Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 3. október 2004 21 gefa plöturnar sínar og svo hefur Zonet útgáfan tekið að sér dreif- ingu þeirra hér á landi. Plöturnar endurútgefnar Fyrsta hljómplata Árna, Bassus Erectus, kom út fyrir um það bil aldarfjórðungi. Hún var nýlega endurútgefin undir heitinu Bassus Re-Surrectus. „Ég hafði unnið þarna baki brotnu í stúdíóunum. Á þessum tíma voru allar þessar stóru djassstjörnur að spila með manni, og menn voru alltaf að prófa nýja hluti. En þetta hefur breyst mikið. Núna er þetta orð- ið meira sinfóníuhljómsveitar- legt einhvern veginn. Það eru komnir svo miklir „special effectar“ í myndirnar, að tónlist- in má helst ekki heyrast of mik- ið.“ Árni hefur í gegnum tíðina starfað mikið með sömu tón- skáldunum, sem hafa leitað til hans aftur og aftur. Þar á meðal er fyrrnefndur vinur hans, Bruce Broughton, sem hefur níu sinnum hlotið Emmy-verðlaun fyrir kvikmyndatónlist sína, nú síðast í september fyrir tónlist- ina í Eloise at Christmas, sem er með Julie Andrews í aðalhlut- verki. Ekki sokkinn ennþá Úti í Kaliforníu býr Árni ásamt eiginkonu sinni skammt fyrir norðan Los Angeles, í litlum hafnarbæ sem heitir Oxnard. „Þetta er svo yndislegur stað- ur. Við höfum búið þarna í sex ár, og þetta er eins og að búa í báta- höfn. Bryggjan er bara rétt fyrir aftan okkur, eiginlega úti í garði.“ Árni skreppur gjarnan út að sigla, og svo fara ómældar stund- ir í að dytta að bátnum. „Konan mín lakkar hann og ég geri svo restina. En það eru aldrei til nógir peningar til að gera allt sem þarf fyrir svona bát. Hann hefur þó ekki sokkið hjá okkur ennþá.“ MEÐ BASSANN HANS BJARNA BÖ Árni Egilsson hefur látið gera upp gamla bassann hans Bjarna Böðvarssonar, föður Ragga Bjarna, og notar þennan sögufræga bassa jafnan þegar hann spilar hér á landi. Jóhann Ásmundsson í Mezzoforte „Ég hef náttúrlega hlustað á hann frá því að hann gaf út fyrstu plötuna sína, þótt ég hafi ekkert kynnst honum fyrr en á þessu ári,“ segir Jóhann Ásmundsson bassaleikari, meðal annars í Mezzoforte. „Í mínum huga er enginn vafi á því að hann er einn af fær- ustu mönnum á sínu sviði. Hann hefur yfir að ráða afburðatækni. Þessi fyrsta plata hans er líka mjög merkileg. Þegar maður hlustar á hana í dag áttar maður sig á því hvað hún hefur verið langt á undan sinni samtíð.“ Þórður Högnason kontrabassaleikari „Mér hefur alltaf skilist að hann sé í því starfi sem allir bassaleikarar í heiminum vildu vera í, að minnsta kosti þeir sem eru jafnvígir á djass og klassík eins og hann,“ segir Þórður Högnason kontrabassaleikari. „Eins og margir fleiri hlustaði ég mikið á fyrstu plötuna hans, Bassus Erectus, og hún hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að byrja sjálfur. Svo keypti ég hana aftur um daginn á geisladisk, og það kom mér svolítið á óvart hvað hún hefur elst vel. Hún er alveg jafn fersk og þegar hún kom út.“ Jón Rafnsson kontrabassaleikari „Þegar Árni gaf út plötuna Bassus Erectus var ég ungur kontrabassanemandi og keypti að sjálfsögðu þessa plötu og drakk hana í mig,“ segir Jón Rafnsson, sem meðal annars hefur spilað með Guitar Islancio. „Hann hafði uppörvandi áhrif á mig þegar ég var ungur, og síðan hef ég fylgst vel með Árna og því sem hann hefur verið að gera. Mér finnst hann flott tónskáld og hann væri held- ur ekkert í þessari stöðu úti í Los Angeles ef hann væri ekki góður bassaleikari.“ Myndirnar Þessi listi sýnir aðeins brot af þeim aragrúa kvikmynda, sem Árni hefur sett mark sitt á með bassaleik sínum. Hann hefur spilað inn á meira en þrjú þúsund kvikmyndir og sjónvarps- þætti, og enginn núlifandi bassa- leikari mun hafa leikið inn á fleiri myndir en hann. Princess Diaries 2 (2004) Monster’s Inc (2001) Princess Diaries (2001) Toy Story 2 (1999) A Bug’s Life (1998) Airforce One (1997) Titanic (1997) Appollo 13 (1995) Toy Story (1995) Hook (1991) Coccoon (1985) Raiders of the Lost Ark (1981) Patton (1970) Planet of the Apes (1968) HVAÐ SEGJA AÐRIR BASSALEIKARAR UM ÁRNA: Hrifust af honum ungir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.