Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 44
SUNNUDAGUR 3. október 2004 Besta liðið eftir þrjú ár Fyrirliði Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic, telur mikið búa í hinu unga og efnilega knattspyrnuliði Keflavíkur. FÓTBOLTI Fyrirliði Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic, var himinlifandi í leikslok eftir að fyrsti bikar Kefl- víkinga í knattspyrnunni í sjö ár var kominn á loft. „Þetta var alveg æðislega gam- an. Við spiluðum frábæran fót- bolta í fyrri hálfleik, skoruðu tvö mörk og fengum fullt af færum til viðbótar. Í seinni hálfleik duttum við kannski svolítið til baka en það var aldrei hætta og við áttum síð- an að gera út um leikinn í nokkrum dauðafærum sem við fengum þá. Þetta var mjög verð- skuldaður sigur,“ sagði Zoran Daníel sem var að vinna sinn fyrs- ta titil á Íslandi eftir tólf ár í ís- lenska boltanum. „Þetta er fyrsti stóri titilinn minn hér, ég hafði unnið einn inn- anhússmeistaratitil áður en nú fékk ég loksins að kynnast því að vinna bikarinn. Ég er að spila með mörgum ungum strákum sem hafa verið að taka sín fyrstu skref í al- vörunni í sumar og þetta var virki- lega gaman og mikilvægt fyrir þá að vinna hér í dag. Reynslan úr þessum leik og frá þessu sumri á eftir að hjálpa þeim mikið í fram- tíðinni. Það er ágætis árangur að enda í fimmta sæti á sínu fyrsta ári í deildinni en ég held að við getum gert miklu betur en það sem við sýndum í ár. Ég trúi því að innan þriggja ára verði besta liðið á Íslandi í Keflavík. Það voru kafl- ar í sumar sem við vorum að spila mjög vel en það komu einnig kafl- ar þar sem við duttum niður. Þess- ir strákar hafa ekki þolað að fá mikla pressu á sig en þeir sýndu í dag að þeir geta mætt óhræddir í svona stóran leik og spilað sinn bolta. Strákarnir hafa safnað reynslu í sumar og það var dýrmætt fyrir þá að fá að upplifa það að vinna tit- il. Þessari tilfinningu gleymum við aldrei. Nú bíður okkar þátttaka í Evrópukeppninni og ég vonast eft- ir að allir í bænum eigi eftir að styðja okkur í framhaldinu því við ætlum okkur að gera enn betri hluti,“ sagði Zoran sem er ekkert að hætta. „Já, ég mæti aftur næsta sumar. Ég er ekkert að hætta, það er nóg eftir hjá mér,“ sagði Zoran að lokum. ooj@frettabladid.is Getum verið stoltir „Það er lítið hægt að segja við þessu. Þetta fór svona í dag og ég held að Kefl- víkingar séu vel að sigrinum komnir. Ég óska þeim til hamingju með titilinn. Það er alltaf mikilvægt að skora fyrsta markið í svona leikjum og þeir gerðu það. Þeir nýttu sín færi en kannski var 3-0 of stór sigur. Við berum hins vegar höfuðið hátt og erum stoltir. Það er engin tilviljun að við komumst í bikarúrslitaleikinn og með því að komast þangað held ég að við höf- um sýnt að við getum unnið öll lið á góð- um degi,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA-manna, eftir leikinn í gær. Atli Sveinn heldur nú aftur til Örgryte í Svíþjóð þar sem hann er enn samningsbundinn. „Ég mun æfa með þeim eitthvað en hvað verður í framhaldinu er ómögulegt að segja. Ég veit ekkert hvar ég spila á næsta ári, kannski á Íslandi og kannski einhvers staðar annars staðar,“ sagði Atli Sveinn. Sanngjarnt hjá Keflavík „Það eru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik og það var eins og við værum ekki tilbúnir í leikinn. Ég held að það hafi verið sann- gjarnt að Keflavík fór með sigur af hólmi,“ sagði danski varnarmaðurinn Ronni Hart- vig. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu strax á 11. mínútu, þá sjöttu í sumar, og aðspurður sagðist hann ekki skilja af hver- ju hann hefði fengið á sig svona margar vítaspyrnur í sumar. „Kristinn [Jakobsson] hefur verið duglegur að dæma á mig víta- spyrnur í sumar [þrjár af þeim sex spyrn- um sem Hartvig hefur fengið dæmdar á sig hafa komið í leik sem Kristinn hefur dæmt, innsk. blm.] en ég held að þessi hafi verið réttlát. Þetta var klaufa- og heimsku- legt hjá mér en enn þá klaufalegra hjá öllu liðinu að láta manninn komast þetta langt því hann var einn á móti fjór- um varnarmönnum. Það er erfitt að fá á sig mark svona snemma og ég held að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef þeir hefðu ekki skorað svona snemma,“ sagði Hartvig sem veit ekki hvort hann spili með KA á næsta tímabili. „Við munum setjast niður og ræða málin í vikunni. Mér líður vel á Íslandi en ég veit ekki hvað verður.“ Toppurinn á ferlinum Guðjón Antoníusson, hinn harðskeytti bak- vörður Keflavíkurliðsins, var glaðbeittur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Blaðamaður ræddi við Guðjón eftir sigurleik Kelfvíkinga á Fylkismönnum í átta liða úrslitum og þá lýsti hann því yfir að hann og félagar hans ætluðu sér að vinna titilinn. „Það er gaman að geta staðið við stóru orðin. Við komum vel stemmdir til leiks, undirbúningurinn fyrir leikinn var frá- bær og ég hafði allan tímann góða tilfinn- ingu fyrir þessum leik. Mér fannst við sterkari allan leikinn og tilfinningin eftir að vera búinn að sigra er ólýsanleg. Ég fæ gæsahúð af því að standa hérna fyrir fram- an okkar frábæru áhorfendur og það er ekki spurning að þetta er toppurinn á ferl- inum,“ sagði Guðjón. BIKARINN Á LOFT Zoran Daníel Ljubicic lyftir hér bikarnum hátt á loft en þessi 37 ára gamli miðjumaður hefur verið að spila vel með liðinu í lok mótsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.