar hún var í Bangladess árið 1985, mitt í einu sterkasta ríki múslima. Trú og trúarboðskapur voru ekki á dagskránni hjá Vassulu, heldur var hún fín sam- kvæmisfrú og eiginmaður hennar starfaði hjá Hjálparstofnun Sam- einuðu þjóðanna. Nú ferðast hún og um boðskapinn hefur hún skrifað bækur sem hafa komið út í tólf bindum, verið þýdd á fjöru- tíu tungumálum og selst í milljón- um eintaka. Vassula er komin til Íslands og heldur fyrirlestur í Hallgríms- kirkju í kvöld klukkan 19.30. Ís- land er sjötugasta landið sem hún heimsækir og fyrirlesturinn er sá áttahundraðasti. Hún þiggur eng- in laun, þóknanir eða gjafir fyrir starf sitt og hefur af því engan efnahagslegan ávinning; fær eng- in höfundarlaun, enda ekki höf- undur efnisins, heldur Guð. Skúli Þorvaldsson, sem stend- ur fyrir komu Vassulu til Íslands, kynntist boðskap hennar 1999 og hefur hlustað á hana í tvígang síð- an. Honum fannst ástæða til að kynna þenna gleðilega boðskap fyrir fleirum. „Vassula hefur mikla persónutöfra og sterka út- geislun. Það ríkir grafarþögn þeg- ar hún talar því hvert orð sem hún segir er svo áhrifamikið. Hún tal- ar afar skýra, einfalda og auð- skiljanlega ensku og að sjálfsögðu kostar ekki krónu á fyrirlestur- inn. Guðs orð kostar ekki neitt.“ ■ Guðs orð kostar ekki neitt VASSULA RYDEN ER MEÐ SKILABOÐ FRÁ GUÐI Samkvæmisfrú sem varð við guð- lega uppljómun merkur vitnisburður nútímans um boðbera Guðs. THE BRAVERY The Bravery er efnileg rokksveit frá New York sem spilar hér á landi í október. The Bravery: Efnilegasta rokksveit New York spilar á Icelandic Airwaves Spila í fyrsta sinn erlendis ...fá krakkarnir í Austurbæjar- skóla fyrir að sýna eftirlifandi börnum Sri Rahmawati samúð og styrk með söfnun, söng og dansi. HRÓSIÐ Fáðu flott munnstykki Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Akureyri Hvernig ertu núna? Ég er bara í fínu formi. Hæð: 165 cm. Augnlitur: Blár. Starf: Framkvæmdastjóri sælgætis- gerðarinnar Mónu. Stjörnumerki: Vog. Hjúskaparstaða: Ég er gift. Hvaðan ertu? Úr Vesturbænum í Reykjavík. Helsta afrek: Börnin mín. Helstu veikleikar: Ég get stundum verið aðeins of vinnusöm. Helstu kostir: Áreiðanleg, skemmtileg. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Sex & the City. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Laufskálinn. Uppáhaldsmatur: Föstudagskjúklingur. Uppáhaldsveitingastaður: Cafe Bléu. Uppáhaldsborg: Barcelona. Uppáhaldsíþróttafélag: Fjölnir. Mestu vonbrigði lífsins: Andlát náins vin- ar. Hobbý: Það er svo margt sem ég hef gam- an af: útiveru, ferðalögum, fjallgöngu, myndlist o.fl. Viltu vinna milljón? Já – hver vill það ekki? Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Læknir. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar dekkið rúllaði undan bílnum. Hver er fyndnastur? Dæturnar mínar. Hver er kynþokkafyllstur? Maðurinn minn. Trúir þú á drauga? Nei. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ég myndi vilja vera fugl og svífa um loftin. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Fiskur. Áttu gæludýr? Já, hund og tvo gullfiska. Hvar líður þér best? Heima. Besta kvikmynd í heimi: Fried Green Tom- atoes. Besta bók í heimi: Out of Africa. Næst á dagskrá: Núna er ég að vinna í að klára undirbúning fyrir páskavertíðina og eftir það tekur við að koma jólaframleiðsl- unni í gang. BAKHLIÐIN Bakhliðin á Jakobínu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Sælgætisgerðarinnar Mónu. Undirbúningur fyrir páskavertíðina að klárast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.