Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 10
11SUNNUDAGUR 3. október 2004
Franski kvikmyndaleikstjórinn
Jean-Jacques Annaud er stadd-
ur á Íslandi til þess að kynna
nýjustu mynd sína, Two
Brothers, sem verður frumsýnd
í Reykjavík í lok mánaðarins.
Ferill Annauds er glæsilegur en
hann á að baki jafn ólíkar mynd-
ir og Enemy at the Gates, með
Jude Law; Seven Years in Tibet,
með Brad Pitt í aðalhlutverki;
Elskhugann, Nafn Rósarinnar,
Björninn og síðast en ekki síst
Leitina að eldinum sem hann
gerði árið 1981 og fjallaði um,
eins og nanfið bendir til, leit
frummanna að eldinum.
Annaud þótti Ísland henta vel
sem umhverfi fyrir heim
frummannanna og hugðist taka
myndina hér.
„Ég þekki Ísland mjög vel og
tel óhætt að fullyrða að ég þekki
hvern einasta veg á landinu.Ég
kom hingað örugglega 20-30
sinnum á sínum tíma. Við
byggðum girðingar fyrir fílana
okkar við Heklurætur og ætluð-
um að taka myndina hér. Við
lentum svo í heimskulegu leik-
araverkfalli í Los Angeles sem
seinkaði okkur um mánuð
þannig að við urðum að hætta
við Ísland. Okkur hefði einfald-
lega ekki gefist tími til að flytja
fílana hingað, ljúka tökum og
koma þeim til baka á tilskyldum
tíma.“
Annaud segist hafa fundið vel
fyrir íslenskri gestrisni á meðan
hann undirbjó tökurnar. „Við
leigðum hús af fólki sem bjó í
grennd við Þórsmörk og svo
sendum við fólkið til Karabíska
hafsins í mánuð og ætluðum að
búa í húsunum á meðan. Við gát-
um svo ekki notað húsin en vor-
um að fá bréf frá þessu fólki
árum saman þar sem það var að
minna okkur á að við ættum inni
hjá þeim dvöl í húsunum þeirra.
Þetta voru mér gríðarleg von-
brigði þar sem ég hafði fundið
afskaplega fallega tökustaði. Ég
er yfir mig ástfanginn af land-
inu ykkar og fallega landslaginu
og ég hefði svo gjarnan viljað
gera bíómynd hérna. Ég vona
bara að ég eigi eftir að fá tæki-
færi til þess.“ ■
Ætlaði að flytja fíla til Íslands
JEAN-JACQUES ANNAUD Er staddur á Íslandi til að kynna Two Brothers en ætlar að
nota tækifærið til að heimsækja aftur staðina sem hann hugðist nota í Leitina að eldinum
og ætlar um leið að sýna eiginkonu sinni fegurð Íslands.
AFMÆLI
Sigmar B. Hauksson, matgæðingur
með meiru, er 54 ára í dag.
Tolli, myndlistarmaður, er 51 árs.
ANDLÁT
Hjálmar Sveinsson, fyrrum bóndi á
Syðra-Vatni, Efribyggð, Skagafirði, síðast
til heimilis á Norðurgötu 60, Akureyri,
lést 28. september.
Gunnar Karl Gunnarsson, Bæjarholti
13, Laugarási, Biskupstungum, lést af
slysförum 30 september. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Tómas Guðmundsson, Hrafnistu, Hafn-
arfirði, síðast til heimilis á Austurvegi 16,
Grindavík, lést 30. september.
Benjamín Magnús Sigurðsson, frá Eyj-
um, Strandasýslu, Engihjalla 11, Kópa-
vogi, lést 30. september.
Páll Kristjánsson, Lönguhlíð 20, Bíldu-
dal, lést 1. október.
NÝJAR BÆKUR
JPV útgáfa hefur sent frá sér skáldsög-
una Ellefu mínútur í þýðingu Guðbergs
Bergssonar. Ellefu mínútur er nýjasta
skáldsaga Paulo Coelho en áður hefur
Alkemistinn komið út á íslensku.
Þegar Paulo Coelho sneri aftur á hótel
sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á Ítalíu
árið 1999 beið hans handrit. Þetta var
ævisaga brasilísku vændiskonunnar
Soniu. Frásögnin heillaði Coelho og eftir
miklar rannsóknir og heimildaleit varð
Ellefu mínútur til og hefur hún nú verið
þýdd á meira en 39 tungumál.
Ellefu mínútur segir frá Maríu, ungri
brasilískri stúlku, sem er tilfinningalega
niðurbrotin eftir reynslu sína af fyrstu
ástinni. Hún er á viðkvæmum aldri og
sannfærist um að hún muni aldrei finna
sanna ást og að henni fylgi ekkert nema
þjáning, vonbrigði og kvöl. Hún fer til
Genfar þar sem hana dreymir um að
verða fræg og rík en verður þess í stað
vændiskona.
Í Genf fjarlægist María ástina æ meira
um leið og hún verður heltekin af kynlífi.
Þegar hún kynnist myndarlegum, ung-
um listamanni fer verulega að reyna á
hugmyndir hennar um ástina. María þarf
að velja á milli kynlífs, kynlífsins vegna,
og að taka þá áhættu að finna ljósið
innra með sjálfri sér.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R