Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 45
26 3. október 2004 SUNNUDAGUR 48 og við teljum enn Arsenal rúllaði yfir Hermann Hreiðarsson og félaga hans hjá Charlton og hefur nú ekki tapað leik í 48 leikjum í röð. Meistarakeppni kvenna í körfu: Ætla sér að verja titilinn KÖRFUBOLTI Meistarar meistaranna í kvennaflokki í körfuknattleik, fer fram í dag kl. 17 í Sláturhúsinu í Keflavík. Þar etja heimastúlkur kappi við KR úr Vesturbænum. Keflavík er tvöfaldur meistari og því kemur það í hlut silfurhafans í bikarkeppninni að taka þátt í þess- um úrslitaleik. Undanfarin fjögur ár hefur tit- illinn í þrígang farið til Keflavík- urliðsins en ólíkt tímabilinu í fyrra, eru Keflavíkurstúlkur með bandarískan leikmann í sínum röð- um. Hún heitir Reshea Bristol og að sögn Sverris Þórs Sverrissonar, þjálfara Keflavíkur, fellur hún vel inn í liðið. „Hún lék með okkur á móti í Danmörku og stóð sig vel þar. Hún gerir leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Sverrir og bætti því við að hann hefði úr miklu að moða í vetur. „Ég er með ungar stelpur í bland við eldri reynslubolta og þær eru alltaf til- búnar að hlaupa allar þær mínútur sem ég gef þeim. Ég geri þær kröf- ur að stelpurnar mæti tilbúnar og taki vel á þeim, því KR gefur okk- ur ekki neitt. Þær mæta grimmar líka þannig að við þurfum á öllu að halda í dag.“ Georgía Olga Kristiansen, einn af leikmönnum KR, sagði Vestur- bæjarliðið stefna á alla titla sem væru í boði. „Við misstum besta leikmann tímabilsins í fyrra, Hildi Sigurðardóttir, í atvinnumennsku til Svíþjóðar. En það er bara skemmtileg áskorun og setur meiri pressu á okkur hinar að standa okkur. Við ætlum okkur að vinna þær í leiknum í dag.“ VILJA TITILINN Birna Valgarðsdóttir úr Keflavík og Georgía Olga Kristiansen úr KR vilja báðar bikarinn sem þær sjást hér halda á. Fréttablaðið/Pjetur Rómverskar rústir Þau eru misjafnlega búin undir veturinn lið- in sem kljást í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum sem verður sýndur á Sýn í kvöld kl. 18.20. Inter gengur margt í haginn eftir snjallar viðbætur við leikmannahópinn í sumar á meðan hagléli hroðalegra tíðinda hefur rignt yfir AS Roma á haustdögum. Int- er hefur svosum ekki verið að glansa neitt í Serie A en í Meistaradeildinni hefur liðið skinið skærar. Roma er á sama tíma heppið að fá yfirleitt að leika áfram í sömu deild eftir að aðdáandi liðsins henti kveikjara í höfuð dómarans Anders Frisk svo sá sænski þurfti að flauta leikinn af. Roma gerir tilkall til að teljast eitt af stórliðunum á Ítalíu en á þó langt í land með að ná fjárhagslegum burðum Mílanólið- anna og Juventus. Liðið sigraði í deild- inni fyrir þremur árum og það lið hefði ekki átt að þurfa nema nokkrar skynsamlegar við- bætur til að halda áfram að vera í fremstu röð. En meiðsli lykilmanna og tilviljanakennd leik- mannakaup gerðu þann draum að engu og engir titlar hafa bæst í safnið síðan. Þó lék liðið skínandi vel á köflum í fyrra og veitti AC Milan harða keppni um meistaratitilinn fram eftir vetri. Í sumar kom svo í ljós að fjárhagur félagsins var enn verri en talið var og brást þá á mikill flótti hjá nokkrum af helstu stjörnum félagsins. Þjálfarinn Fabio Capello stakk af til Juventus og hirti með sér þá Emerson og Zebina á meðan Walter Samuel gerðist ofurbolti hjá Real Madrid. Nokkrir frambærilegir leikmenn komu þó í staðinn en þjálfaramálin hafa verið dæma- laus sirkus. Fyrst sagði Cesare Prandelli af sér í sumar vegna veikinda eiginkonu sinn- ar og Rudi Völler dugði aðeins í 26 daga. Luigi Del Neri var svo ráðinn í vikunni og gekk sú ráðning ekki átakalaust fyrir sig því Del Neri er umdeildur maður fyrir margt. Hann er mikill hægrimaður og skrifaði um skeið í málgagn Norðurbandalagsins sem berst fyrir aðskilnaði Norður- og Suður-Ítal- íu, nokkuð sem gengur ákaflega illa ofan í Rómverja. Að auki er umboðsmaður hans vinur sonar Luciano Moggi, alsráðanda Juventus, en Moggi er ekki vinsæll í Róm eftir ránsferðir hans um höfuðborgina í sumar. Sagt er að Del Neri hafi af þessum sökum ekki verið ráðinn strax við afsögn Prandelli og frekar verið veðjað á hinn reynslulitla Rudi Völler. Þjóðverjinn þótti sýna mikinn dómgreindarbrest í uppstill- ingu liðsins og samskiptum við lykilleik- menn og virtist einfaldlega ekki tilbúinn í slaginn í hinni kröfuhörðu Serie A. Súper- stjörnur Roma eru martröð hvers þjálfara, agavandamál hafa verið mikil innan liðsins undanfarin ár og ekki einu sinni hinn harði húsbóndi Capello náði að halda Totti, Cassano og Montella á mottunni. Erfitt verkefni bíður Del Neri og það verður að teljast mikið kraftaverk ef honum tekst að koma reglu á rómverska hringleikahúsið þar sem ljónið Totti hámar hvern þjálfarann í sig á fætur öðrum. EINAR LOGI VIGNISSON FÓTBOLTI Meistarar Arsenal áttu ekki í vandræðum með að slátra Charlton, 4-0, á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa nú leikið 48 leiki í röð í deildinni án þess að bíða lægri hlut. Eftir von- brigðin í meistaradeildinni á mið- vikudagskvöldið þegar Arsenal náði aðeins jafntefli gegn norska liðinu Rosenborg og sögusagnir um slagsmál á milli Patricks Vieira og Lauren eftir þann leik kom liðið tvíeflt til baka. Hinn frábæri Thierry Henry skoraði tvívegis og var fyrra mark hans sérstaklega glæsilegt. Hann sendi boltann með hælnum í fjærhornið, aðþrengdur að varn- armönnum. Þeir Fredrik Ljung- berg og Jose Antonio Reyes skor- uðu hvor sitt markið. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var sáttur við sína menn eftir leikinn og hrósaði þeim fyrir að svara gagnrýnis- röddum á réttan hátt. „Liðið lék vel saman sem heild og hafi einhver sett spurninga- merki við andann hjá liðinu þá hljóta þeir sömu að hafa fengið svarið í dag. Liðið er sameinað og svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Það var mikilvægt að það væri gert á vellinum og ég get ekki ver- ið annað en ánægður með frammi- stöðu bæði Patricks Vieira og Lauren í dag – þeir voru frábær- ir.“ Alan Curbishley, knattpsyrnu- stjóri Charlton, hristi bara haus- inn og sagði leikmenn Arsenal hafa sýnt það að þeir gætu skorað fjögur, fimm eða sex mörk þegar þeim sýndist svo. „Við komum hingað með áætlun en hún fauk út um gluggann eftir annað markið. Þegar Henry skorar mörk eins og þetta þá er ekki hægt annað en að setjast og dást að snilli hans,“ sagði Curbishley. Tottenham skaust í fjórða sæti deildarinnar með glæsilegum úti- sigri á Everton, 1-0. Enn á ný var það sterkur varnarleikur sem gerði gæfumuninn hjá Tottenham og til að undirstrika mikilvægi varnarmanna liðsins þá skoraði franski bakvörðurinn Noe Pamarot sigurmarkið fyrir Tottenham. Jacques Santini, knattspyrnu- stjóri Tottenham, var ánægður eftir leikinn og sagði sína menn hafa spilað með hjartanu. „Við spiluðum ekki vel en börðumst eins og ljón og sýndum mikla sam- stöðu. Ég er mjög ánægður með úrslitin enda er Everton með sterkt lið sem er erfitt heim að sækja.“ Nýliðar West Brom unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu Bolton að velli, 2-1, á heimavelli. Kanu og Gera voru á skotskónum fyrir West Brom en liðið komst með sigrinum upp úr fallsæti. oskar@frettabladid.is 1-0 FYRIR ARSENAL Svíinn Fredrik Ljungberg fagnar hér marki sínu gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni. ENSKA ÚRVALSDEILDIN Southampton-Man. City 0-0 Arsenal-Charlton 4-0 1-0 Fredrik Ljungberg (33.), 2-0 Thierry Henry (48.), 3-0 Thierry Henry (69.), 4-0 Jose Antonio Reyes (70.). Blackburn-Aston Villa 2-2 0-1 Juan Pablo Angel (25.), 1-1 Barry Ferguson (30.), 2-1 Brett Emerton (63.), 2-2 Olof Mellberg (80.). Everton-Tottenham 0-1 Noe Pamarot (53.). Norwich-Portsmouth 2-2 0-1 Yakubu Aiyegbeni (37.), 1-1 Darren Huckerby (63.), 1-2 Patrick Berger (65.), Simon Charlton (67.). West Brom-Bolton 2-1 1-0 Nwankwo Kanu (57.), 2-0 Zoltan Gera (65.), 2-1 Stelios Giannakopoulus (73.). Arsenal 8 7 1 0 26-7 22 Chelsea 7 5 2 0 7-1 17 Everton 8 5 1 2 9-7 16 Tottenham 8 3 4 1 5-3 13 Bolton 8 3 3 2 13-11 12 Man. Utd 7 3 3 1 8-6 12 Newcastle 7 3 2 2 14-11 11 Aston Villa 8 2 5 1 10-9 11 Charlton 8 3 2 3 8-14 11 Liverpool 6 3 1 2 10-5 10 Middlesbr. 7 3 1 3 11-11 10 Man. City 8 2 2 4 8-7 8 Portsmouth 7 2 2 3 11-11 8 Fulham 7 2 2 3 8-11 8 West Brom 8 1 4 3 8-13 7 Birmingham 7 1 3 3 5-7 6 Blackburn 8 1 3 4 7-14 6 Southampton 8 1 2 5 6-11 5 Norwich 8 0 5 3 7-14 5 Crystal Palace 7 0 2 5 6-14 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.