Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 3. október 2004 15 Fjölskylduhjálp Íslands stendur nú fyrir söfnun út árið á matvælum fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Láttu gott af þér leiða og keyptu t.d. tvo kjúklinga eða tvo bleyjupakka og færðu Fjölskylduhjálpinni annan. Tökum á móti alla mánudaga og þriðjudaga frá kl: 13 til 17 að Eskihlíð 2-4 í fjósinu við Miklatorg. Tökum höndum saman og styðjum efnalitlar íslenskar fjölskyldur um gaurum og ekki til meiri sigur en að vingast við óþekktarormana. En það er vitaskuld ekki hægt nema að þykja vænt um þá.“ Herdís segist þeirri náttúru gædd að finnast erfiðleikar ögrandi en hræðilegast af öllu í kennara- starfinu sé þegar barni líður illa. „Það er ekki verst þegar barn lærir lítið eða sýnir ekki háar ein- kunnir. Það sem er óbærilegt er þegar barn er sannfært um að það geti ekki neitt og verði aldrei neitt. Þá verður maður strax að snúa sér alvarlega að því að taka á málinu og finna hvar vandinn liggur; í skólan- um eða heima fyrir. Einnig að finna hvað þau geta best og hlúa að því.“ Og hún segist hræddust við tven- nt í nútíma tilveru barna; dópið og netið. „Eitt sinn vorum við foreldrar hræddir við bíla en nú erum við hrædd við fólk. Breytingin er ömur- leg og nú þorir gamalt fólk ekki lengur að leiða grátandi barn heim af hræðslu við að vera álitið barna- níðingar. Mér finnst það vonda vera komið svo nálægt og rosalegt við- fangsefni að verja börnin, því hægt er að fara yfir strikið ef maður ver þau með voðasögum. Mér finnst verst að á sama tíma og þessi lúm- sku og bölvuðu eiturlyf, sem og nei- kvæðu hliðar netsins, ríða yfir æsk- una eru heimilin oft og tíðum auð. Einmitt þegar við þurfum mest á heimilunum að halda. Þetta er eins og í ömurlegri teiknimynd. Heimil- in verða fínni og stærri, einkaher- bergi, tölvur og sjónvörp í hverju herbergi og fullur ísskápur. Heimil- in eru sum orðin eins og skýli þar sem börnin komast undir þak, fá að borða og nóg af afþreyingu, en það vantar þennan manneskjulega „ofn“ til að halda hlýjunni. Ég veit að foreldrar geta ekki hætt að vinna því þeir eru búnir að festa sig í skuldum út af öllu mögulegu, en fólk gleymir stundum að það á frí- tíma! Og þegar það kemur heim eft- ir vinnu á daginn er æðsta skylda þess að vera heima hjá sér. Það á ekki að stunda endalausar heilsu- ræktir, klúbba eða annað til að passa í nútímann og vera með í öllu, því alltaf ýtast börnin aftur fyrir. Eftir vinnutíma foreldranna á barn- ið að lifa í öryggi með það að mamma og pabbi séu heima; jafnvel þótt börnin ætli út að leika eða ung- lingarnir í bíó. Það að vera til taks hefur miklu meira að segja en að taka sig til annað slagið og keyra upp prógramm með ferð á ham- borgarastað, bíói og nýjum galla- buxum. Þau vilja í raun og veru ekki þessa „dagskrá“. Þörfin fyrir nánd- ina er miklu dýpri.“ Hefði ekki neitað fötluðum börn- um um skólavist í verkfallinu Í miðju kennaraverkfalli segist Herdís styðja kennara í sinni launa- baráttu því launin séu allt of lág. Þegar hún hafi hætt kennslu 1998 hafi föstu launin nýhækkað upp í 115 þúsund krónur eftir 45 ára starf. Útborgað hafi hún fengið 89 þúsund krónur. „Svo fór ég norður í land og hitti þar frænkur mínar á unglingsaldri sem voru með 140 þúsund fyrir vinnu á bensínstöð. Þetta er djúpstætt vandamál sem snertir margt í þjóðfélaginu. Það þarf einhverja gríðarlega hugar- farsbreytingu en ég hef auðvitað enga lausn. Ég veit bara að ég hefði aldrei neitað fötluðum börnum um skólavist í verkfallinu. Það er ómannúðlegt, bæði fyrir börnin og aðstandendur þeirra.“ Og hún segist enga óskeikula uppskrift til að fullkomnu uppeldi barna. Uppeldi sé hins vegar vinna sem ekki er hægt að segja upp eða taka sér frí frá. „Foreldrar geta ekki komið uppeldi barnsins á skól- ans herðar og kennarar geta ekki sagt að þeir eigi einungis að fræða en foreldrar að sjá um uppeldið. Enginn sem umgengst barn svo nokkru nemur kemst hjá því að taka þátt í uppeldi þess, hvort sem hon- um líkar betur eða verr. Sama er að segja um að vera fyrirmynd. Allir sem eru samvistum við börn eru fyrirmynd þeirra, hvort sem hún er góð eða slæm. Allt sem við gerum, segjum eða aðhöfumst nálægt börn- um hefur mótandi áhrif á þau. Framkoma okkar, orðbragð, viðhorf og viðbrögð við áreiti daglegs lífs, allt hefur þetta uppeldisleg áhrif á óharðnað ungmenni. Fljótt á litið virðist þetta svo flókið að þeir einir ættu að voga sér að koma nálægt barnauppeldi sem eiga að baki langt og mikið nám, en sem betur fer er þetta nú ekki svo. Auðvitað má gríð- armargt læra um uppeldismál í skólum sem kemur að góðum notum en sterkasta stoðin í dagsins önn er þó hinn meðfæddi hæfileiki sem sumum er gefinn til að leiða börn farsællega gegnum mótunarárin. Besta veganesti uppalandans er væntumþykja, tiltrú, þolinmæði, sjálfsagi, heiðarleiki, óeigingirni og vinátta.“ thordis@frettabladid.is Valpróf í að baka, kubba, syngja og skúra Það hefur lengi brunnið í mér það óréttlæti að vera barn sem fer í skóla og er þar í tuttugu ár án þess að fá notið þeirra hæfileika sem liggja utan námsskrár skólanna. Kennarar reyna af fremsta megni að koma þessu að í skólastofunni, en aðeins er prófað í því sem skólinn kennir og fyrir það gefnar einkunnir. Foreldrar gefa eðlilega mikið fyrir ein- kunnir í þjóðfélagi sem tekur svo mikið mark á einkunnum, en gefa ekki jafn mikinn gaum að því sem barnið er leikið í heima fyrir. Af mannúðar- ástæðum vil ég að börn fái að tilkynna sig í valpróf þegar kemur að skólaprófunum. Hvort sem það er að taka próf í að baka kökur, byggja höll úr kubbum, syngja, hlaupa, skúra gólf, eða annað sem þau eru best í. Fyrir það ætti að gefa einkunn sem gæti dregið þau upp í einkunnum og gæfi rétt- ari mynd af einstaklingnum. Foreldrar myndu þá líta hæfi- leika barnsins öðrum og stærri augum og hvetja það til dáða. Þetta eru sjálfsögð mannrétt- indi því börn eru of háð stífri námsskrá þegar þau eru öll listamenn í einhverju öðru utan skólans. Ég er þegar með skipulag í huga og langar til að ræða það við ráðamenn. FRAMTÍÐARSÝN HERDÍSAR: FYRIRGEFNINGIN „Ég hef séð börn bráðna því þeim finnst svo gott að fá að fyrirgefa.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.