Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.10.2004, Qupperneq 16
sem um leiguhúsnæði væri að ræða og bætti við að fyrir sömu upphæð hefði mátt byggja eða kaupa samsvarandi húsnæði. Talsverður urgur var í samfélag- inu vegna málsins enda þótti mörgum að þingmenn hefðu gert heldur vel við sig þegar leðursóf- ar, húsgögn úr eðalviði og raftæki af nýjustu gerð blöstu við lands- mönnum í fjölmiðlum. Umfangsmikið Alþingi Alþingi er stærri stofnun en margan grunar og má segja að starfsemi þess teygi anga sína út um alla Kvosina. Auk húsa á Al- þingisreitnum svonefnda og við Austurstræti þá leigir stofnunin geymsluhúsnæði við Ægisgötu í Reykjavík að ógleymdu Jónshúsi í Kaupmannahöfn sem Alþingi hef- ur í umsjá sinni. Jafnframt er Al- þingi einn stærsti vinnustaður mið- borgarinnar og ólíkt mörgum fyrirtækjum sem flutt h a f a s t a r f - semi sína þaðan er ekkert fararsnið á löggjafanum. 97 manns vinna í fullu starfi hjá þinginu við ýmis verkefni, svo sem ræstingar, ræðuritun og vörslu af ýmsu tagi. Ef bætt er við þingmönnunum 63 og aðstoðarfólki þeirra þá er hóp- urinn við Austurvöll orðinn dá- góður. Alþingistíðindi eru tölvu- skönnuð í Ólafsfirði og af því hafa tveir einstaklingar lifibrauð sitt, efnisyfirlit ritsins er unnið á Hvammstanga en einnig er starfs- fólk Jónshúss á launaskrá þings- ins. Þar að auki má telja með tvær stofnanir Alþingis, Ríkisendur- skoðun og umboðsmann Alþingis en þar vinna samtals um 60 manns. Margir Íslendingar hafa þannig afkomu sína af starfsemi löggjafans en þrátt fyrir það star- fa færri hjá Alþingi en hjá þjóð- þingum nágrannalandanna, meira að segja hlutfallslega. Og hvað sem hérlendri eyðslusemi líður þá mega Íslendingar ef til vill vel við una. Skotar eru um þessar mundir að taka nýtt þinghús í notkun og fór kostnaður við byggingu þess tífalt fram úr upphaflegum áætl- unum, hann endaði í litlum 56 milljörðum íslenskra króna. Þá er kannski mál að rífa hár sitt og skegg. sveinng@frettabladid.is SUNNUDAGUR 3. október 2004 SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins ALÞINGISREITURINN OG NÁGRENNI HANS Merktu svæðin sýna þau hús sem Al- þingi ýmist á eða hefur á leigu. AUSTURSTRÆTI 8-10 Ríkisendur- skoðun gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að verkinu enda kostaði það 87% meira en ráð var fyrir gert. SKÁLINN GÓÐI Kostaði ríflega 800 milljónir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M B O RG AR VE FS JÁ : M YN D Ú R LU KR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.