Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 18
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 77 stk.
Keypt & selt 22 stk.
Þjónusta 10 stk.
Heilsa 9 stk.
Skólar & námskeið 6 stk.
Heimilið 13 stk.
Tómstundir & ferðir 7 stk.
Húsnæði 20 stk.
Atvinna 36 stk.
Tilkynningar 1 stk.
Hvernig verður maður matartæknir
BLS. 2
Góðan dag!
Í dag er sunnudagurinn 3. október,
277. dagur ársins 2004.
Reykjavík 7.43 13.17 18.49
Akureyri 7.30 13.01 18.31
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Hinn dæmigerði félagsmaður VR í dag er
kona, tæplega fertug að aldri, með níu ára
reynslu í sama eða sambærilegu starfi og
vinnur hjá fyrirtæki þar sem starfa fleiri
en 50 manns. Þetta kemur fram á heimasíðu
VR ásamt fleiri upplýsingum sem lesnar
hafa verið úr niðurstöðum nýlegrar launa-
könnunar VR.
Sex af hverjum tíu félagsmönnum VR
eru konur, hlutfall kynjanna er jafnara í
yngri aldurshópum en þeim eldri. 49%
karla flokka sig í hópi stjórnenda og sér-
fræðinga en 29% kvenna. Meðalaldur fé-
lagsmanna er 38,5 ár. Konurnar eru aðeins
eldri en karlarnir, 39 ára á móti rúmlega
37 ára. Rúmlega helmingur lauk námi eft-
ir framhaldsskóla en tæplega helmingur
hélt áfram námi eftir að þeim áfanga var
náð. 11% luku formlegu námi eftir grunn-
skóla en tæplega 20% hafa háskólanám að
baki.
Starfsaldur félagsmanna er að meðaltali
8,9 ár og er þá átt við í sama eða sambæri-
legu starfi. Konur hafa ögn lengri starfs-
aldur en karlar, skrifstofufólk og sérhæft
starfsfólk hefur lengsta starfsaldurinn eða
yfir 10 ár og þeir sem vinna í heildsölu hafa
lengstan starfsaldur þegar litið er til at-
vinnugreina, eða tæplega 11 ár.
Næstum þriðji hver maður vinnur hjá
fyrirtæki þar sem starfa yfir 100 manns og
20% þar sem starfa 50 til 99 starfsmenn. ■
Dæmigerður VR-félagi:
Fertug kona í stórfyrirtæki
heimili@frettabladid.is
Ráðningarþjónustan Nínukot
aðstoðar fólk á landsbyggðinni
við að útvega starfsfólk frá evr-
ópska efnahagssvæðinu. Að
sögn Svanborgar Eyglóar Ósk-
arsdóttur í Nínukoti í Landeyj-
um er einungis ráðið fólk sem
ekki þarf atvinnuleyfi. Hún hef-
ur rekið fyrirtækið í níu ár og
segir Þjóðverja hafa verið fjöl-
mennasta þeirra þjóða sem
hingað hafi komið á hennar
vegum og hafi þeir reynst vel.
Lengst af hafi fólk einkum
komið til landbúnaðarstarfa en
ferðaþjónustan og ýmsar aðrar
greinar hafi bæst við.
Sveigjanlegri vinnutími er
meðal þess sem framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins
lagði til þegar hún fjallaði um
breytingar á lögum um tilhög-
un vinnutíma.ÝNýja tilskipunin
gæti haft áhrif hér á landi.
Lakara atvinnuástand er á
landinu núna en á sama tíma í
fyrra. Þetta kemur fram í nýút-
komnu hefti Vinnunnar. Um
helmingur atvinnulausra er fólk
undir 35 ára aldri og þriðjungur
atvinnulausra hefur verið án
vinnu í meira en hálft ár.
Konur eru sex af hverjum tíu
félagsmönnum Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur. Hlut-
fall kynjanna er jafnara í yngri
aldurshópum en þeim eldri.
49% karla flokka sig í hópi
stjórnenda og sérfræðinga en
aðeins 29% kvenna. Konur
sem flokka sig sem tækna eru
29% starfsmanna en karlar
13%.
Atvinnuástand er gott í Skaga-
firði um þessar mundir og
skortur er á fólki í ákveðin
störf, til dæmis í matvælaiðnaði
og byggingarvinnu, að því er
fram kemur í Bændablaðinu.
Margir hafa áhuga á að starfa í
Skagafirðinum, til dæmis sóttu
tæplega sextíu manns um
stöðu sem losnaði nýlega hjá
Byggðastofnun á Sauðárkróki.
Páll Kr. með neonstafi sem munu segja sögu.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
FYRIR ATVINNU
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Mamma, kom ég
með storkinum
eða bara
venjulegu
leiðina?
Nokkuð mjög vönduð, ný leðursófasett.
3-2-1 til sölu. uppl. í s:847-5000
Sandblásnar filmur í glug-
ga, flettiskilti, bílamerking-
ar og stór sem smá skilti á
hús. Allt þetta og fleira til
fæst Páll Kr. Pálsson við að
framleiða í fyrirtæki sínu
Spesart við Hyrjarhöfða í
Reykjavík. „Þeir sem vinna
við skilta- og auglýsinga-
gerð þurfa að vera þúsund-
þjalasmiðir og geta farið
inn á mörg svið,“ segir hann
og gerir nánari grein fyrir
iðju sinni. „Þetta er mjög
skemmtilegt og fjölbreytt
starf sem kemur inn á
flestallar iðngreinar svo
sem tölvuvinnslu, járna-
smíði, blikksmíði, rafvirkj-
un, sprautun og trésmíði
því við vinnum úr öllum
mögulegum efnum.“ Þegar
hann segir „við“ er hann að
vísa til þess að hann er með
fjóra menn í vinnu. En út-
krefur svona vinnsla ekki
líka gríðarlegan tækja-
kost? „Jú, það er talsvert af
tækjum sem við erum að
vinna með,“ segir Páll og
nefnir sem dæmi að hlut-
irnir séu hannaðir í tölvu
áður en þeir fari í fram-
leiðslu. Starf hans sjálfs
felst ekki einungis í tölvu-
vinnslu og smíði heldur
líka í sölumennsku, bók-
haldi og annarri skrifstofu-
vinnu sem er kapítuli útaf
fyrir sig. Hann hefur því
ýmsum hnöppum að hnep-
pa því eins og hann segir
sjálfur. „Það er varla til
starf sem snertir jafn
mörg svið.“ ■
Skilta- og auglýsingagerð:
Starf fyrir þúsundþjalasmiði