Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 16
sem um leiguhúsnæði væri að ræða og bætti við að fyrir sömu upphæð hefði mátt byggja eða kaupa samsvarandi húsnæði. Talsverður urgur var í samfélag- inu vegna málsins enda þótti mörgum að þingmenn hefðu gert heldur vel við sig þegar leðursóf- ar, húsgögn úr eðalviði og raftæki af nýjustu gerð blöstu við lands- mönnum í fjölmiðlum. Umfangsmikið Alþingi Alþingi er stærri stofnun en margan grunar og má segja að starfsemi þess teygi anga sína út um alla Kvosina. Auk húsa á Al- þingisreitnum svonefnda og við Austurstræti þá leigir stofnunin geymsluhúsnæði við Ægisgötu í Reykjavík að ógleymdu Jónshúsi í Kaupmannahöfn sem Alþingi hef- ur í umsjá sinni. Jafnframt er Al- þingi einn stærsti vinnustaður mið- borgarinnar og ólíkt mörgum fyrirtækjum sem flutt h a f a s t a r f - semi sína þaðan er ekkert fararsnið á löggjafanum. 97 manns vinna í fullu starfi hjá þinginu við ýmis verkefni, svo sem ræstingar, ræðuritun og vörslu af ýmsu tagi. Ef bætt er við þingmönnunum 63 og aðstoðarfólki þeirra þá er hóp- urinn við Austurvöll orðinn dá- góður. Alþingistíðindi eru tölvu- skönnuð í Ólafsfirði og af því hafa tveir einstaklingar lifibrauð sitt, efnisyfirlit ritsins er unnið á Hvammstanga en einnig er starfs- fólk Jónshúss á launaskrá þings- ins. Þar að auki má telja með tvær stofnanir Alþingis, Ríkisendur- skoðun og umboðsmann Alþingis en þar vinna samtals um 60 manns. Margir Íslendingar hafa þannig afkomu sína af starfsemi löggjafans en þrátt fyrir það star- fa færri hjá Alþingi en hjá þjóð- þingum nágrannalandanna, meira að segja hlutfallslega. Og hvað sem hérlendri eyðslusemi líður þá mega Íslendingar ef til vill vel við una. Skotar eru um þessar mundir að taka nýtt þinghús í notkun og fór kostnaður við byggingu þess tífalt fram úr upphaflegum áætl- unum, hann endaði í litlum 56 milljörðum íslenskra króna. Þá er kannski mál að rífa hár sitt og skegg. sveinng@frettabladid.is SUNNUDAGUR 3. október 2004 SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins ALÞINGISREITURINN OG NÁGRENNI HANS Merktu svæðin sýna þau hús sem Al- þingi ýmist á eða hefur á leigu. AUSTURSTRÆTI 8-10 Ríkisendur- skoðun gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að verkinu enda kostaði það 87% meira en ráð var fyrir gert. SKÁLINN GÓÐI Kostaði ríflega 800 milljónir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M B O RG AR VE FS JÁ : M YN D Ú R LU KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.