Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 43
24 3. október 2004 SUNNUDAGUR Við hrósum... ...Keflvíkingum fyrir glæsilegan dag í Laugardalnum í gær. Leikmenn liðsins unnu öruggan sigur á KA-mönnum, 3-0, og í stúkunni fór ekki á milli mála hverjir réðu ferðinni. Stuðningsmenn Keflavíkur voru hins vegar afskaplega drengilegir og reyndu hvað þeir gátu til að fá stuðningsmenn KA til að taka bylgur og fleira til að skapa stemningu – við litlar undirtektir Norðanmanna. „Ég veit ekki hvað ég geri á næsta ári. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég þjálfa Keflavík áfram.“ Milan Stefán Jankovic ,þjálfari Keflvíkinga er ekki viss um að hann stýri liðinu áfram þrátt fyrir að hafa landað titli í gær.sport@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég lofaði sjálfum mér að koma hingað aftur og vinna eftir að ég tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir tíu árum sem leikmaður Grindavíkur. Nú hefur það ræst og þetta er fallegasta stundin sem ég hef átt á Íslandi,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvík- inga, í samtali við Fréttablaðið eftir að lærisveinar hans höfðu lagt KA að velli, 3-0, og tryggt fé- laginu sigur í VISA-bikar karla í knattspyrnu í gær. Keflvíkingar fengu óskabyrjun þegar þeir komust yfir strax á 11. mínútu en þá átti afmælisbarnið Scott Ramsey, sem var 29 ára í gær, frábæran sprett sem endaði með því að Daninn Ronni Hartvig braut á Ramsey innan vítateigs. Kristinn Jakobsson, dómari leiks- ins, dæmdi réttilega vítaspyrnu og úr henni skoraði Þórarinn Kristjánsson af öryggi. Stundar- fjórðungi síðar bætti Þórarinn öðru marki við eftir fallegan und- irbúning þeirra Zorans Daníels Ljubicic og Hólmars Rúnarssonar og við markið var sem allur vind- ur væri úr KA-mönnum. Þeir gerðu þó heiðarlegar tilraunir til að sækja í síðari hálfleik en þær tilraunir voru flestar vonlausar. KA-menn fengu þó aragrúa af hornspyrnum í síðari hálfleik en tókst ekki, þrátt fyrir góðan vilja og baráttu að nýta eina einustu þeirra. Undir lokin skoraði Hörð- ur Sveinsson síðan þriðja mark Keflvíkinga eftir að KA-menn höfðu flutt nánast alla sína menn fram og lítið var um varnir. Áður hafði Sandor Matus, markvörður KA-manna, varið frá Scott Rams- ey og Þórarni Kristjánssyni eftir að þeir höfðu komist einir í geng- um vörn KA-liðsins. Keflvíkingar voru vel að sigrinum komnir. Þeir voru tauga- óstyrkir í byrjun leiks en eftir að skjálftinn var farinn úr þeim réðu þeir lögum og lofum á vellinum. Scott Ramsey var í fínu formi á vinstri kantinum og í framlínu liðsins var Þórarinn Kristjánsson mjög ógnandi. Hann kórónaði mjög gott tímabil með því að skora tvö mörk en hefði að ósekju mátt fullkomna þrennuna með því að nýta eitthvert af þeim dauða- færum sem hann fékk. Jónas Guðni Sævarsson var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni og þessi 21 árs gamli strákur spilaði eins og hann hefði lítið gert annað um ævina en að spila úrslitaleiki. Annars var þessi sigur Keflvík- inga sigur liðsheildarinnar og Mil- ans Stefáns Jankovic, þjálfara liðsins. KA-menn reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erf- iði. Þetta er annað áfallið sem lið- ið verður fyrir á tveimur vikum en eins og Hreinn Hringsson, framherji KA-manna, orðaði það við blaðamann Fréttablaðsins eft- ir leikinn: „Við gátum ekki meira og áttum ekki meira skilið.“ oskar@frettabladid.is SÁTTIR SUÐURNESJAMENN Að ofan fagna Keflvíkingar einu marka sinna í leiknum. Fresmtur í flokki er besti maður vallarsins í gær, Jónas Guðni Sævarsson. Fréttablaðið/E.Ól. Fallegasta stundin á Íslandi Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, stóð uppi sem sigurvegari í gær, tíu árum eftir að hann tapaði úrslitaleik í bikarnum sem leikmaður Grindavíkur. Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík í öruggum sigri á KA, 3-0. N‡jar og nota›ar vinnuvélar Sýndum þeim myndbönd frá 1997 Jakob Jónharðsson var fyrirliði Keflavíkur fyrir sjö árum þegar þeir unnu bikarkeppn- ina síðast en hann er nú aðstoðarþjálfari liðsins. „Ég hafði spilað hér áður bæði í sigurliði og tapliði. Það er ólýsanlegt til- finning að standa upp með bikarinn og við lögðum upp með það alla vikuna að skila því til strákanna sem að maður hafði sjálf- ur upplifað. Við vorum með myndbönd og fleira frá því að Keflavík vann bikarinn síð- ast 1997 og sýndum strákunum hvað þetta er æðisleg stund. Þeir hafa greinilega tekið vel eftir og fá því að upplifa þetta núna,“ sagði Jakob sem var ánægður með liðið. „Við vorum ákveðnir strax frá upphafi leiks. Við fundum það strax í klefanum að það var góð stemning í liðinu, við ætl- uðum okkur bikarinn og kláruðum þennan leik með stæl. Þetta er örugglega ekki síð- asti titillinn sem þessir strákar eiga eftir að koma með til Keflavíkur. Þetta eru ungir strákar og ef við höldum öllum þessum leikmönnum í Keflavík þá er hægt að gera úr þessu mjög gott lið,“ sagði Jakob sáttur. Vill spila áfram á Íslandi Scott Ramsey fékk góða afmælisgjöf frá fé- lögum hans í liðinu en þessi snjalli Skoti átti reyndar stóran þátt í gjöfinni með því að eiga mjög góðan leik og fiska vítið sem færði liðinu forustu í leiknum strax á ell- eftu mínútu. „Við áttum þetta skilið, vor- um betri í þessum leik og hefðum alveg eins getað skorað fleiri mörk og þetta var góður leikur hjá okkur. Við erum með ungt og gott lið og það verður mjög fróðlegt að fylgjast með hvað þetta lið gerir á næsta tímabili,“ segir Scott. „Við vorum að gera ágæta hluti í vor í deildarbikarnum en þetta var stórt skref fyrir okkur að koma upp í úrvalsdeildina. Við vorum að spila vel og illa á víxl og það var því gott að geta endað þetta tímabil með sigri á degi sem þessum. Ég vil spila áfram á Íslandi en ég hef ekkert talað við Keflvíkinga um framhaldið. Ég mun tala við þá í vikunni því ég vil spila áfram hér á landi og mér finnst ég passa vel inn í þetta Keflavíkur- lið,“ sagði Scott Ramsey í leikslok en hann var að vinna sinn fyrsta stóra titil á Íslandi eftir að hafa spilað hér í sex ár. Fyrstir til þess að halda hreinu „Þetta var alveg frábært að enda tímabilið með því að taka bikarinn. Það var að sjálf- sögðu smá stress í manni þegar maður gekk út á völlinn en eftir að leikurinn var farinn í gang þá fann maður ekki fyrir því. Þetta var góður leikur hjá okkur þótt við hefðum spilað verr í seinni hálfleik og við gátum alveg bætt á þá mörkum. Allt liðið var að spila vel og við gerðum þetta sam- an sem ein liðsheild. Það var frábært að fara í gegnum bikarkeppnina með því að halda hreinu og við erum fyrsta liðið sem gerir það,“ sagði varnarmaðurinn Haraldur Guðmundsson sem átti mjög góðan leik í miðri vörn Keflavíkurliðsins sem spilaði all- ar 450 mínúturnar í VISA-bikarnum í sum- ar án þess að fá á sig mark. „Við erum í þessu til þess að vinna titla og það er bara vonandi að við náum að bæta nokkrum við á næstu árum. Ég held að við höfum sýnt það í sumar að við getum unnið hvaða lið sem er en við getum líka tapað fyrir öllum. Við vorum algjört jó-jó-lið í deildinni en við vorum að koma upp, náð- um fimmta sætinu og bætum núna bik- arnum við þannig að ég er alveg fyllilega sáttur við sumarið,“ sagði Haraldur. Þórarinn Kristjánsson, sem er með lausan samning hjá Keflavík, skoraði tvö mörk í gær: Ég trúi ekki öðru en að þeir vilji mig FÓTBOLTI Þórarinn Kristjánsson var vissulega tvisvar sinnum nálægt því að ná þrennu í bikarúrslita- leiknum gegn KA í gær en tvö mörk og bikarmeistaratitill hljóta að gera þennan dag af einum af þeim bestu. „Það er erfitt að fá betri dag en þennan. Ég hefði getað skorað þrennu en maður var fljótur að gleyma því þegar bikarinn var kominn í hús. Þetta er frábær stund fyrir félagið, klúbbinn, leik- mennina, stjórnina og alla þá sem koma að Keflavíkurliðinu og ég er alveg þvílíkt ánægður með þetta. Við megum ekki gleyma því að við komum upp úr 1. deildinni í fyrra og fimmta sætið er alveg viðeign- andi árangur fyrir þetta lið á þess- um tíma. Þó svo að við séum með hörkulið þá tekur alltaf tíma að koma sér inn í deildina aftur og nú stefnum við bara ofar. Það kemur reynsla með hverjum leik og hver- ju tímabili. Ef við höldum áfram að vinna með þetta lið þá getur á end- anum enginn stoppað okkur,“ sagði Þórarinn sem er með lausan samn- ing. „Ég hef ekki hugmynd um hvað verður um mig. Samningurinn við Keflavík rennur út um miðjan október. Ég trúi ekki öðru en að þeir vilji hafa mig áfram. Ég skor- aði reyndar níu mörk í deildinni fyrir tveimur árum og 14 mörk í 1. deildinni í fyrra en ég held samt að þetta sé langbesta tímabilið mitt,“ sagði Þórarinn kristjánsson sem skoraði 10 mörk í Landsbanka- deildinni í sumar. ooj@frettabladid.is 1–0 Þórarinn Kristjánsson, víti 11. 2–0 Þórarinn Kristjánsson 25. 3–0 Hörður Sveinsson 90. DÓMARINN Kristinn Jakobsson frábær BESTUR Á VELLINUM Jónas Guðni Sævarsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–11 (10–3) Horn 4–8 Aukaspyrnur fengnar 13–22 Rangstöður 5–4 MJÖG GÓÐIR Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Scott Ramsey Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík Haraldur Guðmundsson Keflavík Sandor Matus KA GÓÐIR Magnús Þormar Keflavík Guðjón Antoníusson Keflavík Zoran Daníel Ljubicic Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Örn Kató Hauksson KA Dean Martin KA Marktilraunir leikmanna Keflavík 16 (10 á mark) Þórarinn Kristjánsson 7 (5) Guðmundur Steinarsson 3 (1) Jónas Guðni Sævarsson 2 (1) Ingvi Rafn Guðmundsson 2 (1) Hörður Sveinsson 1 (1) Scott Ramsey 1 (1) KA 11 (3 á mark) Ronni Hartvig 4 (0) Jóhann Þórhallsson 2 (1) Pálmi Rafn Pálmason 2 (1) Örn Kató Hauksson 1 (1) Haukur Sigurbergsson 1 (0) Hreinn Hringsson 1 (0) 3-0 KEFLAVÍK KA SJÖ ÁR Á MILLI BIKARA Jakob Jón- harðsson var fyrirliði Keflavíkur fyrir sjö árum þegar þeir unnu bikarkeppnina síðast en hann er nú aðstoðarþjálfari liðsins og lyftir hér bikarnum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm TVEGGJA MARKA MAÐUR Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík bikarúrslita- leiknum gegn KA í gær. Hér fagnar hann öðru marka sinna. Fréttablaðið/E.Ól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.