Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 46
■ ■ LEIKIR  13.00 Þróttur og ÍBV 2 mætast í Strandgötu í 32 liða úrslitum SS- bikars karla í handbolta.  17.00 Keflavík og KR mætast í íþróttahúsinu í Keflavík í Meist- arakeppni KKÍ í kvennaflokki.  19.15 Keflavík og Njarðvík mæt- ast í íþróttahúsinu í Keflavík í Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki. ■ ■ SJÓNVARP  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvals- deildinni í fótbolta.  17.00 Enski boltinn á Skjá einum. Útsending frá leik Manchester United og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Beint frá leik Roma og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  20.25 Spænski boltinn á Sýn. Beint frá leik Real Madrid og Deportivo í spænsku deildinni.  21.55 Helgarsportið á RÚV.  22.05 Ameríski fótboltinn á Sýn. Beint frá leik Miami Dolphins og New York Jets í NFL-deildinni. KÖRFUBOLTI Í dag fer Meistara- keppni KKÍ fram í tíunda sinn. Báðir leikirnir fara fram í Slátur- húsinu í Keflavík, heimavelli Ís- landsmeistara karla og kvenna. Í kvennaflokki mætir KR í heim- sókn og etur kappi við Keflavíkur- stúlkur en í karlaflokki taka heimamenn á móti nágrönnum sínum í Njarðvík. Hingað til hefur tíðkast að Ís- landsmeistararnir leiki við bikar- meistarana en þar sem Keflvík- ingar urðu tvöfaldir meistarar mun Njarðvík taka sæti andstæð- ingsins, en liðið hafnaði í öðru sæti í bikarkeppninni á síðasta ári. Liðin tvö hafa aðeins mæst einu sinni í Meistarakeppninni en það var árið 1999. Þá hafði Njarð- víkurliðið betur og vann auðveld- an sigur, 111-92. Keflvíkingar eru núverandi meistarar meistarana en liðið sigraði Snæfell í fyrra, 97-90. Ef marka má afrek haustsins munu bæði lið mæta grimm til leiks. Keflvíkingar urðu Norður- landameistarar félagsliða fyrir stuttu og Njarðvík vann Knock Out Cup mótið í Danmörku. Þess má geta að liðin tvö hafa mæst 149 sinnum og hafa Njarð- víkingar oftar haft betur, eða 81 sinni, sem gerir 54% vinnings- hlutfall. Keflavík er þó ekki langt undan með 68 sigra. Falur Harðarsson, aðstoðar- þjálfari Keflavíkurliðsins, sagði að búast mætti við hörkuleik. „Það er alltaf viðbúið þegar þessi tvö lið mætast,“ sagði Falur. „En það er bannað hjá okkur að tapa á heimavelli og má alls ekki gerast. Síðasti heimaleikurinn sem við töpuðum gegn íslensku liði var gegn Njarðvíkurliðinu í janúar árið 2000. Við ætlum að halda sig- urgöngunni áfram.“ Falur var ánægður með Norð- urlandatitilinn hjá Keflavík og sagði afrekið segja meira en mörg orð um styrk íslensks körfubolta. „Það er náttúrlega frábært að sjá bæði okkur og Njarðvíkinga ná þessum árangri. Íþróttin er að styrkjast til muna á Íslandi, sem er gott mál. Ég held samt að þetta sé enginn skuggi sem muni hvíla yfir okkur því það er enginn ódauðlegur í íslenska körfubolt- anum,“ fullyrti Falur. Njarðvíkingar voru síðastir til að vinna Keflavík á heimavelli fyrir fjórum árum síðan og ætla þeir sér að endurtaka leikinn í dag. Að sögn Einars Árna Jó- hannssonar, þjálfara Njarðvík- inga, eru einhverjar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili. „Við erum í vígahug fyrir veturinn og erum komnir með nýja menn sem munu styrkja okkur. Þar á meðal er Jóhann Ólafsson, sem er kom- inn heim eftir dvöl í Bandaríkjun- um. Keflvíkingar eru með gott lið en við verðum að mæta ákveðnir til leiks og taka þá,“ sagði Einar Árni. smari@frettabladid.is SUNNUDAGUR 3. október 2004 27 Njarðvík oftar haft betur Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki fer fram í dag þegar Ís- lands- og bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík. BARIST UM BIKARINN Njarðvíkingurinn Matt Sayman og Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson sjást hér með bikarinn sem barist verður um í dag. Fréttablaðið/Pjetur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 1 2 3 4 5 6 Sunnudagur OKTÓBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.